Bjarni fundaði með Óttari og Benedikt í kvöld Höskuldur Kári Schram og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 7. nóvember 2016 20:05 Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins fundaði með Óttari Proppé formanni Bjartrar framtíðar og Benedikt Jóhannessyni formanni Viðreisnar fyrr í kvöld. Þetta staðfestir Svanhildur Hólm Valsdóttir aðstoðarmaður Bjarna í samtali við Vísi en fyrst var greint frá fundinum á vef RÚV. Fundur þremenninganna stóð í rúman klukkutíma en ekki eru neinar formlegar stjórnarmyndunarviðræður hafnar eftir því sem Vísir kemst næst. Bjarni upplýsti Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands í síma í gær um stöðu mála. Bjarni fékk stjórnarmyndunarumboðið á miðvikudag í síðustu viku og hefur síðan þá talað óformlega við forystumenn allra flokka á þingi. Bjarni sagðist á fimmtudag ætla að hugsa um málið yfir helgina og vonaðist til þess að hægt yrði að hefja formlegar viðræður fljótlega í þessari viku. Helst er horft til þess að sjálfstæðismenn myndi ríkisstjórn með Bjartri framtíð og Viðreisn og mögulega einum flokki til viðbótar. Viðreisn og Björt framtíð hafa hafnað að ganga inn í ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðismanna og Framsóknar, og það sama á við um Vinstri græn. Heimildir fréttastofa herma ennfremur að töluvert sé um þreifingar milli flokka en allt bendir þó til þess að Bjarni sé enn að hugsa málið og meta stöðuna. Innan Sjálfstæðisflokks hafa menn verið að horfa til Vinstri grænna en flokkarnir tveir hafa samtals þrjátíu og einn þingmann og þyrftu því að bæta við einum flokki hið minnsta. Katrín Jakobsdóttir hefur hins vegar ítrekað sagt að hún vilji fyrst láta reyna á samstarf til vinstri fái hún umboð til stjórnarmyndunar. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bjarni ræddi við Guðna í dag Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins ræddi við Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands í síma í dag en ekki fást upplýsingar um hvað þeir ræddu. 6. nóvember 2016 19:51 Eðlilegt að Bjarni skili stjórnarmyndunarumboðinu ef honum tekst ekki að mynda meirihluta Dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að fréttir af stjórnarmyndunarviðræðum ættu að berast á allra næstu dögum. 7. nóvember 2016 19:25 Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins fundaði með Óttari Proppé formanni Bjartrar framtíðar og Benedikt Jóhannessyni formanni Viðreisnar fyrr í kvöld. Þetta staðfestir Svanhildur Hólm Valsdóttir aðstoðarmaður Bjarna í samtali við Vísi en fyrst var greint frá fundinum á vef RÚV. Fundur þremenninganna stóð í rúman klukkutíma en ekki eru neinar formlegar stjórnarmyndunarviðræður hafnar eftir því sem Vísir kemst næst. Bjarni upplýsti Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands í síma í gær um stöðu mála. Bjarni fékk stjórnarmyndunarumboðið á miðvikudag í síðustu viku og hefur síðan þá talað óformlega við forystumenn allra flokka á þingi. Bjarni sagðist á fimmtudag ætla að hugsa um málið yfir helgina og vonaðist til þess að hægt yrði að hefja formlegar viðræður fljótlega í þessari viku. Helst er horft til þess að sjálfstæðismenn myndi ríkisstjórn með Bjartri framtíð og Viðreisn og mögulega einum flokki til viðbótar. Viðreisn og Björt framtíð hafa hafnað að ganga inn í ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðismanna og Framsóknar, og það sama á við um Vinstri græn. Heimildir fréttastofa herma ennfremur að töluvert sé um þreifingar milli flokka en allt bendir þó til þess að Bjarni sé enn að hugsa málið og meta stöðuna. Innan Sjálfstæðisflokks hafa menn verið að horfa til Vinstri grænna en flokkarnir tveir hafa samtals þrjátíu og einn þingmann og þyrftu því að bæta við einum flokki hið minnsta. Katrín Jakobsdóttir hefur hins vegar ítrekað sagt að hún vilji fyrst láta reyna á samstarf til vinstri fái hún umboð til stjórnarmyndunar.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bjarni ræddi við Guðna í dag Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins ræddi við Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands í síma í dag en ekki fást upplýsingar um hvað þeir ræddu. 6. nóvember 2016 19:51 Eðlilegt að Bjarni skili stjórnarmyndunarumboðinu ef honum tekst ekki að mynda meirihluta Dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að fréttir af stjórnarmyndunarviðræðum ættu að berast á allra næstu dögum. 7. nóvember 2016 19:25 Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
Bjarni ræddi við Guðna í dag Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins ræddi við Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands í síma í dag en ekki fást upplýsingar um hvað þeir ræddu. 6. nóvember 2016 19:51
Eðlilegt að Bjarni skili stjórnarmyndunarumboðinu ef honum tekst ekki að mynda meirihluta Dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að fréttir af stjórnarmyndunarviðræðum ættu að berast á allra næstu dögum. 7. nóvember 2016 19:25