Áratuga reynsla fallin af þingi Sveinn Arnarsson skrifar 31. október 2016 08:00 Alþingishúsið við Austurvöll Níu þingmenn sem óskuðu endurkjörs í kosningunum síðastliðinn laugardag náðu ekki kjöri og falla af þingi. Sameiginleg þingreynsla þessara níu þingmanna er hvorki meiri né minni en rúm 77 ár. Samfylkingin galt afhroð í öðrum kosningum sínum í röð og fékk flokkurinn aðeins þrjá menn kjörna á þing. Fimm þingmenn flokksins féllu í kosningunum, öll á höfuðborgarsvæðinu. Þau Helgi Hjörvar, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Valgerður Bjarnadóttir og Össur Skarphéðinsson óskuðu öll eftir endurkjöri í Reykjavík en án árangurs. Einnig féll Árni Páll Árnason, fyrrum formaður flokksins, af þingi í kraganum. Össur Skarphéðinsson kom inn sem nýr þingmaður eftir kosningarnar árið 1991 og hafði því setið á alþingi í aldarfjórðung þegar hann féll af þingi og samflokksmaður hans, Helgi Hjörvar, hafði setið í rúm 13 ár þegar hann féll af þingi. Fjórir þingmenn, þrír úr Framsókn og einn úr Bjartri framtíð, féllu af þingi eftir aðeins eitt kjörtímabil. Þá féllu þrír þingmenn Framsóknarflokksins, þau Karl Garðarsson, Líneik Anna Sævarsdóttir og Willum Þór Þórsson. Auk þess féll Páll Valur Björnsson úr Bjartri framtíð einnig af þingi. Sigríður Ingibjörg er þakklát fyrir þann tíma sem hún átti á þingi, en hún tók þar sæti árið 2009. „Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að sitja tvö kjörtímabil á þingi og ég vona að ég hafi gert eitthvað gagn á þeim tíma. Nú tekur við nýr kafli þegar þessum lýkur,“ segir Sigríður. Hún segir fjölda flokka vera til trafala fyrir framgang félagshyggjunnar. „Þessi fjölbreytta flóra flokka viðheldur Sjálfstæðisflokknum við völd sem getur þá handstýrt hverja hann vill fá til samstarfs.“ Páll Valur Björnsson er ánægður eftir sitt kjörtímabil á þingi. „Þessi þrjú og hálft ár hafa verið ótrúleg, hvernig sem á það er litið, gríðarlega krefjandi, lærdómsrík og langoftast skemmtileg. Það eru alltaf vonbrigði þegar að maður nær ekki markmiðum sínum og þannig er það hjá mér núna,“ segir Páll Valur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Sjá meira
Níu þingmenn sem óskuðu endurkjörs í kosningunum síðastliðinn laugardag náðu ekki kjöri og falla af þingi. Sameiginleg þingreynsla þessara níu þingmanna er hvorki meiri né minni en rúm 77 ár. Samfylkingin galt afhroð í öðrum kosningum sínum í röð og fékk flokkurinn aðeins þrjá menn kjörna á þing. Fimm þingmenn flokksins féllu í kosningunum, öll á höfuðborgarsvæðinu. Þau Helgi Hjörvar, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Valgerður Bjarnadóttir og Össur Skarphéðinsson óskuðu öll eftir endurkjöri í Reykjavík en án árangurs. Einnig féll Árni Páll Árnason, fyrrum formaður flokksins, af þingi í kraganum. Össur Skarphéðinsson kom inn sem nýr þingmaður eftir kosningarnar árið 1991 og hafði því setið á alþingi í aldarfjórðung þegar hann féll af þingi og samflokksmaður hans, Helgi Hjörvar, hafði setið í rúm 13 ár þegar hann féll af þingi. Fjórir þingmenn, þrír úr Framsókn og einn úr Bjartri framtíð, féllu af þingi eftir aðeins eitt kjörtímabil. Þá féllu þrír þingmenn Framsóknarflokksins, þau Karl Garðarsson, Líneik Anna Sævarsdóttir og Willum Þór Þórsson. Auk þess féll Páll Valur Björnsson úr Bjartri framtíð einnig af þingi. Sigríður Ingibjörg er þakklát fyrir þann tíma sem hún átti á þingi, en hún tók þar sæti árið 2009. „Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að sitja tvö kjörtímabil á þingi og ég vona að ég hafi gert eitthvað gagn á þeim tíma. Nú tekur við nýr kafli þegar þessum lýkur,“ segir Sigríður. Hún segir fjölda flokka vera til trafala fyrir framgang félagshyggjunnar. „Þessi fjölbreytta flóra flokka viðheldur Sjálfstæðisflokknum við völd sem getur þá handstýrt hverja hann vill fá til samstarfs.“ Páll Valur Björnsson er ánægður eftir sitt kjörtímabil á þingi. „Þessi þrjú og hálft ár hafa verið ótrúleg, hvernig sem á það er litið, gríðarlega krefjandi, lærdómsrík og langoftast skemmtileg. Það eru alltaf vonbrigði þegar að maður nær ekki markmiðum sínum og þannig er það hjá mér núna,“ segir Páll Valur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Sjá meira