Oddviti Pírata í NA segir ólíklegt að flokkurinn nái inn í ríkisstjórn Sveinn Arnarsson skrifar 30. október 2016 00:45 Einar Brynjólfsson, oddviti Pírata í norðausturkjördæmi, er ánægður með þær fyrstu tölur sem komnar eru í hús. Segir hann Pírata vera að þrefalda fylgi sitt frá því í síðustu kosningum samkvæmt þessu. Flokkurinn hefur þó dalað mikið á síðustu dögum og er að fá mun minna fylgi upp úr kjörkössunum en flokkurinn mældist með. „Nei, við hefðum viljað gjarnan viljað annan mann inn hér í norðausturkjörsdæmi og vonandi verður það þannig þegar líður á nóttunum. Þetta er stóra prófið og þessi könnun er sú sem gildir,“ segir Einar. Píratar boðuðu minnihlutaflokkana á þingi til samtals um myndun ríkisstjórnar fyrir kosningar. Hefur sú ákvörðun þeirra verið nokkuð gagnrýnd. Einar, sem var einn þriggja Pírata sem hafði umboð flokksins til stjórnarmyndunarviðræðna, segir þessar viðræður ekki hafa skaðað flokkinn. „Ég held ekki, og það sést á því að Vinstri græn, sem fór með okkur í þessar viðræður, virðast ná góðri kosningu. Ég held að það hafi ekki verið til að gera ástandið verra fyrir okkurm“ segir Einar. Einar játar þó að úr þessu verði mjög erfitt fyrir Pírata að mynda ríkisstjórn og er líklegt úr þessu að flokkurinn verð í stjórnarandstöðu á næsta kjörtímabili. „Það verður ansi erfitt, ég á eftir að leggja þetta saman en mér sýnist það geta orðið erfitt,“ segir Einar um myndun ríkisstjórnar með Pírötum. Hann nefnir að loforð flokksins um að ganga ekki til samstarfs við fyrri ríkisstjórn muni standa. „Við stöndum við okkar orð, við munum ekki mynda stjórn með Sjálfstæðisflokk eða Framsóknarflokkog það stendur enn að sjálfsögðu. Kosningar 2016 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
Einar Brynjólfsson, oddviti Pírata í norðausturkjördæmi, er ánægður með þær fyrstu tölur sem komnar eru í hús. Segir hann Pírata vera að þrefalda fylgi sitt frá því í síðustu kosningum samkvæmt þessu. Flokkurinn hefur þó dalað mikið á síðustu dögum og er að fá mun minna fylgi upp úr kjörkössunum en flokkurinn mældist með. „Nei, við hefðum viljað gjarnan viljað annan mann inn hér í norðausturkjörsdæmi og vonandi verður það þannig þegar líður á nóttunum. Þetta er stóra prófið og þessi könnun er sú sem gildir,“ segir Einar. Píratar boðuðu minnihlutaflokkana á þingi til samtals um myndun ríkisstjórnar fyrir kosningar. Hefur sú ákvörðun þeirra verið nokkuð gagnrýnd. Einar, sem var einn þriggja Pírata sem hafði umboð flokksins til stjórnarmyndunarviðræðna, segir þessar viðræður ekki hafa skaðað flokkinn. „Ég held ekki, og það sést á því að Vinstri græn, sem fór með okkur í þessar viðræður, virðast ná góðri kosningu. Ég held að það hafi ekki verið til að gera ástandið verra fyrir okkurm“ segir Einar. Einar játar þó að úr þessu verði mjög erfitt fyrir Pírata að mynda ríkisstjórn og er líklegt úr þessu að flokkurinn verð í stjórnarandstöðu á næsta kjörtímabili. „Það verður ansi erfitt, ég á eftir að leggja þetta saman en mér sýnist það geta orðið erfitt,“ segir Einar um myndun ríkisstjórnar með Pírötum. Hann nefnir að loforð flokksins um að ganga ekki til samstarfs við fyrri ríkisstjórn muni standa. „Við stöndum við okkar orð, við munum ekki mynda stjórn með Sjálfstæðisflokk eða Framsóknarflokkog það stendur enn að sjálfsögðu.
Kosningar 2016 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira