Kaup AT&T á Time Warner staðfest Samúel Karl Ólason skrifar 23. október 2016 10:27 Vísir/EPA Fjarskiptafyrirtækið AT&T ætlar að kaupa Time Warner á 84,5 milljarða dala eða tæplega tíu þúsund milljarða króna. Kaupsamningurinn var samþykktur í gærkvöldi og er þetta stærsti kaupsamningur ársins. Með kaupunum mun AT&T fá fjölda sjónvarpsstöðva eins og HBO og CNN, kvikmyndaver TW og margt fleira. Fjarskiptafyrirtæki hafa á undanförnum árum snúið sér að því að sjá bæði um dreifingu efnis á netinu og framleiðslu þess. Samkeppnisyfirvöld Bandaríkjanna eiga þó eftir að samþykkja samrunann.Samkvæmt Reuters fréttaveitunni hafa þingmenn í Bandaríkjunum áhyggjur af stærð fjölmiðlarisa og þá sérstaklega eftir að Comcast keypti NBC Universal árið 2013. „Samruni af þessari stærðargráðu kallar á umfangsmikið mat og skoðun,“ segir öldungaþingmaðurinn Richard Blumenthal. „Ég mun skoða hann gaumgæfilega og hvað hann þýðir fyrir neytendur og veski þeirra.“ Þá sagði Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, í gær að hann myndi koma í veg fyrir samrunann yrði hann kjörinn forseti og koma slíta Comcast og NBC aftur í sundur. Hér að neðan má sjá tilkynningu frá Randall Stephenson, framkvæmdastjóra AT&T, vegna kaupanna. Donald Trump Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Fjarskiptafyrirtækið AT&T ætlar að kaupa Time Warner á 84,5 milljarða dala eða tæplega tíu þúsund milljarða króna. Kaupsamningurinn var samþykktur í gærkvöldi og er þetta stærsti kaupsamningur ársins. Með kaupunum mun AT&T fá fjölda sjónvarpsstöðva eins og HBO og CNN, kvikmyndaver TW og margt fleira. Fjarskiptafyrirtæki hafa á undanförnum árum snúið sér að því að sjá bæði um dreifingu efnis á netinu og framleiðslu þess. Samkeppnisyfirvöld Bandaríkjanna eiga þó eftir að samþykkja samrunann.Samkvæmt Reuters fréttaveitunni hafa þingmenn í Bandaríkjunum áhyggjur af stærð fjölmiðlarisa og þá sérstaklega eftir að Comcast keypti NBC Universal árið 2013. „Samruni af þessari stærðargráðu kallar á umfangsmikið mat og skoðun,“ segir öldungaþingmaðurinn Richard Blumenthal. „Ég mun skoða hann gaumgæfilega og hvað hann þýðir fyrir neytendur og veski þeirra.“ Þá sagði Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, í gær að hann myndi koma í veg fyrir samrunann yrði hann kjörinn forseti og koma slíta Comcast og NBC aftur í sundur. Hér að neðan má sjá tilkynningu frá Randall Stephenson, framkvæmdastjóra AT&T, vegna kaupanna.
Donald Trump Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira