Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna er mætt til fundar við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins í Ráðherrabústaðnum.
Bjarni boðaði hana á fund sinn nú klukkan 10 en hann fundaði með Sigurði Inga Jóhannssyni formanni Framsóknarflokksins síðdegis í gær.
Í dag mun Bjarni funda með öllum leiðtogum stjórnmálaflokkanna sem náðu mönnum inn á þing í kjölfar þess að hann fékk stjórnarmyndunarumboðið frá Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands í gær.
Ýmsir sjálfstæðismenn hafa gefið ríkisstjórnarsamstarfi Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins mjög undir fótinn seinustu daga en Katrín hefur ítrekað svarað því að mjög langt væri á milli þessara tveggja flokka málefnalega og lítið gefið fyrir mögulegt samstarf flokkanna. Bjarni hefur hins vegar ekki útilokað neitt.
