Stjórnmálaeðla Berglind Pétursdóttir skrifar 24. október 2016 00:00 Eins og glöggir lesendur hafa mögulega tekið eftir eru kosningar eftir nokkra daga og samfélagið allt á yfirsnúningi. Fólk hefur ekki undan við að horfa á vandræðalegt efni sem stjórnmálaflokkar deila á samfélagsmiðlum og hugsa: úff, best að kjósa ekki þennan flokk. Sjálf er ég enn óákveðin í hvaða flokk ég mun merkja við á kjördag en langar að opinbera hvernig hægt er að tryggja sér atkvæði mitt. Sá flokkur sem nær að veiða mig í Kringlunni og spjalla við mig lengst fær mitt atkvæði. Ég lét á þetta reyna um helgina og það endaði á því að starfandi ráðherra bað mig vinsamlegast að yfirgefa Kringluna og leyfa henni að tala við aðra kjósendur. Ég þverneitaði. Þetta er skemmtilegur tími. Illkvittnir grínarar, og Íslendingar allir reyndar, virðast vera með fullgild skotveiðileyfi á samborgara sína á samfélagsmiðlum og gagga látlaust um að frambjóðendur séu heilalausir apar. Stjórnmálafólk er heilgrillað á teini á Twitter af fólki með egg sem prófílmynd sem svarar öllum varnarorðum með illskiljanlegum grínmyndum. Besta grillunin sem ég hef orðið vitni að hingað til hljóðaði eitthvað á þá leið að ef Píratar kæmust til valda myndu þeir líklegast rúlla sér jónur úr kjörseðlunum. Virkilega áhugaverð kenning, örugglega eitthvað til í þessu enda Píratar augljóslega allir nett bakaðir á því og til í skemmtilegar lausnir eins og þessar, fín endurnýting á góðum pappír. En pössum okkur nú á lokasprettinum að missa ekki stjórn á okkur í yfirlýsingagleðinni. Aðgát skal höfð í nærveru stjórnmálasálar og allt það. Stjórnmálafólk er bara venjulegt fólk eins og við, nema það er eðlufólk.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Mest lesið Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun
Eins og glöggir lesendur hafa mögulega tekið eftir eru kosningar eftir nokkra daga og samfélagið allt á yfirsnúningi. Fólk hefur ekki undan við að horfa á vandræðalegt efni sem stjórnmálaflokkar deila á samfélagsmiðlum og hugsa: úff, best að kjósa ekki þennan flokk. Sjálf er ég enn óákveðin í hvaða flokk ég mun merkja við á kjördag en langar að opinbera hvernig hægt er að tryggja sér atkvæði mitt. Sá flokkur sem nær að veiða mig í Kringlunni og spjalla við mig lengst fær mitt atkvæði. Ég lét á þetta reyna um helgina og það endaði á því að starfandi ráðherra bað mig vinsamlegast að yfirgefa Kringluna og leyfa henni að tala við aðra kjósendur. Ég þverneitaði. Þetta er skemmtilegur tími. Illkvittnir grínarar, og Íslendingar allir reyndar, virðast vera með fullgild skotveiðileyfi á samborgara sína á samfélagsmiðlum og gagga látlaust um að frambjóðendur séu heilalausir apar. Stjórnmálafólk er heilgrillað á teini á Twitter af fólki með egg sem prófílmynd sem svarar öllum varnarorðum með illskiljanlegum grínmyndum. Besta grillunin sem ég hef orðið vitni að hingað til hljóðaði eitthvað á þá leið að ef Píratar kæmust til valda myndu þeir líklegast rúlla sér jónur úr kjörseðlunum. Virkilega áhugaverð kenning, örugglega eitthvað til í þessu enda Píratar augljóslega allir nett bakaðir á því og til í skemmtilegar lausnir eins og þessar, fín endurnýting á góðum pappír. En pössum okkur nú á lokasprettinum að missa ekki stjórn á okkur í yfirlýsingagleðinni. Aðgát skal höfð í nærveru stjórnmálasálar og allt það. Stjórnmálafólk er bara venjulegt fólk eins og við, nema það er eðlufólk.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun