Grunnskólakennari segir starfi sínu lausu vegna hækkunar kjararáðs nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 1. nóvember 2016 19:38 Laun kennara hafa hækkuðu um 40 þúsund krónur á árinu en hækkunin dreifist á næstu þrjú ár. „Í dag sagði ég starfi mínu lausu því mælirinn varð endanlega fullur. Ég er grunnskólakennari og hef kennt í rúm ellefu ár í Reykjavík. Grunnskólakennarar hafa í tvígang fellt kjarasamning á þessu ári og ástæðan er einföld, launin duga ekki til framfærslu.” Á þessa leið hefst stöðuuppfærsla Guðbjargar Pálsdóttur, fyrrum grunnskólakennara við Langholtsskóla og Seljaskóla, en uppfærslan hefur vakið mikla athygli á Facebook. Kjararáð hækkaði laun alþingismanna, ráðherra og forseta Íslands ríflega nú um mánaðamótin en ákvörðunin hefur verið harkalega gagnrýnd. Í stöðuuppfærslu Guðbjargar kemur fram að mánaðarlaun hennar nemi nú 465 þúsund krónum og samkvæmt nýjum samningum munu laun hennar verða rétt rúmlega 500 þúsund árið 2019 fyrir skatt. Í samtali við fréttastofu Vísis segir Guðbjörg að margir kollegar sínir séu einnig að íhuga að hætta. „Þetta er bara staðan. Við erum ansi mörg sem erum að íhuga að hætta," segir hún. Að sögn Guðbjargar eru kennarar afar óánægðir með stöðu sína í dag og óánægjuraddir hafa heyrst bæði á Facebook og annars staðar. Guðbjörg Pálsdóttirmynd/facebookGuðbjörg hefur þegar sagt starfi sínu lausu. Hún kenndi í Seljaskóla en starfaði lengst af í Langholtsskóla. Hún hefur sinnt ýmsum aukastörfum meðfram kennarastarfinu og segir slíkt algengt meðal grunnskólakennara. „Ég myndi segja að stór meirihluti gerði það, allavega þeir sem eru einstæðir," segir Guðbjörg en hún er sjálf einstæð með tvö börn. Guðbjörg er óviss um hvað taki við hjá sér. „Næst þarf ég hreinlega að óska eftir starfi," segir hún. Guðbjörg biðlar til ráðamanna grípa til aðgerða. „Ég valdi mér kennslu þar sem ég hef mikinn áhuga á að starfa með börnum og unglingum, ég er fær í mínu starfi og það var ekki auðveld ákvörðun að segja upp á miðjum vetri. Það er því með trega sem ég ákveð að hætta í skemmtilegu, krefjandi og gefandi starfi en mér er einfaldlega ekki stætt á því að halda áfram. Ég vona að ráðamenn átti sig á stöðunni áður en það er of seint og því ég vil að börnin mín sem nú eru í grunnskóla, hafi menntaða kennara á næstu árum, það er alls kostar óvíst eins og staðan er núna. ,” segir hún að lokum í stöðuuppfærslunni.Hér er stöðuuppfærsla Guðbjargar í heild sinni: Kjararáð Tengdar fréttir Hækkun á launum alþingismanna tuttuguföld á við hækkun örorkubóta Öryrkjabandalag Íslands harmar ákvörðun kjararáðs. 1. nóvember 2016 17:45 Óttarr um ákvörðun kjararáðs: „Mér finnst þetta ótrúlegar hækkanir“ Segir launahækkanir þingmanna ekki í samræmi við aðrar hækkanir á vinnumarkaði. 1. nóvember 2016 10:12 VR krefst þess að ákvörðun kjararáðs verði dregin til baka Stjórn stéttarfélagsin VR krefst þess að úrskurður kjararáðs um laun ráðherra, alþingismanna og forseta Íslands, verði tafarlaust dreginn tilbaka. 1. nóvember 2016 16:07 Samninganefnd ASÍ boðar til skyndifundar vegna ákvörðunar kjararáðs Segja úrskurð kjararáðs blauta tusku í andlit verkalýðshreyfingarinnar. 1. nóvember 2016 11:40 Þorsteinn Víglundsson: Fyrirkomulag kjararáðs meingallað Nýkjörinn þingmaður Viðreisnar og fyrrum framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, telur eðlilegt að endurskoða fyrirkomulag kjararáðs. 1. nóvember 2016 10:26 Lögreglumenn lýsa vanþóknun Landssamband lögreglumanna furðar sig á vinnubrögðum kjararáðs. 1. nóvember 2016 16:55 Katrín um ákvörðun kjararáðs: „Þetta eru mjög miklar hækkanir“ „Það er auðvitað mikilvægt að þeir sem heyri undir kjararáð séu ekki launaleiðandi. Þetta eru mjög miklar hækkanir og það væri eðlilegt að þetta fylgdi almennri launaþróun í landinu.“ 1. nóvember 2016 10:38 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Fleiri fréttir Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Sjá meira
„Í dag sagði ég starfi mínu lausu því mælirinn varð endanlega fullur. Ég er grunnskólakennari og hef kennt í rúm ellefu ár í Reykjavík. Grunnskólakennarar hafa í tvígang fellt kjarasamning á þessu ári og ástæðan er einföld, launin duga ekki til framfærslu.” Á þessa leið hefst stöðuuppfærsla Guðbjargar Pálsdóttur, fyrrum grunnskólakennara við Langholtsskóla og Seljaskóla, en uppfærslan hefur vakið mikla athygli á Facebook. Kjararáð hækkaði laun alþingismanna, ráðherra og forseta Íslands ríflega nú um mánaðamótin en ákvörðunin hefur verið harkalega gagnrýnd. Í stöðuuppfærslu Guðbjargar kemur fram að mánaðarlaun hennar nemi nú 465 þúsund krónum og samkvæmt nýjum samningum munu laun hennar verða rétt rúmlega 500 þúsund árið 2019 fyrir skatt. Í samtali við fréttastofu Vísis segir Guðbjörg að margir kollegar sínir séu einnig að íhuga að hætta. „Þetta er bara staðan. Við erum ansi mörg sem erum að íhuga að hætta," segir hún. Að sögn Guðbjargar eru kennarar afar óánægðir með stöðu sína í dag og óánægjuraddir hafa heyrst bæði á Facebook og annars staðar. Guðbjörg Pálsdóttirmynd/facebookGuðbjörg hefur þegar sagt starfi sínu lausu. Hún kenndi í Seljaskóla en starfaði lengst af í Langholtsskóla. Hún hefur sinnt ýmsum aukastörfum meðfram kennarastarfinu og segir slíkt algengt meðal grunnskólakennara. „Ég myndi segja að stór meirihluti gerði það, allavega þeir sem eru einstæðir," segir Guðbjörg en hún er sjálf einstæð með tvö börn. Guðbjörg er óviss um hvað taki við hjá sér. „Næst þarf ég hreinlega að óska eftir starfi," segir hún. Guðbjörg biðlar til ráðamanna grípa til aðgerða. „Ég valdi mér kennslu þar sem ég hef mikinn áhuga á að starfa með börnum og unglingum, ég er fær í mínu starfi og það var ekki auðveld ákvörðun að segja upp á miðjum vetri. Það er því með trega sem ég ákveð að hætta í skemmtilegu, krefjandi og gefandi starfi en mér er einfaldlega ekki stætt á því að halda áfram. Ég vona að ráðamenn átti sig á stöðunni áður en það er of seint og því ég vil að börnin mín sem nú eru í grunnskóla, hafi menntaða kennara á næstu árum, það er alls kostar óvíst eins og staðan er núna. ,” segir hún að lokum í stöðuuppfærslunni.Hér er stöðuuppfærsla Guðbjargar í heild sinni:
Kjararáð Tengdar fréttir Hækkun á launum alþingismanna tuttuguföld á við hækkun örorkubóta Öryrkjabandalag Íslands harmar ákvörðun kjararáðs. 1. nóvember 2016 17:45 Óttarr um ákvörðun kjararáðs: „Mér finnst þetta ótrúlegar hækkanir“ Segir launahækkanir þingmanna ekki í samræmi við aðrar hækkanir á vinnumarkaði. 1. nóvember 2016 10:12 VR krefst þess að ákvörðun kjararáðs verði dregin til baka Stjórn stéttarfélagsin VR krefst þess að úrskurður kjararáðs um laun ráðherra, alþingismanna og forseta Íslands, verði tafarlaust dreginn tilbaka. 1. nóvember 2016 16:07 Samninganefnd ASÍ boðar til skyndifundar vegna ákvörðunar kjararáðs Segja úrskurð kjararáðs blauta tusku í andlit verkalýðshreyfingarinnar. 1. nóvember 2016 11:40 Þorsteinn Víglundsson: Fyrirkomulag kjararáðs meingallað Nýkjörinn þingmaður Viðreisnar og fyrrum framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, telur eðlilegt að endurskoða fyrirkomulag kjararáðs. 1. nóvember 2016 10:26 Lögreglumenn lýsa vanþóknun Landssamband lögreglumanna furðar sig á vinnubrögðum kjararáðs. 1. nóvember 2016 16:55 Katrín um ákvörðun kjararáðs: „Þetta eru mjög miklar hækkanir“ „Það er auðvitað mikilvægt að þeir sem heyri undir kjararáð séu ekki launaleiðandi. Þetta eru mjög miklar hækkanir og það væri eðlilegt að þetta fylgdi almennri launaþróun í landinu.“ 1. nóvember 2016 10:38 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Fleiri fréttir Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Sjá meira
Hækkun á launum alþingismanna tuttuguföld á við hækkun örorkubóta Öryrkjabandalag Íslands harmar ákvörðun kjararáðs. 1. nóvember 2016 17:45
Óttarr um ákvörðun kjararáðs: „Mér finnst þetta ótrúlegar hækkanir“ Segir launahækkanir þingmanna ekki í samræmi við aðrar hækkanir á vinnumarkaði. 1. nóvember 2016 10:12
VR krefst þess að ákvörðun kjararáðs verði dregin til baka Stjórn stéttarfélagsin VR krefst þess að úrskurður kjararáðs um laun ráðherra, alþingismanna og forseta Íslands, verði tafarlaust dreginn tilbaka. 1. nóvember 2016 16:07
Samninganefnd ASÍ boðar til skyndifundar vegna ákvörðunar kjararáðs Segja úrskurð kjararáðs blauta tusku í andlit verkalýðshreyfingarinnar. 1. nóvember 2016 11:40
Þorsteinn Víglundsson: Fyrirkomulag kjararáðs meingallað Nýkjörinn þingmaður Viðreisnar og fyrrum framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, telur eðlilegt að endurskoða fyrirkomulag kjararáðs. 1. nóvember 2016 10:26
Lögreglumenn lýsa vanþóknun Landssamband lögreglumanna furðar sig á vinnubrögðum kjararáðs. 1. nóvember 2016 16:55
Katrín um ákvörðun kjararáðs: „Þetta eru mjög miklar hækkanir“ „Það er auðvitað mikilvægt að þeir sem heyri undir kjararáð séu ekki launaleiðandi. Þetta eru mjög miklar hækkanir og það væri eðlilegt að þetta fylgdi almennri launaþróun í landinu.“ 1. nóvember 2016 10:38
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent