Hvorki kollsteypur né óbreytt ástand Svavar Hávarðsson skrifar 31. október 2016 07:00 Frá talningu í Ráðhúsi Reykjavíkur í fyrrinótt. Vísir/Jóhann K. Helst er að merkja að skilaboð kjósenda í alþingiskosningunum á laugardaginn hafi verið að standa skuli vörð um efnahagslegan stöðugleika, ákall um samstarf á hinu pólitíska sviði og hógværar kerfisbreytingar. Óbreytt ástand er ekki í boði frekar en kollsteypur. Þetta er rauði þráðurinn þegar stjórnmálaskýrendur eru spurðir um hver skilaboðin voru frá kjósendum á laugardaginn þegar litið er yfir sviðið í heild.Grétar Þór Eysteinsson, stjórnmálafræðiprófessorGrétar Þór Eysteinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, segir að vel megi túlka gott gengi Sjálfstæðisflokksins sem vilja kjósenda um stöðugleika – eða varkára efnahagsstjórn sem var kjarninn í skilaboðum flokksins í kosningabaráttunni. Sé horft til fylgis Pírata, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar þá megi túlka það sem ákall um breytingar. „Kannski eru þetta megin línurnar,“ segir Grétar. Þetta er ekki eindregin hægri eða vinstri sveifla. „Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri grænir bæta við sig fylgi, en miðjan sem heild er líka að koma vel út. Þá má spyrja hvort ekki sé mögulegt að færa kjósendum hvoru tveggja. Í þessu felst kannski beiðni um að ljúka uppgjörinu við hrunið – bæði með ákveðnum hógværum breytingum á kerfinu en líka að halda þessum ávinningi sem við höfum vissulega náð – að klúðra honum ekki.“Baldur ÞórhallssonBaldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir skýrar línur vandséðar. Fjórðungur kjósenda hafi valið Pírata og Viðreisn – frjálslynda umbótaflokka. Þeir vilji breytingar í sjávarútvegsmálum, landbúnaðarmálum og á stjórnarskrá – en mismiklar þó. Það sé athyglisvert í samhengi við það að gamli fjórflokkurinn fái aðeins rétt rúmlega 60% fylgi sem er lang lægsta hlutfall atkvæða sem þeir hafa fengið í kosningum og í staðinn leiti fylgið til frjálslyndra umbótaflokka. Viðreisn – miðjuflokkur sem hallar sér til hægri – er í lykilstöðu, segir Baldur. Viðreisn hafi þó hafnað Píratabandalaginu og tali fyrir stjórnarmyndun með Sjálfstæðisflokknum og þriðja flokki öðrum en Framsóknarflokknum. „Björt framtíð kemur þá fyrst upp í hugann, en sú stjórn hefði aðeins 32 þingmenn sem er ekki sterk staða,“ segir Baldur. Viðreisn líti vissulega til Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna en slík stjórnarmyndun sé vart inni í myndinni fyrr en eftir nokkurra vikna stjórnarkreppu. Ástæðan er að grasrótin og flokksstofnanir Vinstri grænna standa í veginum en þá beri að hafa í huga „að í stjórnarkreppu leyfist mönnum meira,“ segir Baldur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Fleiri fréttir Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Sjá meira
Helst er að merkja að skilaboð kjósenda í alþingiskosningunum á laugardaginn hafi verið að standa skuli vörð um efnahagslegan stöðugleika, ákall um samstarf á hinu pólitíska sviði og hógværar kerfisbreytingar. Óbreytt ástand er ekki í boði frekar en kollsteypur. Þetta er rauði þráðurinn þegar stjórnmálaskýrendur eru spurðir um hver skilaboðin voru frá kjósendum á laugardaginn þegar litið er yfir sviðið í heild.Grétar Þór Eysteinsson, stjórnmálafræðiprófessorGrétar Þór Eysteinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, segir að vel megi túlka gott gengi Sjálfstæðisflokksins sem vilja kjósenda um stöðugleika – eða varkára efnahagsstjórn sem var kjarninn í skilaboðum flokksins í kosningabaráttunni. Sé horft til fylgis Pírata, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar þá megi túlka það sem ákall um breytingar. „Kannski eru þetta megin línurnar,“ segir Grétar. Þetta er ekki eindregin hægri eða vinstri sveifla. „Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri grænir bæta við sig fylgi, en miðjan sem heild er líka að koma vel út. Þá má spyrja hvort ekki sé mögulegt að færa kjósendum hvoru tveggja. Í þessu felst kannski beiðni um að ljúka uppgjörinu við hrunið – bæði með ákveðnum hógværum breytingum á kerfinu en líka að halda þessum ávinningi sem við höfum vissulega náð – að klúðra honum ekki.“Baldur ÞórhallssonBaldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir skýrar línur vandséðar. Fjórðungur kjósenda hafi valið Pírata og Viðreisn – frjálslynda umbótaflokka. Þeir vilji breytingar í sjávarútvegsmálum, landbúnaðarmálum og á stjórnarskrá – en mismiklar þó. Það sé athyglisvert í samhengi við það að gamli fjórflokkurinn fái aðeins rétt rúmlega 60% fylgi sem er lang lægsta hlutfall atkvæða sem þeir hafa fengið í kosningum og í staðinn leiti fylgið til frjálslyndra umbótaflokka. Viðreisn – miðjuflokkur sem hallar sér til hægri – er í lykilstöðu, segir Baldur. Viðreisn hafi þó hafnað Píratabandalaginu og tali fyrir stjórnarmyndun með Sjálfstæðisflokknum og þriðja flokki öðrum en Framsóknarflokknum. „Björt framtíð kemur þá fyrst upp í hugann, en sú stjórn hefði aðeins 32 þingmenn sem er ekki sterk staða,“ segir Baldur. Viðreisn líti vissulega til Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna en slík stjórnarmyndun sé vart inni í myndinni fyrr en eftir nokkurra vikna stjórnarkreppu. Ástæðan er að grasrótin og flokksstofnanir Vinstri grænna standa í veginum en þá beri að hafa í huga „að í stjórnarkreppu leyfist mönnum meira,“ segir Baldur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Fleiri fréttir Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Sjá meira