Settu þig í spor Guðna: Hver á að fá stjórnarmyndunarumboðið? Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. nóvember 2016 16:50 Hvert þeirra á að fá umboðið? Vísir Forystufólk allra flokka sem fengu mann kjörinn á Alþingi um helgina fóru á fund forseta Íslands í gær. Þar reyndi það að sannfæra Guðna Th. Jóhannesson um hvert þeirra ætti fyrst að fá að spreyta sig á stjórnarmyndun en sitt sýnist hverjum í þeim málum.Neðst í fréttinni geturðu sagt þína skoðun.Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fór fyrstur á fund forseta og sagði að honum loknum að flokkurinn treysti sér til að vera kjölfestan í næstu ríkisstjórn. Flokkurinn nyti langmests fylgis og því til stuðnings nefndi Bjarni að Sjálfstæðisflokkurinn ætti fyrsta þingmanninn í öllum kjördæmum. Á eftir Bjarna mætti formaður Vinstri grænna, Katrín Jakobsdóttir, sem sagði flokk hennar vera tilbúinn að leiða eða taka þátt í breiðri meirihlutastjórn frá miðju til vinstri. Þrír forystumenn Pírata mættu á Bessastaði á eftir Katrínu. Eftir fund þeirra með forsetanum tilkynntu þeir að Píratar gætu hugsað sér að verja minnihlutastjórn Vinstri grænna, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar falli. Fjórði á fund forseta var formaður Framsóknarflokksins, Sigurður Ingi Jóhannsson, sem tapaði miklu fylgi frá síðustu kosningunum. Hann gerði ekki tilkall til stjóranrmyndunarumboðsins en sagði að Framsóknarflokkurinn hefði mikla reynslu af samstarfi og gæti hugsað sér að vinna með öllum flokkum. Á eftir Sigurði mætti Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, á Bessastaði. Hann sagði að fundi loknum að hann hafi lagt til við forseta að Viðreisn fengi umboðið enda er flokkurinn í lykilstöðu og getur myndað ríkisstjórn jafnt til vinstri sem hægri. Í sama streng tók Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, sem sagði að flokkur hans sæi mikla samvinnu og samlegð með Viðreisn og því ætti hinn nýi miðjuflokkur að fá umboðið. Síðust á fund forseta var Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, en flokkur hennar beið afhroð í kosningunum á laugardag. Hún segir Samfylkinguna ekki ætla í ríkisstjórn og hefur lagt til að Katrín Jakobsdóttir fá fyrst að spreyta sig á stjórnarmyndun. Oddný sagði af sér í gær og hefur Logi Már Einarsson tekið hennar stað. En nú er spurt: Hver fengi stjórnarmyndunarumboðið ef þú værir Guðni Th. Jóhannesson? Kosningar 2016 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira
Forystufólk allra flokka sem fengu mann kjörinn á Alþingi um helgina fóru á fund forseta Íslands í gær. Þar reyndi það að sannfæra Guðna Th. Jóhannesson um hvert þeirra ætti fyrst að fá að spreyta sig á stjórnarmyndun en sitt sýnist hverjum í þeim málum.Neðst í fréttinni geturðu sagt þína skoðun.Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fór fyrstur á fund forseta og sagði að honum loknum að flokkurinn treysti sér til að vera kjölfestan í næstu ríkisstjórn. Flokkurinn nyti langmests fylgis og því til stuðnings nefndi Bjarni að Sjálfstæðisflokkurinn ætti fyrsta þingmanninn í öllum kjördæmum. Á eftir Bjarna mætti formaður Vinstri grænna, Katrín Jakobsdóttir, sem sagði flokk hennar vera tilbúinn að leiða eða taka þátt í breiðri meirihlutastjórn frá miðju til vinstri. Þrír forystumenn Pírata mættu á Bessastaði á eftir Katrínu. Eftir fund þeirra með forsetanum tilkynntu þeir að Píratar gætu hugsað sér að verja minnihlutastjórn Vinstri grænna, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar falli. Fjórði á fund forseta var formaður Framsóknarflokksins, Sigurður Ingi Jóhannsson, sem tapaði miklu fylgi frá síðustu kosningunum. Hann gerði ekki tilkall til stjóranrmyndunarumboðsins en sagði að Framsóknarflokkurinn hefði mikla reynslu af samstarfi og gæti hugsað sér að vinna með öllum flokkum. Á eftir Sigurði mætti Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, á Bessastaði. Hann sagði að fundi loknum að hann hafi lagt til við forseta að Viðreisn fengi umboðið enda er flokkurinn í lykilstöðu og getur myndað ríkisstjórn jafnt til vinstri sem hægri. Í sama streng tók Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, sem sagði að flokkur hans sæi mikla samvinnu og samlegð með Viðreisn og því ætti hinn nýi miðjuflokkur að fá umboðið. Síðust á fund forseta var Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, en flokkur hennar beið afhroð í kosningunum á laugardag. Hún segir Samfylkinguna ekki ætla í ríkisstjórn og hefur lagt til að Katrín Jakobsdóttir fá fyrst að spreyta sig á stjórnarmyndun. Oddný sagði af sér í gær og hefur Logi Már Einarsson tekið hennar stað. En nú er spurt: Hver fengi stjórnarmyndunarumboðið ef þú værir Guðni Th. Jóhannesson?
Kosningar 2016 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira