Björt framtíð hefur ekki útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 30. október 2016 14:40 „Það er ekki ástæða til þess að útiloka neitt fyrirfram,“ svaraði Óttarr Proppé inntur eftir svari um hvort samstarf við Sjálfstæðisflokk kæmi til greina í viðtali við Heimi Má Pétursson í hádegisfréttum Stöðvar 2. Hann fullyrti þó að flokkarnir ættu ekki margt sameiginlegt. „Það er alveg ljóst að málefnalega hafa þessir tveir flokkar verið langt í sundur, á kjörtímabilinu og í kosningabaráttunni,“ sagði hann. Óttarr fullyrti fyrir kosningar að lítill vilji væri á samstarfi við núverandi ríkisstjórnarflokka af hálfu flokksins. „Mér finnst það mjög hæpið miðað við áherslur þeirra flokka að við náum saman við þá í samræmi við áherslur okkar um umbætur og vönduð vinnubrögð. Það er mjög hæpið að sjá fyrir framlengingu á vinnubrögðum sem þessi ríkisstjórn sem er að fara frá hefur sýnt,“ sagði Óttarr í samtali við fréttastofu Vísis á sunnudaginn var.Vinstri grænir sjá ekki samstarf við Sjálfstæðisflokk fyrir sér Ljóst er að ríkisstjórnarmyndun í kjölfar nýafstaðinna kosninga verður vandasamt verk. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, hefur haldið því fram að þátttaka flokksins í fimm flokka ríkisstjórn ásamt stjórnarandstöðuflokkunum sé ekki inni í myndinni. Hann hefur jafnframt útilokað samstarf með Framsóknarflokknum. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna sér samstarf flokksins við Sjálfstæðisflokksins ekki fyrir sér. Hún undirstrikaði ólíkar áherslur flokkanna tveggja í samtali við Heimi Má Pétursson í hádegisfréttum Stöðvar 2 í dag.Sjá einnig: Katrín um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn: „Myndi enda illa fyrir mig“ „Eins og við höfum talað mjög skýrt og heiðarlega um þá erum við líklega lengst hvort frá öðru, við Bjarni, á hinu pólítíska litrófi,“ sagði Katrín aðspurð um mögulegt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. „Eins og ég segi, við höfum ekki séð slíkt samstarf fyrir okkur,“ bætti hún við.Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.mynd/antonSamstarf Pírata og Sjálfstæðisflokks útilokað Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði í samtali við Heimi Má að Píratar væru ekki tilbúnir til þess að starfa með Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn. Hann dró þó ekki úr áhuga Pírata til ríkisstjórnarmyndunar og minntist hins á möguleika á minnihlutastjórn í því samhengi. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur að sama skapi fullyrt að Píratar væru sá flokkur sem hvað síst kæmi til greina sem samstarfsflokkur í ríkisstjórn. Ríkisstjórn þriggja flokka, sem samanstæði af Pírötum, Sjálfstæðisflokki og þriðja flokki virðist því ekki vera í kortunum. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín: Sjálfstæðisflokkurinn ekki talað þannig að hann geti tekið þátt í stjórn sem vill breytingar Formaður Vinstri grænna segir úrslitin endurspegla kröfu um fjölbreyttar raddir á Alþingi. 30. október 2016 02:39 Katrín um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn: „Myndi enda illa fyrir mig“ "Eins og við höfum talað skýrt og heiðarlega um þá erum við líklega lengst frá hvort öðru, við Bjarni, á hinu pólitíska litrófi,“ sagði Katrín. 30. október 2016 14:17 Viðreisn vill ekki í „Píratabandalagið“ og útilokar samstarf við ríkisstjórnarflokkana Fimm flokka vinstristjórn ekki í kortunum ef marka má orð Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar. 30. október 2016 12:14 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Sjá meira
„Það er ekki ástæða til þess að útiloka neitt fyrirfram,“ svaraði Óttarr Proppé inntur eftir svari um hvort samstarf við Sjálfstæðisflokk kæmi til greina í viðtali við Heimi Má Pétursson í hádegisfréttum Stöðvar 2. Hann fullyrti þó að flokkarnir ættu ekki margt sameiginlegt. „Það er alveg ljóst að málefnalega hafa þessir tveir flokkar verið langt í sundur, á kjörtímabilinu og í kosningabaráttunni,“ sagði hann. Óttarr fullyrti fyrir kosningar að lítill vilji væri á samstarfi við núverandi ríkisstjórnarflokka af hálfu flokksins. „Mér finnst það mjög hæpið miðað við áherslur þeirra flokka að við náum saman við þá í samræmi við áherslur okkar um umbætur og vönduð vinnubrögð. Það er mjög hæpið að sjá fyrir framlengingu á vinnubrögðum sem þessi ríkisstjórn sem er að fara frá hefur sýnt,“ sagði Óttarr í samtali við fréttastofu Vísis á sunnudaginn var.Vinstri grænir sjá ekki samstarf við Sjálfstæðisflokk fyrir sér Ljóst er að ríkisstjórnarmyndun í kjölfar nýafstaðinna kosninga verður vandasamt verk. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, hefur haldið því fram að þátttaka flokksins í fimm flokka ríkisstjórn ásamt stjórnarandstöðuflokkunum sé ekki inni í myndinni. Hann hefur jafnframt útilokað samstarf með Framsóknarflokknum. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna sér samstarf flokksins við Sjálfstæðisflokksins ekki fyrir sér. Hún undirstrikaði ólíkar áherslur flokkanna tveggja í samtali við Heimi Má Pétursson í hádegisfréttum Stöðvar 2 í dag.Sjá einnig: Katrín um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn: „Myndi enda illa fyrir mig“ „Eins og við höfum talað mjög skýrt og heiðarlega um þá erum við líklega lengst hvort frá öðru, við Bjarni, á hinu pólítíska litrófi,“ sagði Katrín aðspurð um mögulegt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. „Eins og ég segi, við höfum ekki séð slíkt samstarf fyrir okkur,“ bætti hún við.Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.mynd/antonSamstarf Pírata og Sjálfstæðisflokks útilokað Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði í samtali við Heimi Má að Píratar væru ekki tilbúnir til þess að starfa með Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn. Hann dró þó ekki úr áhuga Pírata til ríkisstjórnarmyndunar og minntist hins á möguleika á minnihlutastjórn í því samhengi. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur að sama skapi fullyrt að Píratar væru sá flokkur sem hvað síst kæmi til greina sem samstarfsflokkur í ríkisstjórn. Ríkisstjórn þriggja flokka, sem samanstæði af Pírötum, Sjálfstæðisflokki og þriðja flokki virðist því ekki vera í kortunum.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín: Sjálfstæðisflokkurinn ekki talað þannig að hann geti tekið þátt í stjórn sem vill breytingar Formaður Vinstri grænna segir úrslitin endurspegla kröfu um fjölbreyttar raddir á Alþingi. 30. október 2016 02:39 Katrín um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn: „Myndi enda illa fyrir mig“ "Eins og við höfum talað skýrt og heiðarlega um þá erum við líklega lengst frá hvort öðru, við Bjarni, á hinu pólitíska litrófi,“ sagði Katrín. 30. október 2016 14:17 Viðreisn vill ekki í „Píratabandalagið“ og útilokar samstarf við ríkisstjórnarflokkana Fimm flokka vinstristjórn ekki í kortunum ef marka má orð Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar. 30. október 2016 12:14 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Sjá meira
Katrín: Sjálfstæðisflokkurinn ekki talað þannig að hann geti tekið þátt í stjórn sem vill breytingar Formaður Vinstri grænna segir úrslitin endurspegla kröfu um fjölbreyttar raddir á Alþingi. 30. október 2016 02:39
Katrín um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn: „Myndi enda illa fyrir mig“ "Eins og við höfum talað skýrt og heiðarlega um þá erum við líklega lengst frá hvort öðru, við Bjarni, á hinu pólitíska litrófi,“ sagði Katrín. 30. október 2016 14:17
Viðreisn vill ekki í „Píratabandalagið“ og útilokar samstarf við ríkisstjórnarflokkana Fimm flokka vinstristjórn ekki í kortunum ef marka má orð Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar. 30. október 2016 12:14