Samningaviðræður Cristiano Ronaldo við forráðamenn Real Madrid eru að sögn erlendra miðla komnar í strand þar sem deilt er um lengd samningsins.
Ronaldo vill gera samning við spænska stórveldið til árið 2021 en hann er dag 31 árs. Talið er að hann fái 18,5 milljónir punda í árslaun, eftir skatt, því sem samsvarar 2,6 milljarða íslenskra króna.
Forráðamenn Real Madrid eru aftur á móti aðeins tilbúnir að bjóða Ronaldo fjögurra ára samning en Ronaldo hefur verið gjörsamlega óstöðvandi með spænska liðinu eftir að hann kom til félagsins frá Manchester United árið 2009.
