Íslensk vopn í yfirstandandi stríði Sif Sigmarsdóttir skrifar 22. október 2016 07:00 Við Íslendingar teljum okkur vera friðsama þjóð. Við eigum þó okkar eigið framlag til vopnabúrs veraldarinnar. Nú þegar vika er til kosninga má velta fyrir sér hvort ekki sé þörf á að munda það á nýjan leik.Í kálgörðum bænda Um aldamótin 1900 birtust við strendur Íslands risastór erlend skip úr stáli sem voru knúin áfram af gufuafli. Þetta voru mikil ferlíki í samanburði við litlu fiskibátana sem Íslendingar notuðust við. Um var að ræða breska togara. Þeir ruddust inn á fiskimiðin með botnvörpur – netpoka sem dragast eftir sjávarbotni og hreinsa upp allan fisk eins og ryksugur – eftir að hafa gert út af við þorskstofninn við eigin strendur. Ágangur þessara erlendu togskipa var svo mikill að Íslendingar höfðu á orði að við lægi að togararnir toguðu uppi í kálgörðum bænda. Árið 1905 eignuðust Íslendingar sinn fyrsta togara. Togaraflotinn óx hratt og á fyrstu þremur áratugum 20. aldar fimmfaldaðist fiskafli Íslendinga. Fiskveiðar voru kraftaverkið sem kippti Íslandi loks út úr hinum myrku miðöldum inn í nútímann. Fiskveiðar voru undirstaðan að efnahag landsins og nýfengnum auðæfum þess. Landsmenn voru staðráðnir í að leyfa engum að ógna helsta lífsviðurværi sínu. Á árunum 1958-1976 háðu Íslendingar þrjú þorskastríð, aðallega við Breta. Það var í stríðinu um þann gula sem fyrsta íslenska vopnið varð til.Sigur unninn, eða hvað? Togvíraklippurnar voru vopn Landhelgisgæslunnar í þorskastríðunum. Þær voru hugmynd Péturs Sigurðssonar, þáverandi forstjóra Gæslunnar, og var þeim beitt á árunum 1972 til 1976. Hönnunin var einföld: Klippurnar voru eins og ankeri í laginu en voru í raun fjórir hnífar. Hnífarnir héngu aftan í varðskipunum og skáru á togvírana sem drógu upp botnvörpur togaranna. Þannig glataðist bæði veiðarfærið og aflinn sem fékk bresku útgerðarfélögin til að hugsa sig tvisvar um áður en þau sendu skip sín aftur á Íslandsmið. Með aðstoð togvíraklippanna höfðu Íslendingar betur í þorskastríðunum gegn Bretum. Auðæfum lands og þjóðar var borgið. Eða hvað?Pólitísk botnvarpa Fyrir viku mátti lesa í Fréttablaðinu viðtal við formenn fjögurra stjórnmálaflokka sem eru í framboði til Alþingis; Sjálfstæðisflokks, Pírata, Viðreisnar og Samfylkingar. Voru þeir spurðir að því hvað þeim fyndist um kvótakerfið. Flestir virtust formennirnir sammála um að landsmenn nytu ekki nægjanlega góðs af auðlindinni sem fiskurinn er og vildu þeir breytingu þar á. Einn skar sig hins vegar úr. Um kvótakerfið hafði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, þetta að segja: „Kerfið okkar skilar gríðarlegum verðmætum og þá eiginleika verðum við að tryggja áfram. Við eigum að taka sanngjarnt gjald af auðlindinni en ekki margfalda það.“ Sjálfstæðisflokkurinn er eins og pólitísk botnvarpa. Kjörtímabil eftir kjörtímabil ryksugar hann upp verðmæti íslensks samfélags og færir útvöldum á silfurfati. En nú er mál að linni. Eitt stærsta sanngirnismál komandi kosninga er spurningin um hvað verður um kvótakerfið; hvernig ráðstafa skuli aflahlutdeildunum og innheimta arð af auðlindinni. Íslendingar háðu þrjú „stríð“ um fiskinn í hafinu kringum landið. Það er komið að því fjórða. Flestir flokkanna sem eru í framboði til Alþingis aðrir en núverandi stjórnarflokkar hafa breytingar á kvótakerfinu á stefnuskrá sinni. Fjórða þorskastríðið fer fram í kjörklefunum um næstu helgi. Tökum fram togvíraklippurnar og klippum á vírinn sem gerir Sjálfstæðisflokknum og meðreiðarflokki hans kleift að fara með auðæfi landsmanna sem auðæfi sín. Það er löngu orðið tímabært að allir njóti góðs af þjóðareigninni en ekki aðeins fáir. Kjósum með okkur sjálfum næstkomandi laugardag – annars hefðum við alveg eins getað látið Bretum eftir fiskimiðin.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun
Við Íslendingar teljum okkur vera friðsama þjóð. Við eigum þó okkar eigið framlag til vopnabúrs veraldarinnar. Nú þegar vika er til kosninga má velta fyrir sér hvort ekki sé þörf á að munda það á nýjan leik.Í kálgörðum bænda Um aldamótin 1900 birtust við strendur Íslands risastór erlend skip úr stáli sem voru knúin áfram af gufuafli. Þetta voru mikil ferlíki í samanburði við litlu fiskibátana sem Íslendingar notuðust við. Um var að ræða breska togara. Þeir ruddust inn á fiskimiðin með botnvörpur – netpoka sem dragast eftir sjávarbotni og hreinsa upp allan fisk eins og ryksugur – eftir að hafa gert út af við þorskstofninn við eigin strendur. Ágangur þessara erlendu togskipa var svo mikill að Íslendingar höfðu á orði að við lægi að togararnir toguðu uppi í kálgörðum bænda. Árið 1905 eignuðust Íslendingar sinn fyrsta togara. Togaraflotinn óx hratt og á fyrstu þremur áratugum 20. aldar fimmfaldaðist fiskafli Íslendinga. Fiskveiðar voru kraftaverkið sem kippti Íslandi loks út úr hinum myrku miðöldum inn í nútímann. Fiskveiðar voru undirstaðan að efnahag landsins og nýfengnum auðæfum þess. Landsmenn voru staðráðnir í að leyfa engum að ógna helsta lífsviðurværi sínu. Á árunum 1958-1976 háðu Íslendingar þrjú þorskastríð, aðallega við Breta. Það var í stríðinu um þann gula sem fyrsta íslenska vopnið varð til.Sigur unninn, eða hvað? Togvíraklippurnar voru vopn Landhelgisgæslunnar í þorskastríðunum. Þær voru hugmynd Péturs Sigurðssonar, þáverandi forstjóra Gæslunnar, og var þeim beitt á árunum 1972 til 1976. Hönnunin var einföld: Klippurnar voru eins og ankeri í laginu en voru í raun fjórir hnífar. Hnífarnir héngu aftan í varðskipunum og skáru á togvírana sem drógu upp botnvörpur togaranna. Þannig glataðist bæði veiðarfærið og aflinn sem fékk bresku útgerðarfélögin til að hugsa sig tvisvar um áður en þau sendu skip sín aftur á Íslandsmið. Með aðstoð togvíraklippanna höfðu Íslendingar betur í þorskastríðunum gegn Bretum. Auðæfum lands og þjóðar var borgið. Eða hvað?Pólitísk botnvarpa Fyrir viku mátti lesa í Fréttablaðinu viðtal við formenn fjögurra stjórnmálaflokka sem eru í framboði til Alþingis; Sjálfstæðisflokks, Pírata, Viðreisnar og Samfylkingar. Voru þeir spurðir að því hvað þeim fyndist um kvótakerfið. Flestir virtust formennirnir sammála um að landsmenn nytu ekki nægjanlega góðs af auðlindinni sem fiskurinn er og vildu þeir breytingu þar á. Einn skar sig hins vegar úr. Um kvótakerfið hafði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, þetta að segja: „Kerfið okkar skilar gríðarlegum verðmætum og þá eiginleika verðum við að tryggja áfram. Við eigum að taka sanngjarnt gjald af auðlindinni en ekki margfalda það.“ Sjálfstæðisflokkurinn er eins og pólitísk botnvarpa. Kjörtímabil eftir kjörtímabil ryksugar hann upp verðmæti íslensks samfélags og færir útvöldum á silfurfati. En nú er mál að linni. Eitt stærsta sanngirnismál komandi kosninga er spurningin um hvað verður um kvótakerfið; hvernig ráðstafa skuli aflahlutdeildunum og innheimta arð af auðlindinni. Íslendingar háðu þrjú „stríð“ um fiskinn í hafinu kringum landið. Það er komið að því fjórða. Flestir flokkanna sem eru í framboði til Alþingis aðrir en núverandi stjórnarflokkar hafa breytingar á kvótakerfinu á stefnuskrá sinni. Fjórða þorskastríðið fer fram í kjörklefunum um næstu helgi. Tökum fram togvíraklippurnar og klippum á vírinn sem gerir Sjálfstæðisflokknum og meðreiðarflokki hans kleift að fara með auðæfi landsmanna sem auðæfi sín. Það er löngu orðið tímabært að allir njóti góðs af þjóðareigninni en ekki aðeins fáir. Kjósum með okkur sjálfum næstkomandi laugardag – annars hefðum við alveg eins getað látið Bretum eftir fiskimiðin.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun