Formenn allra flokka sem fengu fólk kjörið á Alþingi funduðu með Guðna á mánudaginn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ræddi Guðni við þrjá þeirra í gær. Þá Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar, Bjarna Benendiktsson og Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, í gær.
Á tíunda tímanum í morgun barst svo tilkynning frá embætti forseta Íslands þess efnis að Bjarni hefði verið boðaður til Bessastaða.
Vísir verður í beinni útsendingu frá Bessastöðum en Bjarni er væntanlegur á fundinn rétt fyrir klukkan 11. Þá munu þeir Guðni ræða saman undir fjögur augu og í framhaldinu ræða við fjölmiðla.
Uppfært klukkan 11.
Bjarni er mættur á fund Guðna og er þess nú beðið að þeir ræði við fjölmiðla. Bein útsending er í spilaranum að ofan.
Uppfært klukkan 12.
Upptökur úr útsendingunni eru nú aðgengilegar hér fyrir neðan.
Bjarni Benediktsson mætti á Bessastaði klukkan 11 og ræddi við fjölmiðla á tröppum Bessastaða áður en hann skrifaði í gestabókina og fór inn í bókastofu til fundar með forseta.