Búin að stilla og salurinn bíður Magnús Guðmundsson skrifar 19. nóvember 2016 13:30 Bækur Að heiman Arngunnur Árnadóttir Partus Kápa og bókarhönnun: Ragnar Helgi Ólafsson Prentun: Bookwell Fjöldi síðna: 180 Að fara að heiman og ferðast um kunnuga sem ókunna heima er eitt elsta og margreyndasta sagnaminni sem við þekkjum. Hómer skrifaði sína Ódysseifskviðu sem endurómaði, þegar skáldsagan reis hvað hæst á síðustu öld, í Ulysses James Joyce um ekki síður skemmtilegt ferðalag Leopolds Bloom um Dublin. Sögur um fólk á ferð eru skemmtilegar í eðli sínu og veita höfundinum frelsi og möguleika sem eru síður til staðar í staðbundnum skáldskap. Það verður því að teljast vel til fundið hjá Arngunni Árnadóttur að láta sína fyrstu skáldsögu vera ferðasögu, þó svo það sé með eilítið óhefðbundnu sniði. Að heiman, segir sögu hinnar tuttugu og þriggja ára gömlu Unnar. Heima í Kópavogi, í skiptinámi í Berlín og á ferðalagi um Ísland ásamt vinunum Láru og Sveini. Það er engin ástæða til þess að rekja söguþráðinn hér og nú, en rétt að taka fram að hann gengur skemmtilega upp þó svo höfundur taki sér helst til margar síður í lokin til þess að ljúka sögunni. Að heiman er ferðasaga, þroskasaga, kynslóðarsaga og jafnvel ástarsaga allt í senn, en þó einföld, látlaus og skemmtileg aflestrar. Þó svo hér sé á ferðinni fyrsta skáldsaga Arngunnar þá er Að heiman ekki hennar fyrsta bók en það var ljóðabókin Unglingar í ritröð Meðgönguljóða. Listrænn grunnur Arngunnar er einnig í tónlist, en hún starfar sem fyrsti klarínettuleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Þessi bakgrunnur Arngunnar skiptir máli vegna þess að hann skín í gegn og hún nýtur hans. Hún nýtur þess að hafa tekist á við tungumálið og það er líka tónlist í texta Arngunnar. Spenna magnast og slaknar aftur. Endurteknar hugsanir koma og fara og hljóma brátt eins og stef í kunnuglegu tónverki. Að heiman er skrifuð í látlausum og læsilegum stíl en Arngunnur þarf þó að gæta sín á að ganga ekki of langt í ljóðrænunni á stöku stað en það er þó ekkert sem ætti ekki að slípast af ungum rithöfundi fyrr en seinna. Eins þarf hún að gæta aðeins betur að flæði samtalanna sem hættir á stöku stað til þess að verða aðeins of formleg og stíf. Þetta er þó ekki með þeim hætti að lesendur ættu að hafa áhyggjur því heildin er góð. Persónusköpunin er vel heppnuð og trúverðug, þó svo ekki sé mikið lagt upp úr lýsingum á aukapersónum. Lesanda fer að þykja vænt um Unni og reyndar líka Láru og Svein, þrátt fyrir eða öllu heldur vegna mannlegra ágalla þeirra og bresta. Að heiman er vel heppnuð skáldsaga og sem fyrsta skáldsaga þá er hún virkilega vel heppnuð. Það verður forvitnilegt að fylgjast með því hvað Arngunnur sendir frá sér næst, en hennar bíður í senn erfið og skemmtileg áskorun í næstu bók, enda er hún búin að stilla hljóðfærið og salurinn bíður eftir þessa fínu frumraun á skáldsagnasviðinu.Niðurstaða: Ljúf og skemmtileg lesning og fín fyrsta skáldsaga höfundar sem lesendur ættu ekki að láta fram hjá sér fara.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. nóvember. Bókmenntir Menning Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bækur Að heiman Arngunnur Árnadóttir Partus Kápa og bókarhönnun: Ragnar Helgi Ólafsson Prentun: Bookwell Fjöldi síðna: 180 Að fara að heiman og ferðast um kunnuga sem ókunna heima er eitt elsta og margreyndasta sagnaminni sem við þekkjum. Hómer skrifaði sína Ódysseifskviðu sem endurómaði, þegar skáldsagan reis hvað hæst á síðustu öld, í Ulysses James Joyce um ekki síður skemmtilegt ferðalag Leopolds Bloom um Dublin. Sögur um fólk á ferð eru skemmtilegar í eðli sínu og veita höfundinum frelsi og möguleika sem eru síður til staðar í staðbundnum skáldskap. Það verður því að teljast vel til fundið hjá Arngunni Árnadóttur að láta sína fyrstu skáldsögu vera ferðasögu, þó svo það sé með eilítið óhefðbundnu sniði. Að heiman, segir sögu hinnar tuttugu og þriggja ára gömlu Unnar. Heima í Kópavogi, í skiptinámi í Berlín og á ferðalagi um Ísland ásamt vinunum Láru og Sveini. Það er engin ástæða til þess að rekja söguþráðinn hér og nú, en rétt að taka fram að hann gengur skemmtilega upp þó svo höfundur taki sér helst til margar síður í lokin til þess að ljúka sögunni. Að heiman er ferðasaga, þroskasaga, kynslóðarsaga og jafnvel ástarsaga allt í senn, en þó einföld, látlaus og skemmtileg aflestrar. Þó svo hér sé á ferðinni fyrsta skáldsaga Arngunnar þá er Að heiman ekki hennar fyrsta bók en það var ljóðabókin Unglingar í ritröð Meðgönguljóða. Listrænn grunnur Arngunnar er einnig í tónlist, en hún starfar sem fyrsti klarínettuleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Þessi bakgrunnur Arngunnar skiptir máli vegna þess að hann skín í gegn og hún nýtur hans. Hún nýtur þess að hafa tekist á við tungumálið og það er líka tónlist í texta Arngunnar. Spenna magnast og slaknar aftur. Endurteknar hugsanir koma og fara og hljóma brátt eins og stef í kunnuglegu tónverki. Að heiman er skrifuð í látlausum og læsilegum stíl en Arngunnur þarf þó að gæta sín á að ganga ekki of langt í ljóðrænunni á stöku stað en það er þó ekkert sem ætti ekki að slípast af ungum rithöfundi fyrr en seinna. Eins þarf hún að gæta aðeins betur að flæði samtalanna sem hættir á stöku stað til þess að verða aðeins of formleg og stíf. Þetta er þó ekki með þeim hætti að lesendur ættu að hafa áhyggjur því heildin er góð. Persónusköpunin er vel heppnuð og trúverðug, þó svo ekki sé mikið lagt upp úr lýsingum á aukapersónum. Lesanda fer að þykja vænt um Unni og reyndar líka Láru og Svein, þrátt fyrir eða öllu heldur vegna mannlegra ágalla þeirra og bresta. Að heiman er vel heppnuð skáldsaga og sem fyrsta skáldsaga þá er hún virkilega vel heppnuð. Það verður forvitnilegt að fylgjast með því hvað Arngunnur sendir frá sér næst, en hennar bíður í senn erfið og skemmtileg áskorun í næstu bók, enda er hún búin að stilla hljóðfærið og salurinn bíður eftir þessa fínu frumraun á skáldsagnasviðinu.Niðurstaða: Ljúf og skemmtileg lesning og fín fyrsta skáldsaga höfundar sem lesendur ættu ekki að láta fram hjá sér fara.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. nóvember.
Bókmenntir Menning Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira