Sigurður Ingi um orð Sigmundar Davíðs: „Alltaf hægt að velta fyrir sér hvað og ef“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. október 2016 13:55 Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins og starfandi forsætisráðherra kom á fund til forseta Guðna Th. Jóhannessonar rétt fyrir klukkan 13 í dag en hann er sá fjórði í röðinni til að mæta á Bessastaði til að ræða komandi stjórnarmyndunarviðræður. Hann vildi ekkert ræða við fjölmiðla fyrir fundinn með forsetanum og gaf lítið upp eftir fundinn. Sigurður sagði Framsóknarflokkinn vera ábyrgan stjórnmálaflokk sem þekkti það vel að vera í ríkisstjórn en hann vildi ekkert gefa upp um það hvað þeir Guðni ræddu; sagði það á milli þeirra tveggja. „Eins og ég hef lýst þá erum við 100 ára flokkur og erum ábyrgur stjórnmálaflokkur. Við erum tilbúin til þess að vinna með öllum og erum tilbúin til þess að sitja í ríkisstjórn,“ sagði Sigurður.Sigurður Ingi ásamt Guðna Th. Jóhannessyni á Bessastöðum í dag.vísir/anton brinkHann var spurður út í það sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi formaður flokksins sagði í Fréttablaðinu í dag um það að ef að hann hefði leitt flokkinn í kosningunum á laugardaginn þá hefði Framsókn fengið 18 til 19 prósent. „Það er alltaf hægt að velta fyrir sér hvað og ef en ég ætla ekki að vera í því,“ sagði Sigurður Ingi. Klukkan 14 mætir Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar á fund forseta, því næst Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar og að lokum Oddnýju Harðardóttur formann Samfylkingarinnar. Að því búnu er búist við að forseti veiti einhverjum formanni flokkanna stjórnarmyndunarumboð en hvort það verður í kvöld eða á morgun liggur ekki fyrir. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín sagði Guðna að fyrsti valkostur Vinstri grænna væri fimm flokka stjórn til vinstri Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna átti um hálftíma langan fund með Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands á Bessastöðum núna á milli klukkan ellefu og hálftólf. 31. október 2016 11:48 Telur Guðna vera búinn að útbúa góða „strategíu“ "Hann kemur til með að gera þetta úthugsað og kórrétt,“ segir prófessor í sagnfræði um fundi forsetans með leiðtogum stjórnarflokkanna. 31. október 2016 11:12 Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Umboðsmenn Pírata, þau Birgitta Jónsdóttir, Smári McCarthy og Einar Brynjólfsson, áttu um 45 mínútna langan fund með Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands á Bessastöðum í dag. 31. október 2016 13:03 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins og starfandi forsætisráðherra kom á fund til forseta Guðna Th. Jóhannessonar rétt fyrir klukkan 13 í dag en hann er sá fjórði í röðinni til að mæta á Bessastaði til að ræða komandi stjórnarmyndunarviðræður. Hann vildi ekkert ræða við fjölmiðla fyrir fundinn með forsetanum og gaf lítið upp eftir fundinn. Sigurður sagði Framsóknarflokkinn vera ábyrgan stjórnmálaflokk sem þekkti það vel að vera í ríkisstjórn en hann vildi ekkert gefa upp um það hvað þeir Guðni ræddu; sagði það á milli þeirra tveggja. „Eins og ég hef lýst þá erum við 100 ára flokkur og erum ábyrgur stjórnmálaflokkur. Við erum tilbúin til þess að vinna með öllum og erum tilbúin til þess að sitja í ríkisstjórn,“ sagði Sigurður.Sigurður Ingi ásamt Guðna Th. Jóhannessyni á Bessastöðum í dag.vísir/anton brinkHann var spurður út í það sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi formaður flokksins sagði í Fréttablaðinu í dag um það að ef að hann hefði leitt flokkinn í kosningunum á laugardaginn þá hefði Framsókn fengið 18 til 19 prósent. „Það er alltaf hægt að velta fyrir sér hvað og ef en ég ætla ekki að vera í því,“ sagði Sigurður Ingi. Klukkan 14 mætir Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar á fund forseta, því næst Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar og að lokum Oddnýju Harðardóttur formann Samfylkingarinnar. Að því búnu er búist við að forseti veiti einhverjum formanni flokkanna stjórnarmyndunarumboð en hvort það verður í kvöld eða á morgun liggur ekki fyrir.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín sagði Guðna að fyrsti valkostur Vinstri grænna væri fimm flokka stjórn til vinstri Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna átti um hálftíma langan fund með Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands á Bessastöðum núna á milli klukkan ellefu og hálftólf. 31. október 2016 11:48 Telur Guðna vera búinn að útbúa góða „strategíu“ "Hann kemur til með að gera þetta úthugsað og kórrétt,“ segir prófessor í sagnfræði um fundi forsetans með leiðtogum stjórnarflokkanna. 31. október 2016 11:12 Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Umboðsmenn Pírata, þau Birgitta Jónsdóttir, Smári McCarthy og Einar Brynjólfsson, áttu um 45 mínútna langan fund með Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands á Bessastöðum í dag. 31. október 2016 13:03 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira
Katrín sagði Guðna að fyrsti valkostur Vinstri grænna væri fimm flokka stjórn til vinstri Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna átti um hálftíma langan fund með Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands á Bessastöðum núna á milli klukkan ellefu og hálftólf. 31. október 2016 11:48
Telur Guðna vera búinn að útbúa góða „strategíu“ "Hann kemur til með að gera þetta úthugsað og kórrétt,“ segir prófessor í sagnfræði um fundi forsetans með leiðtogum stjórnarflokkanna. 31. október 2016 11:12
Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Umboðsmenn Pírata, þau Birgitta Jónsdóttir, Smári McCarthy og Einar Brynjólfsson, áttu um 45 mínútna langan fund með Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands á Bessastöðum í dag. 31. október 2016 13:03