May vill hnekkja Brexit-dómnum í Hæstarétti Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. nóvember 2016 13:36 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að breska ríkisstjórnin muni reyna að fá nýjum dómi um lögmæti útgöngu Breta úr Evrópusambandinu hnekkt fyrir Hæstarétti Bretlands. Vísir/AFP Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að breska ríkisstjórnin muni reyna að fá nýjum dómi um lögmæti útgöngu Breta úr Evrópusambandinu hnekkt fyrir Hæstarétti Bretlands. Hún segir að bresk stjórnvöld muni virða niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um útgönguna, sem oft er kölluð Brexit, frá því í sumar.May skrifar grein í blaðið The Telegraph um helgina þar sem hún bregst við dómi yfirréttar í Englandi um lögmæti Brexit. Þetta eru fyrstu viðbrögð forsætisráðherrans við dómnum sem felur í sér að bresk stjórnvöld geti ekki virkjað 50. gr. Lissabon-sáttmálans og hafið formlegt útgönguferli úr Evrópusambandinu þrátt fyrir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar í sumar, án þess að breska þjóðþingið samþykki það áður. May segir í grein sinni að breska þingið hafi samþykkt að halda þjóðaratkvæðagreiðsluna og þar með skuldbundið sig til að virða niðurstöðu hennar. Það hafi verið niðurstaða meirihluta Breta að segja sig úr Evrópusambandinu en 52 prósent þeirra sem greiddu atkvæði kusu með Brexit og bresk stjórnvöld muni virða niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Breska ríkisstjórnin hefur þegar áfrýjað dómnum til Hæstaréttar Bretlands. May segir í grein sinni í Telegraph að prinsipp lýðræðisins hangi á línunni og að Bretar verði að hverfa frá átökum fortíðar, standa saman og notfæra sér tækifærið sem útgangan úr Evrópusambandinu feli í sér. Hún vísar því jafnframt á bug að Brexit sé afturhvarf til fortíðar því opin og metnaðarfull framtíð bíði Breta. Búist er við að Hæstiréttur Bretlands dæmi í málinu í janúar næstkomandi. Bresk stjórnvöld höfðu áður ráðgert að hefja úrsagnarferlið formlega í lok mars 2017. Brexit Tengdar fréttir Breskir þingmenn í bobba Samkvæmt dómsúrskurði frá því á fimmtudag fer breska þingið eitt með ákvörðunarvald um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu. 5. nóvember 2016 07:00 Eiríkur um Brexit-dóminn: „Þetta er alger „game-changer““ Eiríkur Bergmann segir að það sem mestu máli skipti sé að breska þingið er fullvaldurinn og þingmenn verða ekki háðir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. 3. nóvember 2016 13:28 Brexit: Breska stjórnin þarf samþykki þings áður en 50. greinin er virkjuð Breska ríkisstjórnin getur ekki virkjað 50. grein Lissabon-sáttmálans upp á sitt einsdæmi. 3. nóvember 2016 10:24 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að breska ríkisstjórnin muni reyna að fá nýjum dómi um lögmæti útgöngu Breta úr Evrópusambandinu hnekkt fyrir Hæstarétti Bretlands. Hún segir að bresk stjórnvöld muni virða niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um útgönguna, sem oft er kölluð Brexit, frá því í sumar.May skrifar grein í blaðið The Telegraph um helgina þar sem hún bregst við dómi yfirréttar í Englandi um lögmæti Brexit. Þetta eru fyrstu viðbrögð forsætisráðherrans við dómnum sem felur í sér að bresk stjórnvöld geti ekki virkjað 50. gr. Lissabon-sáttmálans og hafið formlegt útgönguferli úr Evrópusambandinu þrátt fyrir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar í sumar, án þess að breska þjóðþingið samþykki það áður. May segir í grein sinni að breska þingið hafi samþykkt að halda þjóðaratkvæðagreiðsluna og þar með skuldbundið sig til að virða niðurstöðu hennar. Það hafi verið niðurstaða meirihluta Breta að segja sig úr Evrópusambandinu en 52 prósent þeirra sem greiddu atkvæði kusu með Brexit og bresk stjórnvöld muni virða niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Breska ríkisstjórnin hefur þegar áfrýjað dómnum til Hæstaréttar Bretlands. May segir í grein sinni í Telegraph að prinsipp lýðræðisins hangi á línunni og að Bretar verði að hverfa frá átökum fortíðar, standa saman og notfæra sér tækifærið sem útgangan úr Evrópusambandinu feli í sér. Hún vísar því jafnframt á bug að Brexit sé afturhvarf til fortíðar því opin og metnaðarfull framtíð bíði Breta. Búist er við að Hæstiréttur Bretlands dæmi í málinu í janúar næstkomandi. Bresk stjórnvöld höfðu áður ráðgert að hefja úrsagnarferlið formlega í lok mars 2017.
Brexit Tengdar fréttir Breskir þingmenn í bobba Samkvæmt dómsúrskurði frá því á fimmtudag fer breska þingið eitt með ákvörðunarvald um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu. 5. nóvember 2016 07:00 Eiríkur um Brexit-dóminn: „Þetta er alger „game-changer““ Eiríkur Bergmann segir að það sem mestu máli skipti sé að breska þingið er fullvaldurinn og þingmenn verða ekki háðir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. 3. nóvember 2016 13:28 Brexit: Breska stjórnin þarf samþykki þings áður en 50. greinin er virkjuð Breska ríkisstjórnin getur ekki virkjað 50. grein Lissabon-sáttmálans upp á sitt einsdæmi. 3. nóvember 2016 10:24 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Breskir þingmenn í bobba Samkvæmt dómsúrskurði frá því á fimmtudag fer breska þingið eitt með ákvörðunarvald um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu. 5. nóvember 2016 07:00
Eiríkur um Brexit-dóminn: „Þetta er alger „game-changer““ Eiríkur Bergmann segir að það sem mestu máli skipti sé að breska þingið er fullvaldurinn og þingmenn verða ekki háðir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. 3. nóvember 2016 13:28
Brexit: Breska stjórnin þarf samþykki þings áður en 50. greinin er virkjuð Breska ríkisstjórnin getur ekki virkjað 50. grein Lissabon-sáttmálans upp á sitt einsdæmi. 3. nóvember 2016 10:24