Þingmennirnir sem hætta eru 31 að tölu. Hver einasti þingmaður sem hefur setið eitt kjörtímabil á rétt á þremur mánuðum í biðlaun, en þeir sem hafa setið í tvö kjörtímabil, eða lengur, eiga rétt á sex mánuðum.

„Þetta verður eitthvað meira en venjulega en þetta hefur stundum verið mikið, það er 31 núna en voru að mig minnir 27 síðast, þannig að það er kannski ekki einhver stórmunur,“ segir Helgi.
Þingfararkaup alþingismanna er 1,1 milljón króna eftir nýjan úrskurð kjararáðs sem tók gildi 30. október 2016.
Sautján þingmenn sem hafa setið í tvö kjörtímabil eða lengur eiga rétt á sex mánaða biðlaunum, sem nema þá 6,6 milljónum á mann. Þetta gerir samtals 112,2 milljónir króna.
Fjórtán þingmenn hafa hins vegar setið eitt kjörtímabil og eiga því rétt á þriggja mánaða biðlaunum, sem nema þá 3,3 milljónum á mann eða 46,2 milljónum alls.
Laun fyrrverandi ráðherra, sem bætast ofan á þingfararkaupið, eru þá ekki tekin með í reikninginn.
Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.