Framherjaparið fyrir leikinn gegn Króatíu er klárt Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. nóvember 2016 16:15 Heimir Hallgrímsson er búinn að mynda sér skoðun. vísir/ernir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, er búinn að ákveða hvaða tveir leikmenn byrja í framlínu íslenska liðsins gegn Króatíu í leik liðanna í undankeppni HM 2018 á laugardaginn. Þetta kemur fram á fótbolti.net en þar segir Heimir: „Við vorum búnir að því fyrir nokkrum dögum en það væri óeðlilegt að segja frá því.“ Hann gefur ekkert meira upp en það. Mikil meiðslavandræði eru í framlínunni en Alfreð Finnbogason, þriggja marka maður í undankeppninni, er frá vegna meiðsla sem og Kolbeinn Sigþórsson, næst markahæsti leikmaður Íslands frá upphafi. Þá er Björn Bergmann Sigurðarson einnig meiddur en hann kom inn í hópinn fyrir leikina gegn Finnlandi og Tyrklandi eftir fimm ára fjarveru. Jón Daði Böðvarsson verður klárlega í byrjunarliðinu en hann er sá eini af fastamönnum í liðinu sem er heill. Ef litið er til hinna framherjanna þykir Viðar Örn Kjartansson lang líklegastur en markahrókurinn frá Selfossi hefur ekki fengið mörg tækifæri undanfarin misseri. Elías Már Ómarsson og Arnór Smárason eru einnig í hópnum en þá er alltaf möguleiki á að Heimir færi Jóhann Berg Guðmundsson, Birki Bjarnason eða Gylfa Þór Sigurðsson fram með Jóni Daða. Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur 365, fór yfir þessa möguleika í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær en fréttina má sjá í spilaranum hér að neðan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Modric, Rakitic og Kovacic allir með Króatíu gegn Íslandi Króatíski hópurinn sem mætir Íslandi í næsta leik liðanna í undankeppni HM 2018 virkilega sterkur. 4. nóvember 2016 12:17 Heimir: Þetta er okkar stóra tækifæri Heimir Hallgrímsson segir að nú sé tækifæri fyrir íslensku landsliðsmennina að taka völdin í riðli okkar í undankeppni HM 2018. 4. nóvember 2016 11:12 Heimir: Stundum skammast ég mín að heyra hvað ég öskraði inn á völlinn Þjálfarateymi íslenska landsliðsins þarf að passa orðavalið fyrir tómum Maksimir-leikvanginum í Zagreb. 4. nóvember 2016 14:00 „Sumir spila betur ef þeir hugsa þetta sem hefndarför“ Króatía kom í veg fyrir að íslenska landsliðið kæmist á HM í Brasilíu 2014 og íslensku strákarnir fá nú tækifæri til að hefna fyrir tapið í umspilinu þegar þjóðirnar mætast aftur eftir rúma viku. 4. nóvember 2016 13:30 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, er búinn að ákveða hvaða tveir leikmenn byrja í framlínu íslenska liðsins gegn Króatíu í leik liðanna í undankeppni HM 2018 á laugardaginn. Þetta kemur fram á fótbolti.net en þar segir Heimir: „Við vorum búnir að því fyrir nokkrum dögum en það væri óeðlilegt að segja frá því.“ Hann gefur ekkert meira upp en það. Mikil meiðslavandræði eru í framlínunni en Alfreð Finnbogason, þriggja marka maður í undankeppninni, er frá vegna meiðsla sem og Kolbeinn Sigþórsson, næst markahæsti leikmaður Íslands frá upphafi. Þá er Björn Bergmann Sigurðarson einnig meiddur en hann kom inn í hópinn fyrir leikina gegn Finnlandi og Tyrklandi eftir fimm ára fjarveru. Jón Daði Böðvarsson verður klárlega í byrjunarliðinu en hann er sá eini af fastamönnum í liðinu sem er heill. Ef litið er til hinna framherjanna þykir Viðar Örn Kjartansson lang líklegastur en markahrókurinn frá Selfossi hefur ekki fengið mörg tækifæri undanfarin misseri. Elías Már Ómarsson og Arnór Smárason eru einnig í hópnum en þá er alltaf möguleiki á að Heimir færi Jóhann Berg Guðmundsson, Birki Bjarnason eða Gylfa Þór Sigurðsson fram með Jóni Daða. Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur 365, fór yfir þessa möguleika í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær en fréttina má sjá í spilaranum hér að neðan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Modric, Rakitic og Kovacic allir með Króatíu gegn Íslandi Króatíski hópurinn sem mætir Íslandi í næsta leik liðanna í undankeppni HM 2018 virkilega sterkur. 4. nóvember 2016 12:17 Heimir: Þetta er okkar stóra tækifæri Heimir Hallgrímsson segir að nú sé tækifæri fyrir íslensku landsliðsmennina að taka völdin í riðli okkar í undankeppni HM 2018. 4. nóvember 2016 11:12 Heimir: Stundum skammast ég mín að heyra hvað ég öskraði inn á völlinn Þjálfarateymi íslenska landsliðsins þarf að passa orðavalið fyrir tómum Maksimir-leikvanginum í Zagreb. 4. nóvember 2016 14:00 „Sumir spila betur ef þeir hugsa þetta sem hefndarför“ Króatía kom í veg fyrir að íslenska landsliðið kæmist á HM í Brasilíu 2014 og íslensku strákarnir fá nú tækifæri til að hefna fyrir tapið í umspilinu þegar þjóðirnar mætast aftur eftir rúma viku. 4. nóvember 2016 13:30 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Sjá meira
Modric, Rakitic og Kovacic allir með Króatíu gegn Íslandi Króatíski hópurinn sem mætir Íslandi í næsta leik liðanna í undankeppni HM 2018 virkilega sterkur. 4. nóvember 2016 12:17
Heimir: Þetta er okkar stóra tækifæri Heimir Hallgrímsson segir að nú sé tækifæri fyrir íslensku landsliðsmennina að taka völdin í riðli okkar í undankeppni HM 2018. 4. nóvember 2016 11:12
Heimir: Stundum skammast ég mín að heyra hvað ég öskraði inn á völlinn Þjálfarateymi íslenska landsliðsins þarf að passa orðavalið fyrir tómum Maksimir-leikvanginum í Zagreb. 4. nóvember 2016 14:00
„Sumir spila betur ef þeir hugsa þetta sem hefndarför“ Króatía kom í veg fyrir að íslenska landsliðið kæmist á HM í Brasilíu 2014 og íslensku strákarnir fá nú tækifæri til að hefna fyrir tapið í umspilinu þegar þjóðirnar mætast aftur eftir rúma viku. 4. nóvember 2016 13:30