Listamenn leigðu sér pláss þó veggi og hurðir vantaði Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. október 2016 10:15 Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra myndlistarmanna. Vísir/GVA Vinnustofur listamanna verða opnar á Seljavegi 32 síðdegis í dag, veitingar á borðum, ávörp, útgáfa og tónlist í tilefni af tíu ára afmæli húsakynnanna undir merkjum SÍM. Ingibjörg Gunnlaugsdóttir er framkvæmdastjóri Sambands íslenskra myndlistarmanna. Hún segir það hafa verið mikið gæfuspor að taka húsið á Seljavegi á leigu fyrir tíu árum og fjölga þar með vinnustofum fyrir félagsmenn um 50 á einu bretti. „Áður vorum við með rými fyrir ellefu listamenn á Korpúlfsstöðum en félagsmenn um 600 og það gefur augaleið að mikill skortur var á vinnuaðstöðu. Nú erum við með vinnustofur á höfuðborgarsvæðinu fyrir um 170 manns.“ Ingibjörg rifjar upp hvernig ballið byrjaði. „Við fengum símtal frá sjókortagerð Landhelgisgæslunnar sem var að flytja af Seljaveginum og bauð okkur að eignast merkilega myndavél sem við fórum að skoða. Vélin vó nokkur tonn og var risastór, okkur leist vel á hana en enn betur á húsið, fjórar hæðir, fullt af herbergjum og hægt að stúka niður stór rými. Við vorum svo heppin að fá hljómgrunn hjá ráðuneytinu svo við gátum tekið það á leigu. Það hefur skipt gríðarlegu máli fyrir starfsemina.“ Samtökin áttu engan pening. „SÍM er náttúrlega bara grasrótarsamtök. Allir urðu að leggjast á eitt, starfsmenn, makar og aðrir fjölskyldumeðlimir við að mála, setja upp milliveggi og ljós. Listamenn leigðu sér pláss þó að veggi og hurðir vantaði og urðu að borga strax. Svo héldu þeir uppboð á verkum sínum og þar safnaðist fé svo ætlunarverkið hafðist með sameinuðu átaki. Við ætlum að fagna því í dag að reksturinn hefur gengið vel í 10 ár.“ Stærsta gestaíbúð á Norðurlöndunum fyrir erlenda listamenn er á Seljaveginum, þar geta ellefu til fimmtán dvalið í einu og Ingibjörg segir það pláss hafa verið fullbókað árið um kring alveg frá byrjun. „Við auglýsum tvisvar á ári, getum tekið á móti 150 á ári en þurfum að hafna um 200. Listafólkið kemur alls staðar að úr heiminum og hefur haft jákvæð áhrif á íslensku listasenuna, að ekki sé talað um landkynninguna.“ Lífið Menning Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Fleiri fréttir Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Vinnustofur listamanna verða opnar á Seljavegi 32 síðdegis í dag, veitingar á borðum, ávörp, útgáfa og tónlist í tilefni af tíu ára afmæli húsakynnanna undir merkjum SÍM. Ingibjörg Gunnlaugsdóttir er framkvæmdastjóri Sambands íslenskra myndlistarmanna. Hún segir það hafa verið mikið gæfuspor að taka húsið á Seljavegi á leigu fyrir tíu árum og fjölga þar með vinnustofum fyrir félagsmenn um 50 á einu bretti. „Áður vorum við með rými fyrir ellefu listamenn á Korpúlfsstöðum en félagsmenn um 600 og það gefur augaleið að mikill skortur var á vinnuaðstöðu. Nú erum við með vinnustofur á höfuðborgarsvæðinu fyrir um 170 manns.“ Ingibjörg rifjar upp hvernig ballið byrjaði. „Við fengum símtal frá sjókortagerð Landhelgisgæslunnar sem var að flytja af Seljaveginum og bauð okkur að eignast merkilega myndavél sem við fórum að skoða. Vélin vó nokkur tonn og var risastór, okkur leist vel á hana en enn betur á húsið, fjórar hæðir, fullt af herbergjum og hægt að stúka niður stór rými. Við vorum svo heppin að fá hljómgrunn hjá ráðuneytinu svo við gátum tekið það á leigu. Það hefur skipt gríðarlegu máli fyrir starfsemina.“ Samtökin áttu engan pening. „SÍM er náttúrlega bara grasrótarsamtök. Allir urðu að leggjast á eitt, starfsmenn, makar og aðrir fjölskyldumeðlimir við að mála, setja upp milliveggi og ljós. Listamenn leigðu sér pláss þó að veggi og hurðir vantaði og urðu að borga strax. Svo héldu þeir uppboð á verkum sínum og þar safnaðist fé svo ætlunarverkið hafðist með sameinuðu átaki. Við ætlum að fagna því í dag að reksturinn hefur gengið vel í 10 ár.“ Stærsta gestaíbúð á Norðurlöndunum fyrir erlenda listamenn er á Seljaveginum, þar geta ellefu til fimmtán dvalið í einu og Ingibjörg segir það pláss hafa verið fullbókað árið um kring alveg frá byrjun. „Við auglýsum tvisvar á ári, getum tekið á móti 150 á ári en þurfum að hafna um 200. Listafólkið kemur alls staðar að úr heiminum og hefur haft jákvæð áhrif á íslensku listasenuna, að ekki sé talað um landkynninguna.“
Lífið Menning Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Fleiri fréttir Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira