Forsetinn segist ekki þurfa óumbeðna launahækkun Heimir Már Pétursson skrifar 2. nóvember 2016 21:15 Forseti Íslands segist ekki hafa vitað af launahækkun sem kjararáð úrskurðaði honum né óskað eftir og hann þyrfti heldur ekki á henni að halda. Hann muni láta hækkunina fara góðra mála gengi hún eftir en hann myndi og hann myndi sætta sig fullkomlega við það að Alþingi drægi launahækkunina til baka. Með ákvörðun kjararáðs á kjördag um hækkun launa þingmanna, ráðherra og forseta Íslands hækka laun forsetans um 20 prósent og verða 2.895.000 krónur á mánuði.Ætlar þú að taka þeirri launahækkun og hvernig líst þér á þessa ákvörðun kjararáðs sem er að valda mikilli úlfúð í þjóðfélaginu? „Ég bað ekki um þessa kauphækkun. Ég vissi ekki af þessari kauphækkun. Ég þarf ekki þessa kauphækkun. Margir þingmenn hafa lýst andúð sinni á þessari ákvörðun kjararáðs. Ég vænti þess að þingið vindi þá ofan af þessari ákvörðun. Taki málin í sínar hendur og ég myndi sætta mig fullkomlega við þá niðurstöðu sem fengist að því loknu,“ sagði Guðni. Það væri hins vegar ekki í hans verkahring að beina því til þeirra sem nú reyndu að mynda ríkisstjórn að taka á þessu máli frekar en öðrum málum. En hugur hans væri ljós í þessum efnum. „Þangað til sé ég til þess að þessi hækkun renni ekki í minn vasa,“ sagði forsetinn. Þannig að þú munt láta mismuninn renna eitthvað annað? „Já,“ sagði Guðni og spurði hvort hann þyrfti að tilgreina hvert. „Á ég að vera einhver móðir Theresa hérna sem gortar sig af því,“ spurði Guðni þegar hann var spurður nánar út í hvert hann myndi láta fjármunina renna. Forsetinn hefði ákveðin völd og verksvið en það sé ekki hans að segja Alþingi fyrir verkum. „Ég vil vanda mig. Ég er nýr í þessu embætti og ég er ekki endilega viss um að það væri til þess að þoka góðum málum áfram að ég fari að reyna að segja þingheimi fyrir verkum í þessu eða öðru,“ sagði forsetinn.Fjármálaráðherra þykir hækkunin mikil Það má hins vegar telja fullvíst að ákvörðun kjararáðs verði tekinn fyrir þegar Alþingi kemur saman á ný. Formaður Sjálfstæðisflokks segir vel koma til greina að Alþingi breyt ákvörðun kjararáðs. „Ég hef fullan skilning á því að fólki þyki þetta vera úr öllum takti við það sem hefur verið að gerast í kjaramálum í landinu á undanförnum misserum,“ sagði Bjarni. Komi til þess að þingið grípi inn í verði fundin varanleg lausn enda hafi hann lagt fram frumvarp til að breyta lögum um kjararáð. Þar ættu eingöngu þeir að vera sem ekki gætu samið um sín kjör sjálfir. Þá þurfi að skoða viðmiðanir við laun annarra hópa. Ljóst er að launahækkun til þingmanna og ráðherra upp á allt að 75 prósent og forseta upp á 20 prósent auðveldar ekki stöðuna á vinnumarkaði þar sem liggur fyrir að reyna að ná samkomulagi um lífeyrismál til að bjarga SALEK samkomulaginu.Er ekki ljóst að það er mikið í húfi og kjarasamningar í landinu kannski allir í uppnámi ef ekki er brugðist við þessum miklu hækkunum á einu bretti, en nú þegar hafa lífeyrismálin stefnt samningum í hættu? „Jú það má kannski spyrja að því ef orðið verður við kröfum um að þingið grípi inn í, hvort við getum þá á sama tíma náð sátt um lausn lífeyrismálanna,“ sagði Bjarni.Finnst þér þetta ekki mikið stökk í einu lagi? Jafnvel þótt hægt sé að færa einhver rök fyrir því, sem ekki hefur verið gert að hálfu kjararáðs, er þá hækkun um 45 prósent og jafnvel meira en það mikil í einu stökki? „Jú, þetta er mjög mikil hækkun og hún þarfnast mikilla útskýringa. Og það er ekki víst að hún gangi upp,“ sagði Bjarni Benediktsson. Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Forseti Íslands segist ekki hafa vitað af launahækkun sem kjararáð úrskurðaði honum né óskað eftir og hann þyrfti heldur ekki á henni að halda. Hann muni láta hækkunina fara góðra mála gengi hún eftir en hann myndi og hann myndi sætta sig fullkomlega við það að Alþingi drægi launahækkunina til baka. Með ákvörðun kjararáðs á kjördag um hækkun launa þingmanna, ráðherra og forseta Íslands hækka laun forsetans um 20 prósent og verða 2.895.000 krónur á mánuði.Ætlar þú að taka þeirri launahækkun og hvernig líst þér á þessa ákvörðun kjararáðs sem er að valda mikilli úlfúð í þjóðfélaginu? „Ég bað ekki um þessa kauphækkun. Ég vissi ekki af þessari kauphækkun. Ég þarf ekki þessa kauphækkun. Margir þingmenn hafa lýst andúð sinni á þessari ákvörðun kjararáðs. Ég vænti þess að þingið vindi þá ofan af þessari ákvörðun. Taki málin í sínar hendur og ég myndi sætta mig fullkomlega við þá niðurstöðu sem fengist að því loknu,“ sagði Guðni. Það væri hins vegar ekki í hans verkahring að beina því til þeirra sem nú reyndu að mynda ríkisstjórn að taka á þessu máli frekar en öðrum málum. En hugur hans væri ljós í þessum efnum. „Þangað til sé ég til þess að þessi hækkun renni ekki í minn vasa,“ sagði forsetinn. Þannig að þú munt láta mismuninn renna eitthvað annað? „Já,“ sagði Guðni og spurði hvort hann þyrfti að tilgreina hvert. „Á ég að vera einhver móðir Theresa hérna sem gortar sig af því,“ spurði Guðni þegar hann var spurður nánar út í hvert hann myndi láta fjármunina renna. Forsetinn hefði ákveðin völd og verksvið en það sé ekki hans að segja Alþingi fyrir verkum. „Ég vil vanda mig. Ég er nýr í þessu embætti og ég er ekki endilega viss um að það væri til þess að þoka góðum málum áfram að ég fari að reyna að segja þingheimi fyrir verkum í þessu eða öðru,“ sagði forsetinn.Fjármálaráðherra þykir hækkunin mikil Það má hins vegar telja fullvíst að ákvörðun kjararáðs verði tekinn fyrir þegar Alþingi kemur saman á ný. Formaður Sjálfstæðisflokks segir vel koma til greina að Alþingi breyt ákvörðun kjararáðs. „Ég hef fullan skilning á því að fólki þyki þetta vera úr öllum takti við það sem hefur verið að gerast í kjaramálum í landinu á undanförnum misserum,“ sagði Bjarni. Komi til þess að þingið grípi inn í verði fundin varanleg lausn enda hafi hann lagt fram frumvarp til að breyta lögum um kjararáð. Þar ættu eingöngu þeir að vera sem ekki gætu samið um sín kjör sjálfir. Þá þurfi að skoða viðmiðanir við laun annarra hópa. Ljóst er að launahækkun til þingmanna og ráðherra upp á allt að 75 prósent og forseta upp á 20 prósent auðveldar ekki stöðuna á vinnumarkaði þar sem liggur fyrir að reyna að ná samkomulagi um lífeyrismál til að bjarga SALEK samkomulaginu.Er ekki ljóst að það er mikið í húfi og kjarasamningar í landinu kannski allir í uppnámi ef ekki er brugðist við þessum miklu hækkunum á einu bretti, en nú þegar hafa lífeyrismálin stefnt samningum í hættu? „Jú það má kannski spyrja að því ef orðið verður við kröfum um að þingið grípi inn í, hvort við getum þá á sama tíma náð sátt um lausn lífeyrismálanna,“ sagði Bjarni.Finnst þér þetta ekki mikið stökk í einu lagi? Jafnvel þótt hægt sé að færa einhver rök fyrir því, sem ekki hefur verið gert að hálfu kjararáðs, er þá hækkun um 45 prósent og jafnvel meira en það mikil í einu stökki? „Jú, þetta er mjög mikil hækkun og hún þarfnast mikilla útskýringa. Og það er ekki víst að hún gangi upp,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira