Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Stjarnan 70-50 | Snæfell í engum vandræðum með Stjörnuna Arnór Óskarsson í Fjárhúsinu skrifar 22. október 2016 16:30 Ingi Þór þjálfari og Pálína Gunnlaugsdóttir, leikmaður Snæfells. vísir/eyþór Snæfellskonur sigruðu Stjörnuna úr Garðabæ 70-50 í fimmtu umferð Domino’s deild kvenna í Stykkishólmi í dag. Munurinn á liðunum virtist mikill en í raun var það fyrst og fremst fyrsti leikhlutinn er skop sigurinn fyrir heimamenn. Hólmarar virtust ganga berserksgang bæði í vörn og sókn og gekk gestunum úr Garðabæ illa að ráða við slíkan leik. Byrjunarkafli Snæfells skilaði þægilega 24 stiga forystu en sá munur átti eftir að haldast það sem eftir var af leiknum.Snæfell – Stjarnan 70-50 (30-06, 17-17, 11-11, 12-16).Af hverju vann Snæfell?Snæfellskonur mættu dýrvitlausar til leiks og virtist allt ganga upp í fyrsta leikhluta. Bæði varnar- og sóknarleikur Snæfells var til fyrirmyndar. Snæfell sýndi einnig hversu mikil breiddin í liðinu er en stigaskor og lykiltölur dreifðust á marga leikmenn.Bestu menn vallarinsÓhætt er að fullyrða að framlag Gunnhildar Gunnarsdóttur hafi verið mikilvægt í byrjun leiks. Þegar fór að líða á leikinn voru æ fleiri leikmenn Snæfells farnir að komast á blað og því rétt að taka fram að liðsheild Snæfells hafi unnið þennan leik. Stjörnumegin voru það Bríet Sif Hinriksdóttir og Danielle Victoria Rodriguez sem drógu vagninn fyrir Stjörnuna. Fyrirliði Garðbæinga, Ragna Margrét Brynjarsdóttir, átti einnig stóran þátt í að koma í veg fyrir algjört hrun í leik Garðbæinga.Tölfræðin sem vakti athygliGunnhildur Gunnarsdóttir átti frábæra leikbyrjun og var í hálfleik komin með 14 stig. Þar af voru 4/5 þristar. Fyrir utan fyrsta leikhlutann voru liðin frekar jöfn.Hvað gekk illa?Snæfelli gekk á köflum illa að halda sama leikflæði og þær sýndu í fyrsta leikhluta. Vandræðagangur einkenndi stakar sóknir en á heildina litið mjög skemmtilegur körfubolti. Gestirnir úr Garðabæ verða að spila frá fyrstu mínútu ef þær ætla að vinna lið eins og Snæfell. Garðbæingar sýndu þó að þeir búa yfir góðum einstaklingum sem geta eflaust skilað betri frammistöðu en þær gerðu í Fjárhúsinu í dag. Pétur: Sár og svekktur með fyrsta leikhlutann„Við vorum komin tæpum þrjátíu stigum undir eftir fyrsta leikhluta,“ segir Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar, sem var svekktur með úrslitin í Stykkishólmi í dag. „Fullt kredit á Snæfellsliðið. Þær ýttu okkur úr öllum stöðum og spiluðu hörku vörn. Á meðan höngum við á boltanum, tökum léleg skot og erum að tapa boltanum mikið.“ Hann segir að Snæfell hafi hitt svakalega í fyrsta leikhlutanum og gert það erfitt að koma til baka. „Ég gef mínu liði samt kredit fyrir að halda leiknum jöfnum í gegnum restina af leiknum. Við hættum ekkert að spila.Það er erfitt að koma með hangandi hendi og værukær í leik á móti ríkjandi Íslands- og Bikarmeisturum. Þá lendir maður bara undir með 30 stigum í fyrsta leikhluta. Það er það sem við gerðum því miður hér í dag.“ Pétur segir að það sé lærdómur í þessum leik fyrir Stjörnuna. „Ég get alveg sagt að ég er mjög hrifinn af þessu Snæfellsliði. Þær eru mjög grimmar og ýta leikmönnum úr stöðum. Það er eitthvað sem ég vill að mitt lið geri líka. Ég er með fullt af góðum körfuboltamönnum en mig langar að fá meiri ákveðni í það sem við erum að gera.“ Ingi: Margir ljósir punktar í þessum leik„Við mætum rosalega tilbúnar til leiks, “ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir sigurinn. „Alveg ólíkt því sem gerðist síðustu tvo leiki. Við vorum að búa til góð skot og hittum eftir því. Við héldum dampi varnarlega séð og í sókninni vorum við einnig að gera fína hluti, en maður vill alltaf meira. Pálína [Gunnlaugsdóttir] var mætt til leiks og við fengum framlag frá henni úr öllum áttum. Það er það sem við þurftum.“ Varðandi það sem ekki gekk jafn vel sagði Ingi Þór; „Mér fannst við ekki frákasta nógu vel. En ég get ekki kvartað yfir mörgu í þessum leik. Þetta var sannfærandi og flottur heimasigur.“Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild kvenna Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Sjá meira
Snæfellskonur sigruðu Stjörnuna úr Garðabæ 70-50 í fimmtu umferð Domino’s deild kvenna í Stykkishólmi í dag. Munurinn á liðunum virtist mikill en í raun var það fyrst og fremst fyrsti leikhlutinn er skop sigurinn fyrir heimamenn. Hólmarar virtust ganga berserksgang bæði í vörn og sókn og gekk gestunum úr Garðabæ illa að ráða við slíkan leik. Byrjunarkafli Snæfells skilaði þægilega 24 stiga forystu en sá munur átti eftir að haldast það sem eftir var af leiknum.Snæfell – Stjarnan 70-50 (30-06, 17-17, 11-11, 12-16).Af hverju vann Snæfell?Snæfellskonur mættu dýrvitlausar til leiks og virtist allt ganga upp í fyrsta leikhluta. Bæði varnar- og sóknarleikur Snæfells var til fyrirmyndar. Snæfell sýndi einnig hversu mikil breiddin í liðinu er en stigaskor og lykiltölur dreifðust á marga leikmenn.Bestu menn vallarinsÓhætt er að fullyrða að framlag Gunnhildar Gunnarsdóttur hafi verið mikilvægt í byrjun leiks. Þegar fór að líða á leikinn voru æ fleiri leikmenn Snæfells farnir að komast á blað og því rétt að taka fram að liðsheild Snæfells hafi unnið þennan leik. Stjörnumegin voru það Bríet Sif Hinriksdóttir og Danielle Victoria Rodriguez sem drógu vagninn fyrir Stjörnuna. Fyrirliði Garðbæinga, Ragna Margrét Brynjarsdóttir, átti einnig stóran þátt í að koma í veg fyrir algjört hrun í leik Garðbæinga.Tölfræðin sem vakti athygliGunnhildur Gunnarsdóttir átti frábæra leikbyrjun og var í hálfleik komin með 14 stig. Þar af voru 4/5 þristar. Fyrir utan fyrsta leikhlutann voru liðin frekar jöfn.Hvað gekk illa?Snæfelli gekk á köflum illa að halda sama leikflæði og þær sýndu í fyrsta leikhluta. Vandræðagangur einkenndi stakar sóknir en á heildina litið mjög skemmtilegur körfubolti. Gestirnir úr Garðabæ verða að spila frá fyrstu mínútu ef þær ætla að vinna lið eins og Snæfell. Garðbæingar sýndu þó að þeir búa yfir góðum einstaklingum sem geta eflaust skilað betri frammistöðu en þær gerðu í Fjárhúsinu í dag. Pétur: Sár og svekktur með fyrsta leikhlutann„Við vorum komin tæpum þrjátíu stigum undir eftir fyrsta leikhluta,“ segir Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar, sem var svekktur með úrslitin í Stykkishólmi í dag. „Fullt kredit á Snæfellsliðið. Þær ýttu okkur úr öllum stöðum og spiluðu hörku vörn. Á meðan höngum við á boltanum, tökum léleg skot og erum að tapa boltanum mikið.“ Hann segir að Snæfell hafi hitt svakalega í fyrsta leikhlutanum og gert það erfitt að koma til baka. „Ég gef mínu liði samt kredit fyrir að halda leiknum jöfnum í gegnum restina af leiknum. Við hættum ekkert að spila.Það er erfitt að koma með hangandi hendi og værukær í leik á móti ríkjandi Íslands- og Bikarmeisturum. Þá lendir maður bara undir með 30 stigum í fyrsta leikhluta. Það er það sem við gerðum því miður hér í dag.“ Pétur segir að það sé lærdómur í þessum leik fyrir Stjörnuna. „Ég get alveg sagt að ég er mjög hrifinn af þessu Snæfellsliði. Þær eru mjög grimmar og ýta leikmönnum úr stöðum. Það er eitthvað sem ég vill að mitt lið geri líka. Ég er með fullt af góðum körfuboltamönnum en mig langar að fá meiri ákveðni í það sem við erum að gera.“ Ingi: Margir ljósir punktar í þessum leik„Við mætum rosalega tilbúnar til leiks, “ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir sigurinn. „Alveg ólíkt því sem gerðist síðustu tvo leiki. Við vorum að búa til góð skot og hittum eftir því. Við héldum dampi varnarlega séð og í sókninni vorum við einnig að gera fína hluti, en maður vill alltaf meira. Pálína [Gunnlaugsdóttir] var mætt til leiks og við fengum framlag frá henni úr öllum áttum. Það er það sem við þurftum.“ Varðandi það sem ekki gekk jafn vel sagði Ingi Þór; „Mér fannst við ekki frákasta nógu vel. En ég get ekki kvartað yfir mörgu í þessum leik. Þetta var sannfærandi og flottur heimasigur.“Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild kvenna Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Sjá meira