Guðni: „Ég er ekki að útnefna forsætisráðherra“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. nóvember 2016 11:41 Guðni Th. Jóhannesson og Bjarni Benediktsson. vísir/friðrik þór Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hafi ekki sagt sér hver væri hans draumaríkisstjórn, það er við hverja hann mun ræða fyrst við. Hins vegar lægi það fyrir að menn væru tilbúnir til viðræðna en með því að veita Bjarna stjórnarmyndunarumboðið sé hann ekki að tilnefna forsætisráðherra. Þá segir forsetinn að hann hafi ekki sett Bjarna nein sérstök tímamörk þó að hann vilji heyra í honum um helgina eða í byrjun næstu viku varðandi það hvernig hafi miðað í viðræðunum. „Ég er ekki að útnefna forsætisráðherra, ég er að hjálpa flokksleiðtogunum og Alþingi að mynda ríkisstjórn, en það er síðan á þeirra ábyrgð að ljúka þessu verki,“ sagði Guðni við fjölmiðlamenn á Bessastöðum eftir fund sinn með Bjarna í morgun. Guðni var spurður hvort það hefði verið í spilunum að minni flokkur fengi umboðið, til að mynda Viðreisn, en formaður flokksins Benedikt Jóhannesson óskaði eftir því að fá stjórnarmyndunarumboð á fundi sínum með forseta á mánudag. „Hann æskti þess og ég þurfti að taka tillit til þess en ég tel þetta vænlegra til árangurs,“ sagði Guðni og bætti við að sanngirnissjónarmið ráði einnig för þar sem Sjálfstæðisflokkurinn sé stærsti flokkurinn á þingi. Forsetinn var einnig spurður að því hvers vegna hann teldi vænlegasta kostinn að veita Bjarna umboðið. „Vegna þess að ég er búinn að ræða við leiðtoga allra stjórnmálaflokkanna og vegna þess að ég hef fylgst vel með því sem fram hefur komið í fjölmiðlum. Ég er ekki að segja að lyktir séu augljósar,“ sagði Guðni. Hann vildi síðan ekki svara því hver væri næsti augljósi kosturinn ef Bjarna tekst ekki að mynda ríkisstjórn. „Það eru margir kostir í framhaldinu en við skulum taka þetta skref fyrir skref.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bjarni Benediktsson fær umboðið Bjarni Benediktsson þarf að skila skýrslu í byrjun næstu viku. 2. nóvember 2016 11:23 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hafi ekki sagt sér hver væri hans draumaríkisstjórn, það er við hverja hann mun ræða fyrst við. Hins vegar lægi það fyrir að menn væru tilbúnir til viðræðna en með því að veita Bjarna stjórnarmyndunarumboðið sé hann ekki að tilnefna forsætisráðherra. Þá segir forsetinn að hann hafi ekki sett Bjarna nein sérstök tímamörk þó að hann vilji heyra í honum um helgina eða í byrjun næstu viku varðandi það hvernig hafi miðað í viðræðunum. „Ég er ekki að útnefna forsætisráðherra, ég er að hjálpa flokksleiðtogunum og Alþingi að mynda ríkisstjórn, en það er síðan á þeirra ábyrgð að ljúka þessu verki,“ sagði Guðni við fjölmiðlamenn á Bessastöðum eftir fund sinn með Bjarna í morgun. Guðni var spurður hvort það hefði verið í spilunum að minni flokkur fengi umboðið, til að mynda Viðreisn, en formaður flokksins Benedikt Jóhannesson óskaði eftir því að fá stjórnarmyndunarumboð á fundi sínum með forseta á mánudag. „Hann æskti þess og ég þurfti að taka tillit til þess en ég tel þetta vænlegra til árangurs,“ sagði Guðni og bætti við að sanngirnissjónarmið ráði einnig för þar sem Sjálfstæðisflokkurinn sé stærsti flokkurinn á þingi. Forsetinn var einnig spurður að því hvers vegna hann teldi vænlegasta kostinn að veita Bjarna umboðið. „Vegna þess að ég er búinn að ræða við leiðtoga allra stjórnmálaflokkanna og vegna þess að ég hef fylgst vel með því sem fram hefur komið í fjölmiðlum. Ég er ekki að segja að lyktir séu augljósar,“ sagði Guðni. Hann vildi síðan ekki svara því hver væri næsti augljósi kosturinn ef Bjarna tekst ekki að mynda ríkisstjórn. „Það eru margir kostir í framhaldinu en við skulum taka þetta skref fyrir skref.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bjarni Benediktsson fær umboðið Bjarni Benediktsson þarf að skila skýrslu í byrjun næstu viku. 2. nóvember 2016 11:23 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Bjarni Benediktsson fær umboðið Bjarni Benediktsson þarf að skila skýrslu í byrjun næstu viku. 2. nóvember 2016 11:23