Tæknifyrirtækið Microsoft sagði í dag að rússneskir hakkarar, sem hafa verið tengdir yfirvöldum Rússlands, hafi nýtt sér öryggisgalla á Windows stýrikerfinu. Fyrirtækið heldur því fram að hópur hakkara, sem gengur undir nafninu Fancy Bear eða APT 28 hafi gert árásir með svokölluðum „spjótaveiðum“ í tölvupóstum.
Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa sakað Fancy Bear um að vinna fyrir leyniþjónustu Rússlands og að hópurinn hafi ráðist á tölvukerfi Demókrataflokksins í Bandaríkjunum.
Samkvæmt Reuters fréttaveitunni snýr gallinn að Flash-hugbúnaði í einni útgáfu Windows stýrikerfisins. Adobe, sem framleiðir Flash, hefur gefið út svokallaðan plástur fyrir gallann eftir Google opinberaði hann í dag.
Microsoft gagnrýndi Google fyrir yfirlýsinguna og sagði hana hafa sett öryggi tækja notenda sinna í hættu. Microsoft mun ekki geta lagað gallann fyrr en þann 8. nóvember.
Saka rússneska hakkara um að nýta galla á Windows
Samúel Karl Ólason skrifar

Mest lesið

„Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“
Viðskipti innlent


Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða
Viðskipti innlent

Buffet hættir sem forstjóri við lok árs
Viðskipti erlent


Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa
Viðskipti erlent

Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla
Viðskipti erlent

„Þetta er ömurleg staða“
Viðskipti innlent

Syndis kaupir Ísskóga
Viðskipti innlent
