Borussia Dortmund vann frábæran sigur, 1-0, á Bayern Munchen í stórleik helgarinnar í þýsku úrvalsdeildinni.
Pierre-Emerick Aubameyang skoraði eina mark leiksins eftir rúmlega tíu mínútna leik. Hann fékk frábæra stoðsendingu frá Mario Götze og stýrði boltanum í fjærhornið.
Úrslitin gera það að verkum að nýliðar Leipzig eru einir í efsta sæti deildarinnar með 27 stig, FC Bayern í öðru sæti með 24 stig og Dortmund í því þriðja með 21 stig.
Aubameyang tryggði Dortmund stigin þrjú á móti Bayern Munchen
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið


„Komum Gylfa Þór meira í boltann“
Fótbolti



Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja
Enski boltinn



„Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“
Íslenski boltinn

