„Þetta er alltaf frábært fyrir okkur“ Birgir Olgeirsson skrifar 30. október 2016 02:36 „Þetta er alltaf frábært fyrir okkur. Þetta er alltaf frábær árangur, alveg sama hvernig er litið á það,“ sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, fráfarandi þingmaður Pírata, á kosningavöku flokksins á Bryggjunni fyrr í nótt. Þegar þetta er ritað eru Píratar með 14,1 prósent og níu þingmenn inni. Í síðustu kosningum fengu þeir 5,1 prósent og þrjá menn kjörna. Helgi sagði ekki hægt að lítast illa á niðurstöðuna eins og staðan er í dag. Spurður hvort hún væri vonbrigði miðað hvað Píratar mældust með mikið fylgi í skoðanakönnunum sagði hann svo ekki vera. Flokkurinn hafði farið afar hratt upp í skoðanakönnunum á sínum tíma og vitað væri að hann gæti farið jafn hratt niður. Hann sagði það vera auðvitað óskandi að fara hærra. „En þetta er stórsigur, alveg sama hvað og við erum í ótrúlegri lúxusstöðu að geta spurt hvort þetta var stór sigur eða stór stórsigur.“ Helgi mun nú vinna fyrir flokk Pírata og miðla af sinni þingreynslu innan flokksins. Þannig verði hægt að styrkja innviði hans sem Helgi segir ekki hafa verið búna undir þetta stökk í vinsældum á sínum tíma. Nú sé hægt að byggja brú milli hins almenna kjósanda og þingsins.Hægt er að heyra lengri útgáfu af viðtalinu í spilaranum hér fyrir ofan. Kosningar 2016 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira
„Þetta er alltaf frábært fyrir okkur. Þetta er alltaf frábær árangur, alveg sama hvernig er litið á það,“ sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, fráfarandi þingmaður Pírata, á kosningavöku flokksins á Bryggjunni fyrr í nótt. Þegar þetta er ritað eru Píratar með 14,1 prósent og níu þingmenn inni. Í síðustu kosningum fengu þeir 5,1 prósent og þrjá menn kjörna. Helgi sagði ekki hægt að lítast illa á niðurstöðuna eins og staðan er í dag. Spurður hvort hún væri vonbrigði miðað hvað Píratar mældust með mikið fylgi í skoðanakönnunum sagði hann svo ekki vera. Flokkurinn hafði farið afar hratt upp í skoðanakönnunum á sínum tíma og vitað væri að hann gæti farið jafn hratt niður. Hann sagði það vera auðvitað óskandi að fara hærra. „En þetta er stórsigur, alveg sama hvað og við erum í ótrúlegri lúxusstöðu að geta spurt hvort þetta var stór sigur eða stór stórsigur.“ Helgi mun nú vinna fyrir flokk Pírata og miðla af sinni þingreynslu innan flokksins. Þannig verði hægt að styrkja innviði hans sem Helgi segir ekki hafa verið búna undir þetta stökk í vinsældum á sínum tíma. Nú sé hægt að byggja brú milli hins almenna kjósanda og þingsins.Hægt er að heyra lengri útgáfu af viðtalinu í spilaranum hér fyrir ofan.
Kosningar 2016 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira