Helgi Hrafn: Lýsir virðingarleysi fyrir þrískiptingu valds að útiloka myndun minnihlutastjórnar Atli Ísleifsson skrifar 30. október 2016 20:52 Helgi Hrafn Gunnarsson Pírati. Vísir/Anton Helgi Hrafn Gunnarsson Pírati segir að þeir flokkar sem hafni setu í minnihlutastjórn af þeirri einu ástæðu að þeir geti þá ekki valtað yfir þingið, opinberi einvörðungu virðingarleysi þess flokks fyrir Alþingi og þrískiptingu valdsins sem grunnskipulagi lýðræðis á Íslandi. Þetta segir Helgi Hrafn í færslu á Facebook-síðu sinni. Hann segir það ekki vera vandamál að finna út úr myndun ríkisstjórnar við þær annars mjög svo áhugaverðu aðstæður sem hafi myndast eftir kosningar. „Það sem þvælist fyrir þeirri einföldu spurningu er eingöngu sú hjátrú Íslendinga að stjórnir séu ekki mögulegar nema þær hafi meirihluta þings, eða með öðrum orðum, að ríkisstjórnin þurfi að vera yfirmaður þingsins því annars gangi ekki neitt og allt fari strax í hnút. Þetta er einungis satt ef fyrirfram er útilokað að stjórnmálamenn geti gert málamiðlanir, fundið sameiginlega fleti á málum fyrirfram, síað út það sem verður óhjákvæmilega einungis til trafala en hefur ekki raunhæfa möguleika á að ná í gegn og verið í samskiptum við hvora aðra áður en allt er komið í bál og brand vegna samskiptaleysis og derrings. Minnihlutastjórnir eru neyddar til að haga sér betur, einmitt vegna þess að þær eru í minnihluta. Alþingi er löggjafarvaldið samkvæmt stjórnarskrá, samkvæmt þrískiptingu valdsins og samkvæmt almennri orðræðu í stjórnmálum. Það er því vandamál, sem fólk ætti að taka alvarlega, að hefðirnar fyrirskipi að einungis með því að framselja í reynd löggjafarvaldið til framkvæmdavaldsins sé hægt að hafa framkvæmdavald sem treysti sér til starfsins. Sú staðreynd að menn telji minnihlutastjórnir ómögulegar er sjálf áfellisdómur yfir stjórnmálamenningunni. Það er sjálfsagt að flokkar treysti sér ekki í minnihlutasamstarf með flokkum sem þeir einfaldlega ná ekki saman við, en þeir flokkar sem hafna setu í minnihlutastjórn af þeirri einu ástæðu að þeir geti þá ekki valtað yfir þingið, opinberar einvörðungu virðingarleysi þess flokks fyrir Alþingi og þrískiptingu valdsins sem grunnskipulagi lýðræðis á Íslandi,“ segir Helgi. Kosningar 2016 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson Pírati segir að þeir flokkar sem hafni setu í minnihlutastjórn af þeirri einu ástæðu að þeir geti þá ekki valtað yfir þingið, opinberi einvörðungu virðingarleysi þess flokks fyrir Alþingi og þrískiptingu valdsins sem grunnskipulagi lýðræðis á Íslandi. Þetta segir Helgi Hrafn í færslu á Facebook-síðu sinni. Hann segir það ekki vera vandamál að finna út úr myndun ríkisstjórnar við þær annars mjög svo áhugaverðu aðstæður sem hafi myndast eftir kosningar. „Það sem þvælist fyrir þeirri einföldu spurningu er eingöngu sú hjátrú Íslendinga að stjórnir séu ekki mögulegar nema þær hafi meirihluta þings, eða með öðrum orðum, að ríkisstjórnin þurfi að vera yfirmaður þingsins því annars gangi ekki neitt og allt fari strax í hnút. Þetta er einungis satt ef fyrirfram er útilokað að stjórnmálamenn geti gert málamiðlanir, fundið sameiginlega fleti á málum fyrirfram, síað út það sem verður óhjákvæmilega einungis til trafala en hefur ekki raunhæfa möguleika á að ná í gegn og verið í samskiptum við hvora aðra áður en allt er komið í bál og brand vegna samskiptaleysis og derrings. Minnihlutastjórnir eru neyddar til að haga sér betur, einmitt vegna þess að þær eru í minnihluta. Alþingi er löggjafarvaldið samkvæmt stjórnarskrá, samkvæmt þrískiptingu valdsins og samkvæmt almennri orðræðu í stjórnmálum. Það er því vandamál, sem fólk ætti að taka alvarlega, að hefðirnar fyrirskipi að einungis með því að framselja í reynd löggjafarvaldið til framkvæmdavaldsins sé hægt að hafa framkvæmdavald sem treysti sér til starfsins. Sú staðreynd að menn telji minnihlutastjórnir ómögulegar er sjálf áfellisdómur yfir stjórnmálamenningunni. Það er sjálfsagt að flokkar treysti sér ekki í minnihlutasamstarf með flokkum sem þeir einfaldlega ná ekki saman við, en þeir flokkar sem hafna setu í minnihlutastjórn af þeirri einu ástæðu að þeir geti þá ekki valtað yfir þingið, opinberar einvörðungu virðingarleysi þess flokks fyrir Alþingi og þrískiptingu valdsins sem grunnskipulagi lýðræðis á Íslandi,“ segir Helgi.
Kosningar 2016 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Sjá meira