Erlendir fjölmiðlar fjalla um árangur Pírata nína hjördís þorkeldóttir skrifar 30. október 2016 16:38 Erlendir fjölmiðlar hafa sýnt Pírötum mikinn áhuga. Vísir/Eyþór Nýafstaðnar alþingiskosningar hafa verið töluvert til umfjöllunar í erlendum miðlum og þá sérstaklega árangur Pírata. Gengi Pírata var forsíðufrétt á vefsíðum The Guardian, BBC og fréttastofu Reuters. Þá var einnig fjallað um alþingiskosningarnar á vef danska ríkisútvarpsins, vef þýska dagblaðsins Die Zeit og á vef ítalska blaðsins La Repubblica. Píratar mældust stærsti stjórnmálaflokkur landsins í skoðanakönnunum fyrr á árinu og hafa augu heimsbyggðarinnar því beinst að frammistöðu flokksins í kosningum til Alþingis.Sjá einnig: Augu heimsins hvíla á Íslandi Píratar eru alþjóðleg hreyfing sem á rætur sínar að rekja til Svíþjóðar. Fylgi Pírata í þeim löndum sem þeir bjóða fram hefur verið á bilinu 2 til 9 prósent og því óhætt að fullyrða að árangur hreyfingarinnar hafi verið hvað bestur hér á landi.Árangur Pírata vonbrigðiFréttastofa Reuters segir Íslendinga hafa kosið stöðugleika og að árangur Pírata í kosningunum hafi ekki staðist væntingar. „Pírötum mistókst að ná þeim árangri sem skoðanakannanir gáfu til kynna. Þrátt fyrir að flokkurinn hafi þrefaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum náðu Píratar aðeins þriðja sæti með 15 prósent atkvæða,“ segir í fréttinni. Birgitta Jónsdóttir segir í samtali við Reuters að hún sé ánægð með niðurstöðurnar. „Upphaflegar spár okkar sýndu tíu til fimmtán prósenta fylgi og þetta eru því efri mörk þeirra væntinga. Við vissum að við myndum aldrei ná 30 prósentum.“Fréttastofa BBC gerir ekki lítið úr árangri Pírata. „Píratar hafa þrefaldað þingsæti sín í hinu 63 manna þingi í kosningunum,“ segir í frétt þeirra.Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar.vísir/eyþórViðreisn vekur athygliÍ frétt The Guardian segir að nýkjörnir þingmenn Viðreisnar gætu haft úrslitavald við stjórnarmyndun. „[Viðreisn] gæti gert það að verkum að hinar viðkvæmu stjórnarmyndunarumræður gætu orðið jafnvel erfiðari en vanalega,“ segir í á vef The Guardian. Danir taka í sama streng. „Nú bíða Íslendingar þess að þingmenn Viðreisnar ákveði hvern þeir styðji,“ segir á vef DR. Hér ber þó að árétta að Viðreisn hefur að vissu leyti gert upp hug sinn en Benedikt Jóhannesson, formaður flokksins, hefur sagt að hann muni ekki taka þátt í ríkisstjórnarsamstarfi með stjórnarandstöðuflokkunum fjórum. Ítalska dagblaðið La Repubblica fjallar ítarlega um alþingiskosningarnar hér á landi og túlkar stöðu Viðreisnar á svipaðan hátt og danska ríkisútvarpið. La Repubblica segir Íslendinga marga vera óánægða með niðurstöður kosninganna og vitnar meðal annars í rithöfundana Gerði Kristnýju og Einar Kárason. „Gerður Kristný, rithöfundur og femínisti, og Einar Kárason, rithöfundur, segja með hryggð að viljinn til nauðsynlegra og brýnna umbóta hafi lotið í lægra haldi fyrir hinni ævagömlu þörf fyrir vissu og málamiðlunum varðandi völd,“ segir meðal annars í greininni.Icelandic Prime Minister resigns after Pirate Party's electoral success https://t.co/1kXRz7gneh— The Independent (@Independent) October 30, 2016 Iceland Prime Minister Sigurdur Ingi Johannsson resigns after snap vote triggered by tax scandal https://t.co/gSCoJA9uXj— BBC Breaking News (@BBCBreaking) October 30, 2016 Populist Wave Likely to Lift Iceland’s Pirate Party https://t.co/PFibvqdPbc— Banking Today (@banking_2day) October 30, 2016 Kosningar 2016 Tengdar fréttir Augu heimsins hvíla á Íslandi Fjölmargir erlendir fjölmiðlar fjalla um alþingiskosningarnar sem framundan eru. 28. október 2016 23:37 Fjölmennt lið fréttamanna mætt þegar Birgitta kaus Birgitta segir Pírata vera rétta aðilann til að ráðast í þær breytingar á kerfinu sem fólk hefur kallað eftir. 29. október 2016 10:17 Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Innlent Fleiri fréttir Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sjá meira
Nýafstaðnar alþingiskosningar hafa verið töluvert til umfjöllunar í erlendum miðlum og þá sérstaklega árangur Pírata. Gengi Pírata var forsíðufrétt á vefsíðum The Guardian, BBC og fréttastofu Reuters. Þá var einnig fjallað um alþingiskosningarnar á vef danska ríkisútvarpsins, vef þýska dagblaðsins Die Zeit og á vef ítalska blaðsins La Repubblica. Píratar mældust stærsti stjórnmálaflokkur landsins í skoðanakönnunum fyrr á árinu og hafa augu heimsbyggðarinnar því beinst að frammistöðu flokksins í kosningum til Alþingis.Sjá einnig: Augu heimsins hvíla á Íslandi Píratar eru alþjóðleg hreyfing sem á rætur sínar að rekja til Svíþjóðar. Fylgi Pírata í þeim löndum sem þeir bjóða fram hefur verið á bilinu 2 til 9 prósent og því óhætt að fullyrða að árangur hreyfingarinnar hafi verið hvað bestur hér á landi.Árangur Pírata vonbrigðiFréttastofa Reuters segir Íslendinga hafa kosið stöðugleika og að árangur Pírata í kosningunum hafi ekki staðist væntingar. „Pírötum mistókst að ná þeim árangri sem skoðanakannanir gáfu til kynna. Þrátt fyrir að flokkurinn hafi þrefaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum náðu Píratar aðeins þriðja sæti með 15 prósent atkvæða,“ segir í fréttinni. Birgitta Jónsdóttir segir í samtali við Reuters að hún sé ánægð með niðurstöðurnar. „Upphaflegar spár okkar sýndu tíu til fimmtán prósenta fylgi og þetta eru því efri mörk þeirra væntinga. Við vissum að við myndum aldrei ná 30 prósentum.“Fréttastofa BBC gerir ekki lítið úr árangri Pírata. „Píratar hafa þrefaldað þingsæti sín í hinu 63 manna þingi í kosningunum,“ segir í frétt þeirra.Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar.vísir/eyþórViðreisn vekur athygliÍ frétt The Guardian segir að nýkjörnir þingmenn Viðreisnar gætu haft úrslitavald við stjórnarmyndun. „[Viðreisn] gæti gert það að verkum að hinar viðkvæmu stjórnarmyndunarumræður gætu orðið jafnvel erfiðari en vanalega,“ segir í á vef The Guardian. Danir taka í sama streng. „Nú bíða Íslendingar þess að þingmenn Viðreisnar ákveði hvern þeir styðji,“ segir á vef DR. Hér ber þó að árétta að Viðreisn hefur að vissu leyti gert upp hug sinn en Benedikt Jóhannesson, formaður flokksins, hefur sagt að hann muni ekki taka þátt í ríkisstjórnarsamstarfi með stjórnarandstöðuflokkunum fjórum. Ítalska dagblaðið La Repubblica fjallar ítarlega um alþingiskosningarnar hér á landi og túlkar stöðu Viðreisnar á svipaðan hátt og danska ríkisútvarpið. La Repubblica segir Íslendinga marga vera óánægða með niðurstöður kosninganna og vitnar meðal annars í rithöfundana Gerði Kristnýju og Einar Kárason. „Gerður Kristný, rithöfundur og femínisti, og Einar Kárason, rithöfundur, segja með hryggð að viljinn til nauðsynlegra og brýnna umbóta hafi lotið í lægra haldi fyrir hinni ævagömlu þörf fyrir vissu og málamiðlunum varðandi völd,“ segir meðal annars í greininni.Icelandic Prime Minister resigns after Pirate Party's electoral success https://t.co/1kXRz7gneh— The Independent (@Independent) October 30, 2016 Iceland Prime Minister Sigurdur Ingi Johannsson resigns after snap vote triggered by tax scandal https://t.co/gSCoJA9uXj— BBC Breaking News (@BBCBreaking) October 30, 2016 Populist Wave Likely to Lift Iceland’s Pirate Party https://t.co/PFibvqdPbc— Banking Today (@banking_2day) October 30, 2016
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Augu heimsins hvíla á Íslandi Fjölmargir erlendir fjölmiðlar fjalla um alþingiskosningarnar sem framundan eru. 28. október 2016 23:37 Fjölmennt lið fréttamanna mætt þegar Birgitta kaus Birgitta segir Pírata vera rétta aðilann til að ráðast í þær breytingar á kerfinu sem fólk hefur kallað eftir. 29. október 2016 10:17 Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Innlent Fleiri fréttir Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sjá meira
Augu heimsins hvíla á Íslandi Fjölmargir erlendir fjölmiðlar fjalla um alþingiskosningarnar sem framundan eru. 28. október 2016 23:37
Fjölmennt lið fréttamanna mætt þegar Birgitta kaus Birgitta segir Pírata vera rétta aðilann til að ráðast í þær breytingar á kerfinu sem fólk hefur kallað eftir. 29. október 2016 10:17