Sjóðheit Ólafía Þórunn með þriggja högga forskot á toppnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2016 13:30 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir í Abú Dabí í dag. Vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, er heldur betur að stimpla sig inn í hóp atvinnukylfinga á LET Evrópumótaröðinni en hún er í efsta sæti eftir tvo daga á Fatima Bint Mubarak mótinu í Abú Dabí. Við erum ekki að tala um neitt smámót heldur mót á á sterkustu mótaröð Evrópu. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir kann greinilega afar vel við sig í hitanum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og spilamennska hennar þessa fyrstu tvo daga er löngu orðin söguleg. Ólafía Þórunn spilaði holurnar átján á 66 höggum eða sex höggum undir pari. Hún fékk sjö fugla, einn skolla en hún náði fugli á lokaholunni. Mótshaldarar skráðu það fyrst sem örn en það var ekki rétt. Ólafía Þórunn hefur þar með spilað tvo fyrstu hringina óaðfinnanlega og hún hefur nú þriggja högga forskot þegar mótið er hálfnað. Ólafía Þórunn byrjaði daginn á seinni nýju holunum og fékk hún þrjá fugla á fyrstu fimm holum dagsins eða holum ellefu, þrettán og fjórtán. Hún paraði síðan fjórar holur í röð. Ólafía byrjaði seinni hlutann einnig frábærlega þegar hún fékk fugla á fyrstu tveimur holum hans sem voru hola eitt og tvö. Ólafía Þórunn fékk skolla á holu þrjú en vann það til baka með því að fá fugl á sjöundu holunni. Ólafía Þórunn sýndi mátt sinn á lokaholunni þegar hún fékk sjöunda fugl dagsins. Stórbrotinn endir á stórkostlegum degi. Ólafía Þórunn lék fyrsta hringinn í gær á sjö höggum undir pari sem skilaði henni efsta sætinu. Það var í fyrsta sinn sem íslenskur kylfingur er í forystu á svo stóru golfmóti en Ólafía lék það síðan eftir í dag. Gwladys Nocera frá Frakklandi spilaði mjög vel í dag og var um tíma búin að jafna Ólafíu. Hún tapaði hinsvegar höggi á lokaholunni og er því á tíu höggum undir pari. Nocera er í öðru sæti ásamt Georgiu Hall frá Englandi, Beth Allen frá Bandaríkjunum og Holly Clyburn frá Englandi. Þær hafa allar spila fyrstu 36 holurnar á tíu höggum undir pari. Þetta hefur verið sögulegt ár hjá Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur sem setti meðal annars nýtt mótsmet þegar hún vann Íslandsmeistaratitilinn með því að spila á ellefu höggum undir pari. Það gæti orðið enn sögulegri takist henni að vinna sér þátttökurétt á LGPA-mótaröðinni í Bandaríkjunum. Fyrst á dagskrá er aftur að klára tvo síðustu hringina í Abú Dabí og þar er hún til alls líkleg eftir stórkostlega spilamennsku tvo fyrstu dagana.Hér má fylgjast með stöðunni í mótinu. Golf Tengdar fréttir Ólafía Þórunn byrjar frábærlega í Abu Dhabi Atvinnukylfingurinn spilaði fyrsta hringinn í Abu Dhabi á sjö höggum undir pari. 2. nóvember 2016 09:58 Ólafía Þórunn í toppsætinu eftir fyrsta hring í Abú Dabí: Til heiðurs frænku hennar Ólafía Þórunn Kristinsdóttir spilaði frábærlega á fyrsta keppnisdegi á sterku móti á LET Evrópumótaröð kvenna sem fram fer í Abú Dabí. Hún er í efsta sæti eftir fyrsta hringinn en íslenskur kylfingur hefur aldrei áður staðið í þessum sporum á móti í þessum styrkleikaflokki. 2. nóvember 2016 14:10 Ólafía Þórunn í beinni á Golfstöðinni Sýnt beint frá síðustu þremur keppnisdögunum á Fatima Bint Mubarak Ladies Open. 2. nóvember 2016 16:27 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, er heldur betur að stimpla sig inn í hóp atvinnukylfinga á LET Evrópumótaröðinni en hún er í efsta sæti eftir tvo daga á Fatima Bint Mubarak mótinu í Abú Dabí. Við erum ekki að tala um neitt smámót heldur mót á á sterkustu mótaröð Evrópu. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir kann greinilega afar vel við sig í hitanum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og spilamennska hennar þessa fyrstu tvo daga er löngu orðin söguleg. Ólafía Þórunn spilaði holurnar átján á 66 höggum eða sex höggum undir pari. Hún fékk sjö fugla, einn skolla en hún náði fugli á lokaholunni. Mótshaldarar skráðu það fyrst sem örn en það var ekki rétt. Ólafía Þórunn hefur þar með spilað tvo fyrstu hringina óaðfinnanlega og hún hefur nú þriggja högga forskot þegar mótið er hálfnað. Ólafía Þórunn byrjaði daginn á seinni nýju holunum og fékk hún þrjá fugla á fyrstu fimm holum dagsins eða holum ellefu, þrettán og fjórtán. Hún paraði síðan fjórar holur í röð. Ólafía byrjaði seinni hlutann einnig frábærlega þegar hún fékk fugla á fyrstu tveimur holum hans sem voru hola eitt og tvö. Ólafía Þórunn fékk skolla á holu þrjú en vann það til baka með því að fá fugl á sjöundu holunni. Ólafía Þórunn sýndi mátt sinn á lokaholunni þegar hún fékk sjöunda fugl dagsins. Stórbrotinn endir á stórkostlegum degi. Ólafía Þórunn lék fyrsta hringinn í gær á sjö höggum undir pari sem skilaði henni efsta sætinu. Það var í fyrsta sinn sem íslenskur kylfingur er í forystu á svo stóru golfmóti en Ólafía lék það síðan eftir í dag. Gwladys Nocera frá Frakklandi spilaði mjög vel í dag og var um tíma búin að jafna Ólafíu. Hún tapaði hinsvegar höggi á lokaholunni og er því á tíu höggum undir pari. Nocera er í öðru sæti ásamt Georgiu Hall frá Englandi, Beth Allen frá Bandaríkjunum og Holly Clyburn frá Englandi. Þær hafa allar spila fyrstu 36 holurnar á tíu höggum undir pari. Þetta hefur verið sögulegt ár hjá Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur sem setti meðal annars nýtt mótsmet þegar hún vann Íslandsmeistaratitilinn með því að spila á ellefu höggum undir pari. Það gæti orðið enn sögulegri takist henni að vinna sér þátttökurétt á LGPA-mótaröðinni í Bandaríkjunum. Fyrst á dagskrá er aftur að klára tvo síðustu hringina í Abú Dabí og þar er hún til alls líkleg eftir stórkostlega spilamennsku tvo fyrstu dagana.Hér má fylgjast með stöðunni í mótinu.
Golf Tengdar fréttir Ólafía Þórunn byrjar frábærlega í Abu Dhabi Atvinnukylfingurinn spilaði fyrsta hringinn í Abu Dhabi á sjö höggum undir pari. 2. nóvember 2016 09:58 Ólafía Þórunn í toppsætinu eftir fyrsta hring í Abú Dabí: Til heiðurs frænku hennar Ólafía Þórunn Kristinsdóttir spilaði frábærlega á fyrsta keppnisdegi á sterku móti á LET Evrópumótaröð kvenna sem fram fer í Abú Dabí. Hún er í efsta sæti eftir fyrsta hringinn en íslenskur kylfingur hefur aldrei áður staðið í þessum sporum á móti í þessum styrkleikaflokki. 2. nóvember 2016 14:10 Ólafía Þórunn í beinni á Golfstöðinni Sýnt beint frá síðustu þremur keppnisdögunum á Fatima Bint Mubarak Ladies Open. 2. nóvember 2016 16:27 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Sjá meira
Ólafía Þórunn byrjar frábærlega í Abu Dhabi Atvinnukylfingurinn spilaði fyrsta hringinn í Abu Dhabi á sjö höggum undir pari. 2. nóvember 2016 09:58
Ólafía Þórunn í toppsætinu eftir fyrsta hring í Abú Dabí: Til heiðurs frænku hennar Ólafía Þórunn Kristinsdóttir spilaði frábærlega á fyrsta keppnisdegi á sterku móti á LET Evrópumótaröð kvenna sem fram fer í Abú Dabí. Hún er í efsta sæti eftir fyrsta hringinn en íslenskur kylfingur hefur aldrei áður staðið í þessum sporum á móti í þessum styrkleikaflokki. 2. nóvember 2016 14:10
Ólafía Þórunn í beinni á Golfstöðinni Sýnt beint frá síðustu þremur keppnisdögunum á Fatima Bint Mubarak Ladies Open. 2. nóvember 2016 16:27