Aduriz er 35 ára gamall og varð með þessu elsti leikmaðurinn sem nær að skora fimm mörk í einum Evrópuleik.
Aduriz bætti met Sovétmannsins Eduard Markarov sem var 33 ára þegar hann skoraði fimm mörk fyrir Ararat Yerevan í 9-1 sigri á Anorthosis Famagusta frá Kýpur í Evrópukeppni bikarhafa 1975-76.
Aritz Aduriz er 36. leikmaðurinn sem skorar fimm mörk í einum og sama Evrópuleiknum en sá fyrsti frá því að Luiz Adriano skoraði fimm fyrir Shakhtar í Meistaradeildinni 2014.
Leikmaður hafði aldrei náð að skora fimm mörk í leik í Evrópudeildinni en síðasta fimman í UEFA-bikarnum var hjá Eldar Hadzimehmedovic árið 2003.
Aritz Aduriz skoraði reyndar þrjú af fimm mörkum sínum úr vítaspyrnum. Hann hefur raðað inn mörkum í Evrópudeildinni undanfarin tvö eða samtals 15 mörk í 18 leikjum.
Aritz Aduriz er fæddur í febrúar 1981 og það styttist því í 36 ára afmælið. Hann er að spila sitt fimmta tímabil með Athletic Bilbao eftir að hafa komið til liðsins 31 árs gamall.
Aduriz hefur skoraði 5 mörk í 9 fyrstu leikjunum í spænsku deildinni á þessu tímabili en hann var með 20 mörk í 34 leikjum í deildinni á síðustu leiktíð.
