Reynt að bjarga tugum þúsunda barnslífa Guðsteinn Bjarnason skrifar 18. nóvember 2016 07:00 Konur og börn bíða aðstoðar við næringarstöð á vegum UNICEF í Muna í útjaðri bæjarins Maiduguri í Borno-héraði í Nígeríu. Þessi mynd er tekin í september en þar í búðunum er athvarf fyrir um 16 þúsund manns. Nordicphotos/AFP Nærri hálf milljón barna er í bráðri hættu vegna vannæringar í norðausturhluta Nígeríu. Nærri 75 þúsund þeirra gætu látið lífið á næstu mánuðum fái þau ekki meðferð. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, segir ástæðu neyðarinnar margþætta, en þar má helst nefna uppskerubrest, hækkandi matvælaverð og stórfelldan fólksflótta vegna Boko Haram vígahreyfingarinnar sem herjað hefur á þetta svæði árum saman. UNCIEF á Íslandi stendur nú fyrir neyðarsöfnun vegna hörmunganna í Nígeríu og nágrannaríkjunum Níger, Tsjad og Kamerún. Meira en fimm þúsund manns hafa tekið þátt í söfnuninni og nú þegar hafa safnast níu milljónir króna hér á landi. „Það er frábært að finna þennan stuðning frá Íslandi. Hann skiptir miklu máli. Staðan hér er grafalvarleg, börn eru í lífshættu og við getum hjálpað þeim,“ segir Patrick Rose, upplýsingafulltrúi á svæðisskrifstofu UNICEF í Vestur- og Mið-Afríku. „Við höfum ekki mikinn tíma og verðum að nýta hann vel. Þess vegna skiptir svo miklu máli að fá svona marga í lið með okkur, eins og núna á Íslandi. Framlögin eiga eftir að bjarga lífi barna,“ segir Patrick. Neyðarástand ríkir nú vegna vannæringar barna í öllum ríkjunum fjórum. Ástandið er samt verst í Borno-héraði í norðausturhluta Nígeríu, en þar hafa liðsmenn Boko Haram verið stórtækastir. Vígahreyfingin Boko Haram hefur starfað á þessum slóðum í meira en áratug. Árið 2009 hófu samtökin vopnaða baráttu með tíðum árásum á fólk, fjöldamorðum og mannránum. Þau náðu á sitt vald stóru landsvæði í Borno-héraði og lýstu þar meðal annars yfir stofnun kalífadæmis að fordæmi Daish-samtakanna í Írak og Sýrlandi. Stjórnarherinn í Nígeríu hefur nú náð að endurheimta að stórum hluta það svæði sem Boko Haram hafði náð á sitt vald, en íbúarnir þurfa hjálp við að koma undir sig fótunum á ný. UNICEF segir vannæringu barna á þessum slóðum ekki aðeins stafa af matvælaskorti heldur komi þar einnig til óhreint vatn, skortur á aðgengi að salernum og skertur aðgangur að heilbrigðisþjónustu. „Góðu fréttirnar eru þær að ef næst til allra barna í Borno sem þjást af alvarlegri vannæringu er hægt að bjarga meira en 99 prósentum þeirra,“ segir í tilkynningu frá UNICEF á Íslandi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Níger Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Nærri hálf milljón barna er í bráðri hættu vegna vannæringar í norðausturhluta Nígeríu. Nærri 75 þúsund þeirra gætu látið lífið á næstu mánuðum fái þau ekki meðferð. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, segir ástæðu neyðarinnar margþætta, en þar má helst nefna uppskerubrest, hækkandi matvælaverð og stórfelldan fólksflótta vegna Boko Haram vígahreyfingarinnar sem herjað hefur á þetta svæði árum saman. UNCIEF á Íslandi stendur nú fyrir neyðarsöfnun vegna hörmunganna í Nígeríu og nágrannaríkjunum Níger, Tsjad og Kamerún. Meira en fimm þúsund manns hafa tekið þátt í söfnuninni og nú þegar hafa safnast níu milljónir króna hér á landi. „Það er frábært að finna þennan stuðning frá Íslandi. Hann skiptir miklu máli. Staðan hér er grafalvarleg, börn eru í lífshættu og við getum hjálpað þeim,“ segir Patrick Rose, upplýsingafulltrúi á svæðisskrifstofu UNICEF í Vestur- og Mið-Afríku. „Við höfum ekki mikinn tíma og verðum að nýta hann vel. Þess vegna skiptir svo miklu máli að fá svona marga í lið með okkur, eins og núna á Íslandi. Framlögin eiga eftir að bjarga lífi barna,“ segir Patrick. Neyðarástand ríkir nú vegna vannæringar barna í öllum ríkjunum fjórum. Ástandið er samt verst í Borno-héraði í norðausturhluta Nígeríu, en þar hafa liðsmenn Boko Haram verið stórtækastir. Vígahreyfingin Boko Haram hefur starfað á þessum slóðum í meira en áratug. Árið 2009 hófu samtökin vopnaða baráttu með tíðum árásum á fólk, fjöldamorðum og mannránum. Þau náðu á sitt vald stóru landsvæði í Borno-héraði og lýstu þar meðal annars yfir stofnun kalífadæmis að fordæmi Daish-samtakanna í Írak og Sýrlandi. Stjórnarherinn í Nígeríu hefur nú náð að endurheimta að stórum hluta það svæði sem Boko Haram hafði náð á sitt vald, en íbúarnir þurfa hjálp við að koma undir sig fótunum á ný. UNICEF segir vannæringu barna á þessum slóðum ekki aðeins stafa af matvælaskorti heldur komi þar einnig til óhreint vatn, skortur á aðgengi að salernum og skertur aðgangur að heilbrigðisþjónustu. „Góðu fréttirnar eru þær að ef næst til allra barna í Borno sem þjást af alvarlegri vannæringu er hægt að bjarga meira en 99 prósentum þeirra,“ segir í tilkynningu frá UNICEF á Íslandi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Níger Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira