Elsti og yngsti þingmaðurinn: Sjálfstæðiskonan og Vinstri græni forsetaframbjóðandinn Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. október 2016 11:35 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er yngsti þingmaðurinn og Ari Trausti Guðmundsson sá elsti. Vísir Elsti og yngsti þingmaðurinn eru bæði nýliðar á þingi. Það eru þau Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskólanemi og Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur. Áslaug Arna tekur sæti fyrir Sjálfstæðisflokkinn, en hún er einnig ritari flokksins. Þá tekur Ari Trausti sæti fyrir Vinstri græna.Fyrrum forsetaframbjóðandinn Ari Trausti er fæddur 3. desember 1948 og er því 67 ára gamall. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1968. Hann hefur skrifað fjölda bóka um náttúru Íslands, jarðfræði, eldfjallafræði og stjörnufræði meðal annars. Ari Trausti bauð sig fram til forseta árið 2012.Vísir/HaraldurAri Trausti er sonur listamannsins Guðmundar frá Miðdal og leirkerasmiðsins Lydiu Pálsdóttur. Þá er hann hálfbróðir Guðmundar Guðmundssonar listmálar, sem er betur þekktur sem Erró. Flestir landsmenn muna eflaust eftir Ara Trausta úr forsetakjörinu árið 2012 þar sem hann var einn sex frambjóðenda og hlaut hann þá 8,64 prósent atkvæða. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði í samtali við Ríkisútvarpið í nótt að sérstakt fagnaðarefni væri að Ari Trausti næði þingsæti. „Í Suðurkjördæmi höfum við ekki átt þingmann en við höfum fundið það úr suðurkjördæmi að málflutningur Ara hefur mælst vel fyrir og það er sérstakt fagnaðarefni ef við erum að ná honum inn á þing,“ sagði Katrín. Áslaug Arna tók við sem ritari Sjálfstæðisflokksins árið 2015.Vísir/ValgarðurLaganemi og lögreglukona Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er fædd 30. nóvember árið 1990 og er því 25 ára gömul. Áslaug er í meistaranámi í lögfræði í Háskóla Íslands. Hún var formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík á árunum 2011. Þá hefur hún einnig setið í stjórn SUS frá 2011 og miðstjórn Sjálfstæðisflokksins frá 2013. Áslaug Arna hefur meðal annars starfað sem blaðamaður hjá Morgunblaðinu og lögreglumaður á Suðurlandi samhliða námi. Þá var hú einnig fastur álitsgafi í þættinum Mín skoðun árið 2014 hjá Mikael Torfasyni á Stöð 2.Í samtali við mbl.is í nótt sagði Áslaug það vera ólýsanlega tilfinningu að vera kjörin inn á þing. „Maður er búinn að vera að stefna á þetta í svolítið langan tíma í prófkjöri og kosningabaráttu en það er ótrúlegt að þetta sé að gerast og að kosningabaráttan sé að klárast með svona frábærum hætti,” sagði Áslaug Arna. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Umturnun á þingheimi: 32 nýir þingmenn taka sæti 32 nýir þingmenn taka sæti. Þar af eru 22 sem aldrei hafa áður tekið sæti á þingi. 30. október 2016 10:28 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Fleiri fréttir Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Sjá meira
Elsti og yngsti þingmaðurinn eru bæði nýliðar á þingi. Það eru þau Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskólanemi og Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur. Áslaug Arna tekur sæti fyrir Sjálfstæðisflokkinn, en hún er einnig ritari flokksins. Þá tekur Ari Trausti sæti fyrir Vinstri græna.Fyrrum forsetaframbjóðandinn Ari Trausti er fæddur 3. desember 1948 og er því 67 ára gamall. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1968. Hann hefur skrifað fjölda bóka um náttúru Íslands, jarðfræði, eldfjallafræði og stjörnufræði meðal annars. Ari Trausti bauð sig fram til forseta árið 2012.Vísir/HaraldurAri Trausti er sonur listamannsins Guðmundar frá Miðdal og leirkerasmiðsins Lydiu Pálsdóttur. Þá er hann hálfbróðir Guðmundar Guðmundssonar listmálar, sem er betur þekktur sem Erró. Flestir landsmenn muna eflaust eftir Ara Trausta úr forsetakjörinu árið 2012 þar sem hann var einn sex frambjóðenda og hlaut hann þá 8,64 prósent atkvæða. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði í samtali við Ríkisútvarpið í nótt að sérstakt fagnaðarefni væri að Ari Trausti næði þingsæti. „Í Suðurkjördæmi höfum við ekki átt þingmann en við höfum fundið það úr suðurkjördæmi að málflutningur Ara hefur mælst vel fyrir og það er sérstakt fagnaðarefni ef við erum að ná honum inn á þing,“ sagði Katrín. Áslaug Arna tók við sem ritari Sjálfstæðisflokksins árið 2015.Vísir/ValgarðurLaganemi og lögreglukona Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er fædd 30. nóvember árið 1990 og er því 25 ára gömul. Áslaug er í meistaranámi í lögfræði í Háskóla Íslands. Hún var formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík á árunum 2011. Þá hefur hún einnig setið í stjórn SUS frá 2011 og miðstjórn Sjálfstæðisflokksins frá 2013. Áslaug Arna hefur meðal annars starfað sem blaðamaður hjá Morgunblaðinu og lögreglumaður á Suðurlandi samhliða námi. Þá var hú einnig fastur álitsgafi í þættinum Mín skoðun árið 2014 hjá Mikael Torfasyni á Stöð 2.Í samtali við mbl.is í nótt sagði Áslaug það vera ólýsanlega tilfinningu að vera kjörin inn á þing. „Maður er búinn að vera að stefna á þetta í svolítið langan tíma í prófkjöri og kosningabaráttu en það er ótrúlegt að þetta sé að gerast og að kosningabaráttan sé að klárast með svona frábærum hætti,” sagði Áslaug Arna.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Umturnun á þingheimi: 32 nýir þingmenn taka sæti 32 nýir þingmenn taka sæti. Þar af eru 22 sem aldrei hafa áður tekið sæti á þingi. 30. október 2016 10:28 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Fleiri fréttir Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Sjá meira
Umturnun á þingheimi: 32 nýir þingmenn taka sæti 32 nýir þingmenn taka sæti. Þar af eru 22 sem aldrei hafa áður tekið sæti á þingi. 30. október 2016 10:28