Björt framtíð hefur ekki útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 30. október 2016 14:40 „Það er ekki ástæða til þess að útiloka neitt fyrirfram,“ svaraði Óttarr Proppé inntur eftir svari um hvort samstarf við Sjálfstæðisflokk kæmi til greina í viðtali við Heimi Má Pétursson í hádegisfréttum Stöðvar 2. Hann fullyrti þó að flokkarnir ættu ekki margt sameiginlegt. „Það er alveg ljóst að málefnalega hafa þessir tveir flokkar verið langt í sundur, á kjörtímabilinu og í kosningabaráttunni,“ sagði hann. Óttarr fullyrti fyrir kosningar að lítill vilji væri á samstarfi við núverandi ríkisstjórnarflokka af hálfu flokksins. „Mér finnst það mjög hæpið miðað við áherslur þeirra flokka að við náum saman við þá í samræmi við áherslur okkar um umbætur og vönduð vinnubrögð. Það er mjög hæpið að sjá fyrir framlengingu á vinnubrögðum sem þessi ríkisstjórn sem er að fara frá hefur sýnt,“ sagði Óttarr í samtali við fréttastofu Vísis á sunnudaginn var.Vinstri grænir sjá ekki samstarf við Sjálfstæðisflokk fyrir sér Ljóst er að ríkisstjórnarmyndun í kjölfar nýafstaðinna kosninga verður vandasamt verk. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, hefur haldið því fram að þátttaka flokksins í fimm flokka ríkisstjórn ásamt stjórnarandstöðuflokkunum sé ekki inni í myndinni. Hann hefur jafnframt útilokað samstarf með Framsóknarflokknum. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna sér samstarf flokksins við Sjálfstæðisflokksins ekki fyrir sér. Hún undirstrikaði ólíkar áherslur flokkanna tveggja í samtali við Heimi Má Pétursson í hádegisfréttum Stöðvar 2 í dag.Sjá einnig: Katrín um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn: „Myndi enda illa fyrir mig“ „Eins og við höfum talað mjög skýrt og heiðarlega um þá erum við líklega lengst hvort frá öðru, við Bjarni, á hinu pólítíska litrófi,“ sagði Katrín aðspurð um mögulegt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. „Eins og ég segi, við höfum ekki séð slíkt samstarf fyrir okkur,“ bætti hún við.Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.mynd/antonSamstarf Pírata og Sjálfstæðisflokks útilokað Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði í samtali við Heimi Má að Píratar væru ekki tilbúnir til þess að starfa með Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn. Hann dró þó ekki úr áhuga Pírata til ríkisstjórnarmyndunar og minntist hins á möguleika á minnihlutastjórn í því samhengi. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur að sama skapi fullyrt að Píratar væru sá flokkur sem hvað síst kæmi til greina sem samstarfsflokkur í ríkisstjórn. Ríkisstjórn þriggja flokka, sem samanstæði af Pírötum, Sjálfstæðisflokki og þriðja flokki virðist því ekki vera í kortunum. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín: Sjálfstæðisflokkurinn ekki talað þannig að hann geti tekið þátt í stjórn sem vill breytingar Formaður Vinstri grænna segir úrslitin endurspegla kröfu um fjölbreyttar raddir á Alþingi. 30. október 2016 02:39 Katrín um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn: „Myndi enda illa fyrir mig“ "Eins og við höfum talað skýrt og heiðarlega um þá erum við líklega lengst frá hvort öðru, við Bjarni, á hinu pólitíska litrófi,“ sagði Katrín. 30. október 2016 14:17 Viðreisn vill ekki í „Píratabandalagið“ og útilokar samstarf við ríkisstjórnarflokkana Fimm flokka vinstristjórn ekki í kortunum ef marka má orð Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar. 30. október 2016 12:14 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Sjá meira
„Það er ekki ástæða til þess að útiloka neitt fyrirfram,“ svaraði Óttarr Proppé inntur eftir svari um hvort samstarf við Sjálfstæðisflokk kæmi til greina í viðtali við Heimi Má Pétursson í hádegisfréttum Stöðvar 2. Hann fullyrti þó að flokkarnir ættu ekki margt sameiginlegt. „Það er alveg ljóst að málefnalega hafa þessir tveir flokkar verið langt í sundur, á kjörtímabilinu og í kosningabaráttunni,“ sagði hann. Óttarr fullyrti fyrir kosningar að lítill vilji væri á samstarfi við núverandi ríkisstjórnarflokka af hálfu flokksins. „Mér finnst það mjög hæpið miðað við áherslur þeirra flokka að við náum saman við þá í samræmi við áherslur okkar um umbætur og vönduð vinnubrögð. Það er mjög hæpið að sjá fyrir framlengingu á vinnubrögðum sem þessi ríkisstjórn sem er að fara frá hefur sýnt,“ sagði Óttarr í samtali við fréttastofu Vísis á sunnudaginn var.Vinstri grænir sjá ekki samstarf við Sjálfstæðisflokk fyrir sér Ljóst er að ríkisstjórnarmyndun í kjölfar nýafstaðinna kosninga verður vandasamt verk. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, hefur haldið því fram að þátttaka flokksins í fimm flokka ríkisstjórn ásamt stjórnarandstöðuflokkunum sé ekki inni í myndinni. Hann hefur jafnframt útilokað samstarf með Framsóknarflokknum. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna sér samstarf flokksins við Sjálfstæðisflokksins ekki fyrir sér. Hún undirstrikaði ólíkar áherslur flokkanna tveggja í samtali við Heimi Má Pétursson í hádegisfréttum Stöðvar 2 í dag.Sjá einnig: Katrín um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn: „Myndi enda illa fyrir mig“ „Eins og við höfum talað mjög skýrt og heiðarlega um þá erum við líklega lengst hvort frá öðru, við Bjarni, á hinu pólítíska litrófi,“ sagði Katrín aðspurð um mögulegt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. „Eins og ég segi, við höfum ekki séð slíkt samstarf fyrir okkur,“ bætti hún við.Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.mynd/antonSamstarf Pírata og Sjálfstæðisflokks útilokað Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði í samtali við Heimi Má að Píratar væru ekki tilbúnir til þess að starfa með Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn. Hann dró þó ekki úr áhuga Pírata til ríkisstjórnarmyndunar og minntist hins á möguleika á minnihlutastjórn í því samhengi. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur að sama skapi fullyrt að Píratar væru sá flokkur sem hvað síst kæmi til greina sem samstarfsflokkur í ríkisstjórn. Ríkisstjórn þriggja flokka, sem samanstæði af Pírötum, Sjálfstæðisflokki og þriðja flokki virðist því ekki vera í kortunum.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín: Sjálfstæðisflokkurinn ekki talað þannig að hann geti tekið þátt í stjórn sem vill breytingar Formaður Vinstri grænna segir úrslitin endurspegla kröfu um fjölbreyttar raddir á Alþingi. 30. október 2016 02:39 Katrín um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn: „Myndi enda illa fyrir mig“ "Eins og við höfum talað skýrt og heiðarlega um þá erum við líklega lengst frá hvort öðru, við Bjarni, á hinu pólitíska litrófi,“ sagði Katrín. 30. október 2016 14:17 Viðreisn vill ekki í „Píratabandalagið“ og útilokar samstarf við ríkisstjórnarflokkana Fimm flokka vinstristjórn ekki í kortunum ef marka má orð Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar. 30. október 2016 12:14 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Sjá meira
Katrín: Sjálfstæðisflokkurinn ekki talað þannig að hann geti tekið þátt í stjórn sem vill breytingar Formaður Vinstri grænna segir úrslitin endurspegla kröfu um fjölbreyttar raddir á Alþingi. 30. október 2016 02:39
Katrín um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn: „Myndi enda illa fyrir mig“ "Eins og við höfum talað skýrt og heiðarlega um þá erum við líklega lengst frá hvort öðru, við Bjarni, á hinu pólitíska litrófi,“ sagði Katrín. 30. október 2016 14:17
Viðreisn vill ekki í „Píratabandalagið“ og útilokar samstarf við ríkisstjórnarflokkana Fimm flokka vinstristjórn ekki í kortunum ef marka má orð Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar. 30. október 2016 12:14