Formaður Alþýðufylkingarinnar ánægður með 0,2 prósent atkvæða Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. október 2016 02:09 Þorvaldur Þorvaldsson, formaður Alþýðufylkingarinnar, á kjörstað í morgun. Vísir/Þórhildur Þorvaldur Þorvaldsson, formaður Alþýðufylkingarinnar, segist ekki geta verið annað en sáttur með það fylgi sem flokkurinn hefur nú fengið, eða 0,2 prósent atkvæða. Fyrst og fremst sé hann ánægður með þá athygli sem flokkurinn hefur fengið að undanförnu, enda hafi eitt af markmiðunum verið að koma áherslumálunum á framfæri. „Ég held að fylgið sé hærra en síðast. Við höfum náð verulegum árangri í þessari kosningabaráttu og ég held að það séu margar praktískar ástæður fyrir því að fylgið skili sér ekki í samræmi við það. Ég veit líka að það var talsvert af fólki sem hefði helst viljað kjósa okkur en gerði það ekki af einhverjum ástæðum,“ segir Þorvaldur í samtali við Vísi. Þorvaldur segist hafa fengið afar góð viðbrögð frá fjölda fólks síðustu vikur. „Við höfum fengið slatta af nýjum félögum og í raun og veru lítum við á þetta sem áframhaldandi lyftistöng. Við hugsum ekki bara um einar kosningar og segjum bara búið spil. Við munum halda áfram strax á morgun,“ segir hann. „Markmið okkar er að breyta samfélaginu. Eitt af því sem hefur nú þegar gerst er að þeim fjölgar gríðarlega sem þekkja okkar sjónarmið. Okkar stefna er í raun og veru sú eina sem getur leitt til samfélagsbreytinga sem meirihluti þjóðarinnar vill.“ Þorvaldur segist ætla að halda ótrauður áfram. Næst muni flokkurinn bjóða sig fram í sveitarstjórnarkosningum. Kosningar 2016 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Þorvaldur Þorvaldsson, formaður Alþýðufylkingarinnar, segist ekki geta verið annað en sáttur með það fylgi sem flokkurinn hefur nú fengið, eða 0,2 prósent atkvæða. Fyrst og fremst sé hann ánægður með þá athygli sem flokkurinn hefur fengið að undanförnu, enda hafi eitt af markmiðunum verið að koma áherslumálunum á framfæri. „Ég held að fylgið sé hærra en síðast. Við höfum náð verulegum árangri í þessari kosningabaráttu og ég held að það séu margar praktískar ástæður fyrir því að fylgið skili sér ekki í samræmi við það. Ég veit líka að það var talsvert af fólki sem hefði helst viljað kjósa okkur en gerði það ekki af einhverjum ástæðum,“ segir Þorvaldur í samtali við Vísi. Þorvaldur segist hafa fengið afar góð viðbrögð frá fjölda fólks síðustu vikur. „Við höfum fengið slatta af nýjum félögum og í raun og veru lítum við á þetta sem áframhaldandi lyftistöng. Við hugsum ekki bara um einar kosningar og segjum bara búið spil. Við munum halda áfram strax á morgun,“ segir hann. „Markmið okkar er að breyta samfélaginu. Eitt af því sem hefur nú þegar gerst er að þeim fjölgar gríðarlega sem þekkja okkar sjónarmið. Okkar stefna er í raun og veru sú eina sem getur leitt til samfélagsbreytinga sem meirihluti þjóðarinnar vill.“ Þorvaldur segist ætla að halda ótrauður áfram. Næst muni flokkurinn bjóða sig fram í sveitarstjórnarkosningum.
Kosningar 2016 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira