Benedikt: Stjórnir myndaðar utan um málefni, ekki þingmannafjölda Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. október 2016 14:59 Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar kom á fund til forseta Guðna Th. Jóhannessonar rétt fyrir klukkan 13 í dag en hann er sá fimmti í röðinni til að mæta á Bessastaði til að ræða komandi stjórnarmyndunarviðræður. Benedikt gaf sér tíma til að ræða við fjölmiðlamenn eftir að hann kom af fundi forseta. Sagði Benedikt að þeir hafi farið yfir málin og hvernig þau stæðu. Guðni hafi komið gagnlegar ábendingar enda sé hann með yfirsýn yfir allt sviðið ólíkt leiðtogum flokkanna. Hann segir að útspil Pírata um að verja minnihlutastjórn falli sé um margt áhugaverð. „Þetta er áhugavert útspil sem þýðir að það eru fleiri möguleikar í stöðunni en voru áður,“ sagði Benedikt við viðstadda fjölmiðlamenn. Hann segist hafa lagt það til við forseta að Viðreisn myndi leiða stjórnarsamstarf án þess þó að hafa beðið formlega um það. Benedikt var einnig spurður um mögulegt stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Á forsíðu Fréttablaðsins er greint frá því að Óttarr Proppé og Bjarni Benediktsson hafi rætt saman í síma í gær um mögulega ríkisstjórn flokkanna þeirra og Viðreisnar. Benedikt vildi lítið tjá sig um möguleikana á slíku samstarfi. „Ég vil ekkert segja um það á þessu stigi málsins,“ sagði Benedikt og minntist á að það væri eins og það hafi uppgötvast í morgun að slík stjórn myndi njóta stuðnings 32 þingmanna eða meirihluta á þingi. „Það er ekki þannig sem stjórnir myndar. Þær eru myndaðar utan um málefni.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Tillaga Pírata um minnihlutastjórn á borðinu ef illa gengur að mynda meirihluta „Það verður fróðlegt að sjá hver viðbrögð forystumanna Viðreisnar verða við þessu.“ 31. október 2016 14:06 Sigurður Ingi um orð Sigmundar Davíðs: „Alltaf hægt að velta fyrir sér hvað og ef“ Gaf ekki mikið upp við fjölmiðla eftir fund með forseta Íslands. 31. október 2016 13:55 Katrín telur vænlegra að mynda meirihlutastjórn Útilokar þó ekki neitt þegar hugmynd Pírata um minnihlutastjórn er borin undir hana. 31. október 2016 14:53 Viðreisn útilokar ekki minnihlutastjórn með Bjartri framtíð og VG Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar kom til Bessastaða rétt fyrir klukkan 14 í dag til fundar við forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson, vegna komandi stjórnarmyndunarviðræðna. 31. október 2016 14:12 Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Umboðsmenn Pírata, þau Birgitta Jónsdóttir, Smári McCarthy og Einar Brynjólfsson, áttu um 45 mínútna langan fund með Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands á Bessastöðum í dag. 31. október 2016 13:03 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir „Jómfrúarræður“ séu barns síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar kom á fund til forseta Guðna Th. Jóhannessonar rétt fyrir klukkan 13 í dag en hann er sá fimmti í röðinni til að mæta á Bessastaði til að ræða komandi stjórnarmyndunarviðræður. Benedikt gaf sér tíma til að ræða við fjölmiðlamenn eftir að hann kom af fundi forseta. Sagði Benedikt að þeir hafi farið yfir málin og hvernig þau stæðu. Guðni hafi komið gagnlegar ábendingar enda sé hann með yfirsýn yfir allt sviðið ólíkt leiðtogum flokkanna. Hann segir að útspil Pírata um að verja minnihlutastjórn falli sé um margt áhugaverð. „Þetta er áhugavert útspil sem þýðir að það eru fleiri möguleikar í stöðunni en voru áður,“ sagði Benedikt við viðstadda fjölmiðlamenn. Hann segist hafa lagt það til við forseta að Viðreisn myndi leiða stjórnarsamstarf án þess þó að hafa beðið formlega um það. Benedikt var einnig spurður um mögulegt stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Á forsíðu Fréttablaðsins er greint frá því að Óttarr Proppé og Bjarni Benediktsson hafi rætt saman í síma í gær um mögulega ríkisstjórn flokkanna þeirra og Viðreisnar. Benedikt vildi lítið tjá sig um möguleikana á slíku samstarfi. „Ég vil ekkert segja um það á þessu stigi málsins,“ sagði Benedikt og minntist á að það væri eins og það hafi uppgötvast í morgun að slík stjórn myndi njóta stuðnings 32 þingmanna eða meirihluta á þingi. „Það er ekki þannig sem stjórnir myndar. Þær eru myndaðar utan um málefni.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Tillaga Pírata um minnihlutastjórn á borðinu ef illa gengur að mynda meirihluta „Það verður fróðlegt að sjá hver viðbrögð forystumanna Viðreisnar verða við þessu.“ 31. október 2016 14:06 Sigurður Ingi um orð Sigmundar Davíðs: „Alltaf hægt að velta fyrir sér hvað og ef“ Gaf ekki mikið upp við fjölmiðla eftir fund með forseta Íslands. 31. október 2016 13:55 Katrín telur vænlegra að mynda meirihlutastjórn Útilokar þó ekki neitt þegar hugmynd Pírata um minnihlutastjórn er borin undir hana. 31. október 2016 14:53 Viðreisn útilokar ekki minnihlutastjórn með Bjartri framtíð og VG Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar kom til Bessastaða rétt fyrir klukkan 14 í dag til fundar við forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson, vegna komandi stjórnarmyndunarviðræðna. 31. október 2016 14:12 Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Umboðsmenn Pírata, þau Birgitta Jónsdóttir, Smári McCarthy og Einar Brynjólfsson, áttu um 45 mínútna langan fund með Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands á Bessastöðum í dag. 31. október 2016 13:03 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir „Jómfrúarræður“ séu barns síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Sjá meira
Tillaga Pírata um minnihlutastjórn á borðinu ef illa gengur að mynda meirihluta „Það verður fróðlegt að sjá hver viðbrögð forystumanna Viðreisnar verða við þessu.“ 31. október 2016 14:06
Sigurður Ingi um orð Sigmundar Davíðs: „Alltaf hægt að velta fyrir sér hvað og ef“ Gaf ekki mikið upp við fjölmiðla eftir fund með forseta Íslands. 31. október 2016 13:55
Katrín telur vænlegra að mynda meirihlutastjórn Útilokar þó ekki neitt þegar hugmynd Pírata um minnihlutastjórn er borin undir hana. 31. október 2016 14:53
Viðreisn útilokar ekki minnihlutastjórn með Bjartri framtíð og VG Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar kom til Bessastaða rétt fyrir klukkan 14 í dag til fundar við forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson, vegna komandi stjórnarmyndunarviðræðna. 31. október 2016 14:12
Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Umboðsmenn Pírata, þau Birgitta Jónsdóttir, Smári McCarthy og Einar Brynjólfsson, áttu um 45 mínútna langan fund með Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands á Bessastöðum í dag. 31. október 2016 13:03