Leiðin að kjörklefanum Frosti Logason skrifar 20. október 2016 07:00 Enn hef ég ekki ákveðið hvað ég mun kjósa í komandi kosningum. Það liggur ekkert á. Síðast ákvað ég þetta í kjörklefanum. Ég held að ég hafi aldrei kosið sama flokkinn tvisvar. Það á enginn þeirra neitt inni hjá mér og málefni þeirra eru misaðlaðandi á hverjum tíma. Samkvæmt kosningavita Félagsvísindastofnunar er ég alþjóðasinnaður markaðshyggjumaður. Þeir flokkar sem raðast næst mér á vitanum eru frjálslyndu flokkarnir. Þeir hafa allir boðað breytingar. Það hljómar ágætlega. Ég get vel hugsað mér að kjósa flokk sem vill uppræta spillingu. Ég vil nýja stjórnarskrá en ekki setja plástur á þá gömlu. Ég vil að samfélagið njóti ávaxta þeirra auðlinda sem sjávarútvegurinn, orkugeirinn og ferðaþjónustan skila. Til samans eru þær sennilega álíka verðmætar og olíusjóður Noregs. Við ættum að geta rekið myndarlegt heilbrigðiskerfi með slíka sjóði. Komið vel fram við unga sem aldna. Um þessi mál virðast flestir Íslendingar, merkilegt nokk, vera sammála. Þetta er óskalisti margra. Það er hins vegar barnalegt að trúa því að við séum að fara að fá eitthvað af þessu. Því miður. Lífið virkar ekki þannig. Það eru nefnilega hagsmunaöfl og skrímsladeildir sem ætla að hirða þetta allt saman. Þessir sem tala um að baka þurfi stærri köku svo allir geti fengið meira. Það vantar bara stærri köku segja þeir. Reynslan sýnir hins vegar að þegar kakan stækkar troða sömu aðilar alltaf upp í sig meiru en þeir geta kyngt. Svo segja þeir árangur áfram, ekkert stopp. Engar breytingar. Eru ekki allir til í þetta? Hvað ætlar þú annars að kjósa?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frosti Logason Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun
Enn hef ég ekki ákveðið hvað ég mun kjósa í komandi kosningum. Það liggur ekkert á. Síðast ákvað ég þetta í kjörklefanum. Ég held að ég hafi aldrei kosið sama flokkinn tvisvar. Það á enginn þeirra neitt inni hjá mér og málefni þeirra eru misaðlaðandi á hverjum tíma. Samkvæmt kosningavita Félagsvísindastofnunar er ég alþjóðasinnaður markaðshyggjumaður. Þeir flokkar sem raðast næst mér á vitanum eru frjálslyndu flokkarnir. Þeir hafa allir boðað breytingar. Það hljómar ágætlega. Ég get vel hugsað mér að kjósa flokk sem vill uppræta spillingu. Ég vil nýja stjórnarskrá en ekki setja plástur á þá gömlu. Ég vil að samfélagið njóti ávaxta þeirra auðlinda sem sjávarútvegurinn, orkugeirinn og ferðaþjónustan skila. Til samans eru þær sennilega álíka verðmætar og olíusjóður Noregs. Við ættum að geta rekið myndarlegt heilbrigðiskerfi með slíka sjóði. Komið vel fram við unga sem aldna. Um þessi mál virðast flestir Íslendingar, merkilegt nokk, vera sammála. Þetta er óskalisti margra. Það er hins vegar barnalegt að trúa því að við séum að fara að fá eitthvað af þessu. Því miður. Lífið virkar ekki þannig. Það eru nefnilega hagsmunaöfl og skrímsladeildir sem ætla að hirða þetta allt saman. Þessir sem tala um að baka þurfi stærri köku svo allir geti fengið meira. Það vantar bara stærri köku segja þeir. Reynslan sýnir hins vegar að þegar kakan stækkar troða sömu aðilar alltaf upp í sig meiru en þeir geta kyngt. Svo segja þeir árangur áfram, ekkert stopp. Engar breytingar. Eru ekki allir til í þetta? Hvað ætlar þú annars að kjósa?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun