Ítarlega verður fjallað um umdeilda ákvörðun kjararáðs í kvöldfréttum Stöðvar 2. Skorað er á Alþingi að bregðast við vegna ríflegra launahækkana ráðamanna þjóðarinnar. Fráfarandi þingmenn Samfylkingarinnar eru margir þöglir sem gröfin eftir útreið í kosningum.
Einn fráfarandi þingmaður segir þjóðina nú hafa hafnað flokknum á ný.
Í kvöldfréttum verður einnig fjallað um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar sem gerir ráð fyrir betri afkomu en síðust ár og sprengjuárás í Hafnarfirði þar sem heimatilbúinni sprengju var kastað inn um glugga snyrtistofu.
Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.
