Sjálfstæðismenn fengju fimm þingmenn í Suðvesturkjördæmi og Framsókn tapar tveimur Heimir Már Pétursson skrifar 20. október 2016 19:20 Úr myndveri þar sem oddvitar stærstu flokkanna sátu fyrir svörum. Vísir/Vilhelm Sjálfstæðisflokkurinn fengi fimm af þrettán þingmönnum Suðvesturkjördæmis ef kosið yrði nú samkvæmt könnun Stöðvar 2, Fréttablaðsins og Vísis sem greint var frá í kosningaþætti Stöðvar 2. Framsóknarflokkurinn tapar tveimur af þremur þingmönnum sínum. Nokkur breyting verður á skipan þingsæta í Suðvesturkjördæmi samvæmt könnuninni en hún byggir á svörum í könnunum fréttastofu undanfarnar tvær vikur sem og könnun sem gerð var á mánudag og þriðjudag. Framsóknarflokkurinn tapar tveimur þingmönnum í kjördæminu með 6,7 prósenta fylgi og kæmist Eygló Harðardóttir ein á þing en Willum Þór Þórsson alþingismaður næði ekki kjöri.Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig örlitlu fylgi frá síðustu kosningum þótt hann sé enn langt frá rúmlega 42 prósenta fylgi kosninganna 2007. Mælist nú með 31,6 prósent og héldi fimm þingmönnum, Bjarna Benediktssyni, Bryndísi Haraldsdóttur, Jóni Gunnarssyni, Óla Birni Kárasyni og Vilhjálmi Bjarnasyni. Samfylkingin tapar öðrum sinna tveggja þingmanna í kjördæminu en hún mælist með 8 prósenta fylgi og því nær Árni Páll Árnason kjöri. Vinstri græn eru hins vegar að bæta við sig fylgi, fengju 11,6 prósent og einn mann kjörinn. En mjög mjótt er á munum annars manns Vinstri grænna, Ólafi Þór Gunnarssyni og Vilhjálmi Bjarnasyni fimmta manns Sjálfstæðisflokksins samkvæmt könnuninni. Björt framtíð heldur sínum manni með 7 prósenta fylgi sem dugar fyrir þingsæti Óttars Proppé formanns flokksins. Píratar fengju aftur á móti þrjá menn kjörna með 20,1 prósent atkvæða í Suðvesturkjördæmi. Jón Þór Ólafsson, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Andri Þór Sturluson kæmust því öll á þing samkvæmt þessum niðurstöðum. Viðreisn með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur fyrrverandi menntamálaráðherra og varaformanni Sjálfstæðisflokksins í oddvitasæti, mælist með 8 prósent eins og Samfylkingin. Þar með kæmist Þorgerður Katrín á þing á nýjan leik. Kosningar 2016 X16 Suðvestur Tengdar fréttir Píratar ásælast ekki forsætisráðuneytið Píratar myndu bæta við sig langflestum þingmönnum í komandi alþingiskosningum miðað við nýjustu könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Þingflokkur VG myndi næstum tvöfaldast. Píratar hyggjast ræða áfram við forystumenn annarra 20. október 2016 07:00 Framsókn myndi missa tvo af fjórum þingmönnum sínum í Suðurkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur flokka í Suðurkjördæmi samkvæmt nýrri könnun fréttastofu 365. Sex flokkar myndu ná inn kjördæmakjörnum þingmanni á þing. 18. október 2016 17:35 VG bætir verulega við fylgið og andar ofan í hálsmál Pírata Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkur landsins samkvæmt nýrri könnun. Vinstri græn bæta við sig fylgi milli vikna. Formaður Samfylkingarinnar segist vera bjartsýn á að flokkurinn bæti við sig fyrir kosningar. 19. október 2016 00:30 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn fengi fimm af þrettán þingmönnum Suðvesturkjördæmis ef kosið yrði nú samkvæmt könnun Stöðvar 2, Fréttablaðsins og Vísis sem greint var frá í kosningaþætti Stöðvar 2. Framsóknarflokkurinn tapar tveimur af þremur þingmönnum sínum. Nokkur breyting verður á skipan þingsæta í Suðvesturkjördæmi samvæmt könnuninni en hún byggir á svörum í könnunum fréttastofu undanfarnar tvær vikur sem og könnun sem gerð var á mánudag og þriðjudag. Framsóknarflokkurinn tapar tveimur þingmönnum í kjördæminu með 6,7 prósenta fylgi og kæmist Eygló Harðardóttir ein á þing en Willum Þór Þórsson alþingismaður næði ekki kjöri.Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig örlitlu fylgi frá síðustu kosningum þótt hann sé enn langt frá rúmlega 42 prósenta fylgi kosninganna 2007. Mælist nú með 31,6 prósent og héldi fimm þingmönnum, Bjarna Benediktssyni, Bryndísi Haraldsdóttur, Jóni Gunnarssyni, Óla Birni Kárasyni og Vilhjálmi Bjarnasyni. Samfylkingin tapar öðrum sinna tveggja þingmanna í kjördæminu en hún mælist með 8 prósenta fylgi og því nær Árni Páll Árnason kjöri. Vinstri græn eru hins vegar að bæta við sig fylgi, fengju 11,6 prósent og einn mann kjörinn. En mjög mjótt er á munum annars manns Vinstri grænna, Ólafi Þór Gunnarssyni og Vilhjálmi Bjarnasyni fimmta manns Sjálfstæðisflokksins samkvæmt könnuninni. Björt framtíð heldur sínum manni með 7 prósenta fylgi sem dugar fyrir þingsæti Óttars Proppé formanns flokksins. Píratar fengju aftur á móti þrjá menn kjörna með 20,1 prósent atkvæða í Suðvesturkjördæmi. Jón Þór Ólafsson, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Andri Þór Sturluson kæmust því öll á þing samkvæmt þessum niðurstöðum. Viðreisn með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur fyrrverandi menntamálaráðherra og varaformanni Sjálfstæðisflokksins í oddvitasæti, mælist með 8 prósent eins og Samfylkingin. Þar með kæmist Þorgerður Katrín á þing á nýjan leik.
Kosningar 2016 X16 Suðvestur Tengdar fréttir Píratar ásælast ekki forsætisráðuneytið Píratar myndu bæta við sig langflestum þingmönnum í komandi alþingiskosningum miðað við nýjustu könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Þingflokkur VG myndi næstum tvöfaldast. Píratar hyggjast ræða áfram við forystumenn annarra 20. október 2016 07:00 Framsókn myndi missa tvo af fjórum þingmönnum sínum í Suðurkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur flokka í Suðurkjördæmi samkvæmt nýrri könnun fréttastofu 365. Sex flokkar myndu ná inn kjördæmakjörnum þingmanni á þing. 18. október 2016 17:35 VG bætir verulega við fylgið og andar ofan í hálsmál Pírata Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkur landsins samkvæmt nýrri könnun. Vinstri græn bæta við sig fylgi milli vikna. Formaður Samfylkingarinnar segist vera bjartsýn á að flokkurinn bæti við sig fyrir kosningar. 19. október 2016 00:30 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Sjá meira
Píratar ásælast ekki forsætisráðuneytið Píratar myndu bæta við sig langflestum þingmönnum í komandi alþingiskosningum miðað við nýjustu könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Þingflokkur VG myndi næstum tvöfaldast. Píratar hyggjast ræða áfram við forystumenn annarra 20. október 2016 07:00
Framsókn myndi missa tvo af fjórum þingmönnum sínum í Suðurkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur flokka í Suðurkjördæmi samkvæmt nýrri könnun fréttastofu 365. Sex flokkar myndu ná inn kjördæmakjörnum þingmanni á þing. 18. október 2016 17:35
VG bætir verulega við fylgið og andar ofan í hálsmál Pírata Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkur landsins samkvæmt nýrri könnun. Vinstri græn bæta við sig fylgi milli vikna. Formaður Samfylkingarinnar segist vera bjartsýn á að flokkurinn bæti við sig fyrir kosningar. 19. október 2016 00:30