Útganga Breta í uppnámi Guðsteinn Bjarnason skrifar 4. nóvember 2016 07:00 Fjárfestirinn Gina Miller, sem höfðaði málið gegn bresku stjórninni, gengur ásamt fylgdarliði sinu út úr dómshúsinu í London í gær eftir að hafa borið sigur úr býtum. Nordicphotos/AFP Dómstóll í London komst í gær að þeirri niðurstöðu að breska þingið fari með ákvörðunarvald um það hvort Bretland segi sig úr Evrópusambandinu. Ríkisstjórn Bretlands geti ekki upp á sitt eindæmi virkjað 50. grein Lissabonsáttmála Evrópusambandsins, jafnvel þótt breska þjóðin hafi samþykkt útgöngu í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 23. júní síðastliðinn. Ríkisstjórn Theresu May og Íhaldsflokksins sagði úrskurðinn valda vonbrigðum, en honum verði áfrýjað til hæstaréttar. Þegar hefur verið gefið út að hæstiréttur muni kveða upp úrskurð í þessu máli 7. desember næstkomandi. „Þjóðin kaus að yfirgefa Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu sem hafði samþykki í lögum frá þinginu,“ segir í yfirlýsingu stjórnarinnar. „Og stjórnin er staðráðin í að virða niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar.” May hefur sagt stefnt að því að virkja útgönguákvæði Lissabonsamningsins, 50. greinina, í mars á næsta ári. Fari svo að hæstiréttur staðfesti dómsúrskurðinn þá þarf stjórnin hins vegar að spyrja þingið, en engan veginn er ljóst hvort meirihluti sé á þingi fyrir útgöngu. Breska pundið tók dálítinn kipp við tíðindin, hækkaði um 1,4 prósent gagnvart bæði evru og dollar. Gengi pundsins hefur hríðlækkað eftir að þjóðin samþykkti útgöngu úr ESB í júní síðastliðnum. Evrópuandstæðingurinn Nigel Farage, fráfarandi leiðtogi breska UKIP-flokksins, sagðist hins vegar í gær vera farinn að hafa verulegar áhyggjur. Hætta sé á því að breskir þingmenn muni svíkja kjósendur, sem samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu í sumar að Bretland ætti að ganga úr Evrópusambandinu. „Við erum að stefna í hálfa útgöngu,“ sagði hann í útvarpsviðtali í gær. Sjálfur ætli hann hins vegar að halda ótrauður áfram baráttu sinni gegn aðild Bretlands að Evrópusambandinu: „Ég er ekkert að fara að hverfa. Ef við höfum ekki farið úr ESB vorið 2019 þá myndi ég þurfa að helga allan tíma minn baráttunni á ný.” Hann sagði af sér formennsku í flokknum í sumar, eftir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar, enda hafði hann þá náð fram helsta baráttumáli sínu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Brexit Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Eiríkur um Brexit-dóminn: „Þetta er alger „game-changer““ Eiríkur Bergmann segir að það sem mestu máli skipti sé að breska þingið er fullvaldurinn og þingmenn verða ekki háðir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. 3. nóvember 2016 13:28 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sjá meira
Dómstóll í London komst í gær að þeirri niðurstöðu að breska þingið fari með ákvörðunarvald um það hvort Bretland segi sig úr Evrópusambandinu. Ríkisstjórn Bretlands geti ekki upp á sitt eindæmi virkjað 50. grein Lissabonsáttmála Evrópusambandsins, jafnvel þótt breska þjóðin hafi samþykkt útgöngu í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 23. júní síðastliðinn. Ríkisstjórn Theresu May og Íhaldsflokksins sagði úrskurðinn valda vonbrigðum, en honum verði áfrýjað til hæstaréttar. Þegar hefur verið gefið út að hæstiréttur muni kveða upp úrskurð í þessu máli 7. desember næstkomandi. „Þjóðin kaus að yfirgefa Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu sem hafði samþykki í lögum frá þinginu,“ segir í yfirlýsingu stjórnarinnar. „Og stjórnin er staðráðin í að virða niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar.” May hefur sagt stefnt að því að virkja útgönguákvæði Lissabonsamningsins, 50. greinina, í mars á næsta ári. Fari svo að hæstiréttur staðfesti dómsúrskurðinn þá þarf stjórnin hins vegar að spyrja þingið, en engan veginn er ljóst hvort meirihluti sé á þingi fyrir útgöngu. Breska pundið tók dálítinn kipp við tíðindin, hækkaði um 1,4 prósent gagnvart bæði evru og dollar. Gengi pundsins hefur hríðlækkað eftir að þjóðin samþykkti útgöngu úr ESB í júní síðastliðnum. Evrópuandstæðingurinn Nigel Farage, fráfarandi leiðtogi breska UKIP-flokksins, sagðist hins vegar í gær vera farinn að hafa verulegar áhyggjur. Hætta sé á því að breskir þingmenn muni svíkja kjósendur, sem samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu í sumar að Bretland ætti að ganga úr Evrópusambandinu. „Við erum að stefna í hálfa útgöngu,“ sagði hann í útvarpsviðtali í gær. Sjálfur ætli hann hins vegar að halda ótrauður áfram baráttu sinni gegn aðild Bretlands að Evrópusambandinu: „Ég er ekkert að fara að hverfa. Ef við höfum ekki farið úr ESB vorið 2019 þá myndi ég þurfa að helga allan tíma minn baráttunni á ný.” Hann sagði af sér formennsku í flokknum í sumar, eftir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar, enda hafði hann þá náð fram helsta baráttumáli sínu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Eiríkur um Brexit-dóminn: „Þetta er alger „game-changer““ Eiríkur Bergmann segir að það sem mestu máli skipti sé að breska þingið er fullvaldurinn og þingmenn verða ekki háðir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. 3. nóvember 2016 13:28 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sjá meira
Eiríkur um Brexit-dóminn: „Þetta er alger „game-changer““ Eiríkur Bergmann segir að það sem mestu máli skipti sé að breska þingið er fullvaldurinn og þingmenn verða ekki háðir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. 3. nóvember 2016 13:28
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“