Nissan Qashqai áfram framleiddur í Bretlandi Finnur Thorlacius skrifar 1. nóvember 2016 09:53 Nissan Qashqai er mest seldi jepplingur Evrópu. Þrátt fyrir alla þá óvissu sem útganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefur skapað fyrir bíliðnaðinn hefur Nissan staðfest að framleiðsla vinsælasta jepplings Evrópu og heimsins alls, Nissan Qashqai verður áfram í Bretlandi, en bíllinn er framleiddur þar í miklu magni í borginni Sunderland. Ekki nóg með það heldur verður bætt við framleiðslu næstu kynslóðar Nissan X-Trail jeppans í verksmiðjunni. Hins vegar sagði forstjóri Renault-Nissan, Carlos Ghosn, að hann muni skera niður frekari fjárfestingar í Bretlandi ef mótaðgerðir við aukna skatta á bíla framleidda í Bretlandi verða ekki að veruleika. Breska ríkisstjórnin hefur þó nýlega sannfært Ghosn um að fyrirtækið muni njóta stuðnings og trygginga fyrir framleiðslu sinni og það ætti að þýða að hún muni jafna út þá skatta sem á bíla Nissan gæti lagst á meginlandi Evrópu. Brexit Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent
Þrátt fyrir alla þá óvissu sem útganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefur skapað fyrir bíliðnaðinn hefur Nissan staðfest að framleiðsla vinsælasta jepplings Evrópu og heimsins alls, Nissan Qashqai verður áfram í Bretlandi, en bíllinn er framleiddur þar í miklu magni í borginni Sunderland. Ekki nóg með það heldur verður bætt við framleiðslu næstu kynslóðar Nissan X-Trail jeppans í verksmiðjunni. Hins vegar sagði forstjóri Renault-Nissan, Carlos Ghosn, að hann muni skera niður frekari fjárfestingar í Bretlandi ef mótaðgerðir við aukna skatta á bíla framleidda í Bretlandi verða ekki að veruleika. Breska ríkisstjórnin hefur þó nýlega sannfært Ghosn um að fyrirtækið muni njóta stuðnings og trygginga fyrir framleiðslu sinni og það ætti að þýða að hún muni jafna út þá skatta sem á bíla Nissan gæti lagst á meginlandi Evrópu.
Brexit Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent