Özil skaut Skyttunum áfram í 16-liða úrslitin | Sjáðu mörkin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. nóvember 2016 21:45 Mesut Özil skoraði fjögur mörk í leikjunum tveimur gegn Ludogorets. Vísir/Getty Arsenal er komið áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-3 útisigur á Ludogorets í kvöld. Skytturnar eru með 10 stig á toppi A-riðils, jafnmörg og Paris Saint-Germain en betri markatölu. Bæði lið eru komin áfram og eina spurningin er hvort þeirra vinnur riðilinn. Arsenal komst í hann krappann í kvöld en náði að landa sigrinum. Mesut Özil skoraði sigurmarkið þegar þrjár mínútur voru til leiksloka. Búlgararnir byrjuðu leikinn af miklum krafti og eftir stundarfjórðung voru þeir komnir 2-0 yfir. Jonathan Cafu skoraði fyrra markið á 12. mínútu og Claudiu Keserü bætti því seinna við þremur mínútum síðar. En Arsenal-menn gáfust ekki upp og komu til baka. Granit Xhaka minnkaði muninn með skoti frá vítapunkti eftir sendingu Mesuts Özil á 20. mínútu. Fjórum mínútum fyrir hálfleik jafnaði Oliver Giroud svo metin þegar hann reis yfir Milan Borjan, markvörð Ludogorets, og skallaði boltann í netið. David Ospina, markvörður Arsenal, kom sínum mönnum tvisvar til bjargar í seinni hálfleik en Kólumbíumaðurinn hefur staðið fyrir sínu í Meistaradeildinni í vetur. Á 87. mínútu fékk Özil boltann inn fyrir vörn heimamanna frá Mohamed Elneny, lék á Borjan og varnarmenn Ludogorets og skoraði sitt fjórða mark í Meistaradeildinni og tryggði Arsenal sigurinn.Ludogorets 1-0 Arsenal Ludogorets 2-0 Arsenal Ludogorets 2-1 Arsenal Ludogorets 2-2 Arsenal Ludogorets 2-3 Arsenal Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Sjá meira
Arsenal er komið áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-3 útisigur á Ludogorets í kvöld. Skytturnar eru með 10 stig á toppi A-riðils, jafnmörg og Paris Saint-Germain en betri markatölu. Bæði lið eru komin áfram og eina spurningin er hvort þeirra vinnur riðilinn. Arsenal komst í hann krappann í kvöld en náði að landa sigrinum. Mesut Özil skoraði sigurmarkið þegar þrjár mínútur voru til leiksloka. Búlgararnir byrjuðu leikinn af miklum krafti og eftir stundarfjórðung voru þeir komnir 2-0 yfir. Jonathan Cafu skoraði fyrra markið á 12. mínútu og Claudiu Keserü bætti því seinna við þremur mínútum síðar. En Arsenal-menn gáfust ekki upp og komu til baka. Granit Xhaka minnkaði muninn með skoti frá vítapunkti eftir sendingu Mesuts Özil á 20. mínútu. Fjórum mínútum fyrir hálfleik jafnaði Oliver Giroud svo metin þegar hann reis yfir Milan Borjan, markvörð Ludogorets, og skallaði boltann í netið. David Ospina, markvörður Arsenal, kom sínum mönnum tvisvar til bjargar í seinni hálfleik en Kólumbíumaðurinn hefur staðið fyrir sínu í Meistaradeildinni í vetur. Á 87. mínútu fékk Özil boltann inn fyrir vörn heimamanna frá Mohamed Elneny, lék á Borjan og varnarmenn Ludogorets og skoraði sitt fjórða mark í Meistaradeildinni og tryggði Arsenal sigurinn.Ludogorets 1-0 Arsenal Ludogorets 2-0 Arsenal Ludogorets 2-1 Arsenal Ludogorets 2-2 Arsenal Ludogorets 2-3 Arsenal
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Sjá meira