Emil Hallfreðsson, leikmaður Udinese á Ítalíu, hefur dregið sig út úr íslenska landsliðshópnum sem mætir Króatíu og Möltu vegna meiðsla.
Í stað hans valdi Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, Aron Elís Þrándarson í hópinn.
Aron, sem er 22 ára, leikur með Aalesund í Noregi. Hann hefur leikið einn A-landsleik fyrir Íslands hönd, gegn Bandaríkjunum fyrr á þessu ári.
Ísland mætir Króatíu í Zagreb í undankeppni HM 2018 12. nóvember. Þremur dögum síðar leikur Ísland vináttulandsleik við Möltu.
Emil ekki með vegna meiðsla | Aron Elís kemur inn í landsliðshópinn
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

Fjögur lið sýnt LeBron áhuga
Körfubolti



Chelsea pakkaði PSG saman
Fótbolti


Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur
Enski boltinn


Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni
Íslenski boltinn

