Þúsund Skagamenn vinna á Grundartanga og í Reykjavík Jón Hákon Halldórsson skrifar 20. október 2016 07:00 Íbúar á Ísafirði sem ætla að leggja fyrir sig háskólanám þurfa að flytjast úr heimabyggð. vísir/pjetur Norðvesturkjördæmis eru átta. Kjördæmið varð eitt af höfuðvígjum Framsóknarflokksins eftir síðustu kosningar er flokkurinn fékk fjóra menn kjörna á þing, Sjálfstæðisflokkurinn fékk tvo menn, VG einn og Samfylkingin einn. Það eru helst bættar samgöngur og fjölbreyttara atvinnulíf sem viðmælendur Fréttablaðsins telja að ættu að vera aðaláherslumál fyrir kosningarnar. Og ekki verður annað sagt en að forystumenn ríkisstjórnarinnar hafi sýnt kjördæminu áhuga. Í það minnsta hluta þess.Hálfdán Óskarsson, ÍsfirðingurSkipuð var nefnd um fjölgun starfa í kjördæminu undir forystu Stefáns Vagns Stefánssonar, oddvita Framsóknarflokksins í Skagafirði. Tillögurnar fólu í sér að 130 opinber störf yrðu til í landshlutanum, langflest í Skagafirði. Þetta átti einkum að nást með flutningi starfa frá höfuðborgarsvæðinu, til dæmis flutningi verkefna Landhelgisgæslunnar. Hálfdan Óskarsson, íbúi á Ísafirði og einn eigenda mjólkurvinnslunnar Örnu, segir vanta meiri langtímastefnumótun á svæðinu. „Mér finnst það alltaf vera einhverjar skammtímalausnir, til að redda öllu,“ segir hann. Hálfdan segir skorta meiri fjölbreytni í atvinnulífið á Vestfjörðum og hefur áhyggjur af hækkandi lífaldri íbúa á svæðinu. „Við erum að missa allt unga fólkið í burtu frá okkur og það kemur ekki til baka aftur. Við, þessi gömlu, verðum ein eftir,“ segir hann. Hálfdan segist sjálfur eiga fjóra krakka og þau hafi öll farið annað í skóla. Hálfdan viðurkennir að það sé ekki vinsælt að tala um fjölgun háskóla nú um stundir. „En ég held að það sé grunnurinn í þessu, að ungt fólk fái tækifæri til að klára sína menntun á svæðinu.“Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóriHálfdan kveðst sáttur við menntastofnanirnar á Ísafirði, eins langt og þær nái. „En það er bara menntaskóli og svo er það búið.“ Stærsta sveitarfélagið í kjördæminu er Akranes með um sjö þúsund íbúa. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri segir að um eitt þúsund manns aki á morgnana til vinnu, á Grundartanga eða til höfuðborgarinnar. Brýnasta hagsmunamálið sé samgöngur til og frá höfuðborginni.Norðvesturkjördæmi í hnotskurn„Við erum með það mikinn fjölda af íbúum sem fer daglega á milli í vinnu og við viljum að hraðar verði farið í breikkun Vesturlandsvegar,“ segir Regína. Til útskýringar bendir Regína á að nýlega hafi Alþingi samþykkt að 700 milljónir króna yrðu settar í 1?+?2 veg á árinu 2018. Heildarframkvæmdum verði ekki lokið fyrr en árið 2025 og það sé of seint. Einnig segir Regína mikilvægt að farið verði að ræða önnur samgöngumannvirki af alvöru, eins og Sundabraut og tvöföldun Hvalfjarðarganga.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Norðvesturkjördæmis eru átta. Kjördæmið varð eitt af höfuðvígjum Framsóknarflokksins eftir síðustu kosningar er flokkurinn fékk fjóra menn kjörna á þing, Sjálfstæðisflokkurinn fékk tvo menn, VG einn og Samfylkingin einn. Það eru helst bættar samgöngur og fjölbreyttara atvinnulíf sem viðmælendur Fréttablaðsins telja að ættu að vera aðaláherslumál fyrir kosningarnar. Og ekki verður annað sagt en að forystumenn ríkisstjórnarinnar hafi sýnt kjördæminu áhuga. Í það minnsta hluta þess.Hálfdán Óskarsson, ÍsfirðingurSkipuð var nefnd um fjölgun starfa í kjördæminu undir forystu Stefáns Vagns Stefánssonar, oddvita Framsóknarflokksins í Skagafirði. Tillögurnar fólu í sér að 130 opinber störf yrðu til í landshlutanum, langflest í Skagafirði. Þetta átti einkum að nást með flutningi starfa frá höfuðborgarsvæðinu, til dæmis flutningi verkefna Landhelgisgæslunnar. Hálfdan Óskarsson, íbúi á Ísafirði og einn eigenda mjólkurvinnslunnar Örnu, segir vanta meiri langtímastefnumótun á svæðinu. „Mér finnst það alltaf vera einhverjar skammtímalausnir, til að redda öllu,“ segir hann. Hálfdan segir skorta meiri fjölbreytni í atvinnulífið á Vestfjörðum og hefur áhyggjur af hækkandi lífaldri íbúa á svæðinu. „Við erum að missa allt unga fólkið í burtu frá okkur og það kemur ekki til baka aftur. Við, þessi gömlu, verðum ein eftir,“ segir hann. Hálfdan segist sjálfur eiga fjóra krakka og þau hafi öll farið annað í skóla. Hálfdan viðurkennir að það sé ekki vinsælt að tala um fjölgun háskóla nú um stundir. „En ég held að það sé grunnurinn í þessu, að ungt fólk fái tækifæri til að klára sína menntun á svæðinu.“Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóriHálfdan kveðst sáttur við menntastofnanirnar á Ísafirði, eins langt og þær nái. „En það er bara menntaskóli og svo er það búið.“ Stærsta sveitarfélagið í kjördæminu er Akranes með um sjö þúsund íbúa. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri segir að um eitt þúsund manns aki á morgnana til vinnu, á Grundartanga eða til höfuðborgarinnar. Brýnasta hagsmunamálið sé samgöngur til og frá höfuðborginni.Norðvesturkjördæmi í hnotskurn„Við erum með það mikinn fjölda af íbúum sem fer daglega á milli í vinnu og við viljum að hraðar verði farið í breikkun Vesturlandsvegar,“ segir Regína. Til útskýringar bendir Regína á að nýlega hafi Alþingi samþykkt að 700 milljónir króna yrðu settar í 1?+?2 veg á árinu 2018. Heildarframkvæmdum verði ekki lokið fyrr en árið 2025 og það sé of seint. Einnig segir Regína mikilvægt að farið verði að ræða önnur samgöngumannvirki af alvöru, eins og Sundabraut og tvöföldun Hvalfjarðarganga.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira