Lögreglumenn lýsa vanþóknun Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. nóvember 2016 16:55 Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna. vísir/daníel Landssamband lögreglumanna lýsir furðu sinni og vanþóknun á úrskurði og vinnubrögðum kjararáðs um hækkun launa æðstu embættismanna. Í ályktun sem stjórn sambandsins samþykkti í dag segir að ákvörðunin komi sem blaut tuska í andlit lögreglumanna. „Það er engum blöðum um það að fletta að þeir einstaklingar sem veljast til þessara ábyrgðarmiklu starfa eigi að njóta góðra launakjara. Þegar hins vegar einstaka hækkanir þessa hóps eru allt að 59% hærri en sem nemur grunnlaunum lögreglumanns í fullu starfi er ljóst að eitthvað mikið bjátar á, í skilningi þeirra einstaklinga sem slíkar ákvarðanir taka, á þeim veruleika sem venjulegt launafólk býr við í þessu landi,“ segir í ályktuninni. Sambandið hafi margoft kallað eftir gögnum frá fjármálaráðherra varðandi launakjör lögreglumanna. „LL minnir á þá einföldu staðreynd og vísar í þessu sambandi til ályktunar stjórnarfundar landssambandsins frá 21. mars s.l., að fjármálaráðherra staðfesti það í skriflegu svari við fyrirspurn á hinu háa Alþingi þann 15. mars s.l., að laun lögreglumanna hefðu dregist aftur úr tilteknum hópum opinberra starfsmanna sem nemur a.m.k. um 9% frá því að verkfallsréttur lögreglumanna var afnuminn árið 1986. LL hefur margítrekað kallað eftir þeim gögnum, á umliðnum árum, sem fjármálaráðherra studdist við í svari sínu, en jafnan fengið þau viðbrögð að útilokað hafi verið, illa hægt eða erfitt að reikna út launaþróun lögreglumanna út frá þeim viðmiðunarhópum sem horft skyldi til við afnám verkfallsréttarins.“ Þá segir sambandið að fjármálaráðuneytið hafi neitað að láta hlutlausan aðila á borð við Hagstofu Íslands sjá um slíka útreikninga. „Engin leið hefur verið fyrir LL að fá tekið tillit til þessarar einföldu staðreyndar og laun lögreglumanna leiðrétt í þeim kjaraviðræðum sem átt hafa sér stað á umliðnum árum. Það kemur því eins og blaut tuska í andlit lögreglumanna að í einni hendingu sé, án nokkurra vandkvæða, hægt að leiðrétta og hækka hæstu laun í landinu svo tugum prósenta skiptir,“ segir í ályktun Landssambands lögreglumanna. Kjararáð Tengdar fréttir Óttarr um ákvörðun kjararáðs: „Mér finnst þetta ótrúlegar hækkanir“ Segir launahækkanir þingmanna ekki í samræmi við aðrar hækkanir á vinnumarkaði. 1. nóvember 2016 10:12 VR krefst þess að ákvörðun kjararáðs verði dregin til baka Stjórn stéttarfélagsin VR krefst þess að úrskurður kjararáðs um laun ráðherra, alþingismanna og forseta Íslands, verði tafarlaust dreginn tilbaka. 1. nóvember 2016 16:07 Samninganefnd ASÍ boðar til skyndifundar vegna ákvörðunar kjararáðs Segja úrskurð kjararáðs blauta tusku í andlit verkalýðshreyfingarinnar. 1. nóvember 2016 11:40 Þorsteinn Víglundsson: Fyrirkomulag kjararáðs meingallað Nýkjörinn þingmaður Viðreisnar og fyrrum framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, telur eðlilegt að endurskoða fyrirkomulag kjararáðs. 1. nóvember 2016 10:26 Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Landssamband lögreglumanna lýsir furðu sinni og vanþóknun á úrskurði og vinnubrögðum kjararáðs um hækkun launa æðstu embættismanna. Í ályktun sem stjórn sambandsins samþykkti í dag segir að ákvörðunin komi sem blaut tuska í andlit lögreglumanna. „Það er engum blöðum um það að fletta að þeir einstaklingar sem veljast til þessara ábyrgðarmiklu starfa eigi að njóta góðra launakjara. Þegar hins vegar einstaka hækkanir þessa hóps eru allt að 59% hærri en sem nemur grunnlaunum lögreglumanns í fullu starfi er ljóst að eitthvað mikið bjátar á, í skilningi þeirra einstaklinga sem slíkar ákvarðanir taka, á þeim veruleika sem venjulegt launafólk býr við í þessu landi,“ segir í ályktuninni. Sambandið hafi margoft kallað eftir gögnum frá fjármálaráðherra varðandi launakjör lögreglumanna. „LL minnir á þá einföldu staðreynd og vísar í þessu sambandi til ályktunar stjórnarfundar landssambandsins frá 21. mars s.l., að fjármálaráðherra staðfesti það í skriflegu svari við fyrirspurn á hinu háa Alþingi þann 15. mars s.l., að laun lögreglumanna hefðu dregist aftur úr tilteknum hópum opinberra starfsmanna sem nemur a.m.k. um 9% frá því að verkfallsréttur lögreglumanna var afnuminn árið 1986. LL hefur margítrekað kallað eftir þeim gögnum, á umliðnum árum, sem fjármálaráðherra studdist við í svari sínu, en jafnan fengið þau viðbrögð að útilokað hafi verið, illa hægt eða erfitt að reikna út launaþróun lögreglumanna út frá þeim viðmiðunarhópum sem horft skyldi til við afnám verkfallsréttarins.“ Þá segir sambandið að fjármálaráðuneytið hafi neitað að láta hlutlausan aðila á borð við Hagstofu Íslands sjá um slíka útreikninga. „Engin leið hefur verið fyrir LL að fá tekið tillit til þessarar einföldu staðreyndar og laun lögreglumanna leiðrétt í þeim kjaraviðræðum sem átt hafa sér stað á umliðnum árum. Það kemur því eins og blaut tuska í andlit lögreglumanna að í einni hendingu sé, án nokkurra vandkvæða, hægt að leiðrétta og hækka hæstu laun í landinu svo tugum prósenta skiptir,“ segir í ályktun Landssambands lögreglumanna.
Kjararáð Tengdar fréttir Óttarr um ákvörðun kjararáðs: „Mér finnst þetta ótrúlegar hækkanir“ Segir launahækkanir þingmanna ekki í samræmi við aðrar hækkanir á vinnumarkaði. 1. nóvember 2016 10:12 VR krefst þess að ákvörðun kjararáðs verði dregin til baka Stjórn stéttarfélagsin VR krefst þess að úrskurður kjararáðs um laun ráðherra, alþingismanna og forseta Íslands, verði tafarlaust dreginn tilbaka. 1. nóvember 2016 16:07 Samninganefnd ASÍ boðar til skyndifundar vegna ákvörðunar kjararáðs Segja úrskurð kjararáðs blauta tusku í andlit verkalýðshreyfingarinnar. 1. nóvember 2016 11:40 Þorsteinn Víglundsson: Fyrirkomulag kjararáðs meingallað Nýkjörinn þingmaður Viðreisnar og fyrrum framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, telur eðlilegt að endurskoða fyrirkomulag kjararáðs. 1. nóvember 2016 10:26 Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Óttarr um ákvörðun kjararáðs: „Mér finnst þetta ótrúlegar hækkanir“ Segir launahækkanir þingmanna ekki í samræmi við aðrar hækkanir á vinnumarkaði. 1. nóvember 2016 10:12
VR krefst þess að ákvörðun kjararáðs verði dregin til baka Stjórn stéttarfélagsin VR krefst þess að úrskurður kjararáðs um laun ráðherra, alþingismanna og forseta Íslands, verði tafarlaust dreginn tilbaka. 1. nóvember 2016 16:07
Samninganefnd ASÍ boðar til skyndifundar vegna ákvörðunar kjararáðs Segja úrskurð kjararáðs blauta tusku í andlit verkalýðshreyfingarinnar. 1. nóvember 2016 11:40
Þorsteinn Víglundsson: Fyrirkomulag kjararáðs meingallað Nýkjörinn þingmaður Viðreisnar og fyrrum framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, telur eðlilegt að endurskoða fyrirkomulag kjararáðs. 1. nóvember 2016 10:26