Króatíska liðið er í 16. sæti heimslista FIFA, fimm sætum fyrir ofan Ísland, en það er gríðarlega vel mannað og þá sérstaklega á miðsvæðinu. Fá lið geta stillt upp jafnsterkri miðju og það króatíska.
Luka Modric og Matteo Kovacic, leikmenn Real Madrid, eru báðir í hópnum sem og Spánarmeistarinn Ivan Rakitic, leikmaður Barcelona. Þá er Mario Mandzukic, framherji Juventus, í hópnum sem og önnur þekkt nöfn á borð við Domagoj Vida, miðvörð, og markvörðinn Danijel Subasic sem leikur með Monaco í Frakklandi.
Ísland og Króatía eru jöfn á toppi riðilsins með sjö stig hvort lið en það lið sem vinnur leikinn verður á toppnum fram yfir áramót þar til kemur að næstu landsleikjum í undankeppninni í mars.
Izbornik Ante Čačić odabrao je igrače za utakmice protiv Islanda i Sjeverne Irske. #BudiPonosan https://t.co/1wzgg65Ts3 pic.twitter.com/DFzlxseYrU
— HNS | CFF (@HNS_CFF) November 4, 2016