Kjartan Henry Finnbogason og félagar í Horsens unnu góðan, 1-0, sigur á lærisveinum Ólafs Kristjánssonar í Randers í dönsku úrvalsdeildinni í dag.
Hannes Þór Halldórsson var í marki Randers í dag og fékk hann á sig mark þegar Andre Bjerregaard skoraði eina mark leiksins á 54. mínútu.
Kjartan Henry fékk gult spjald á 64. mínútu og var stuttu síðar tekinn af velli. Randers er í fimmta sæti dönsku deildarinnar með 23 stig og Horsens er í því 6. með 21 stig.
FCK er sem fyrr í efsta sæti deildarinnar með 29 stig.
Kjartan Henry hafði betur gegn Óla Kristjáns og Hannesi
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið



Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni
Íslenski boltinn

Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“
Íslenski boltinn



Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti
Íslenski boltinn

Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman
Íslenski boltinn

