Dögun vill stjórnarsamstarf með Framsókn og Sjálfstæðisflokki Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 25. október 2016 15:20 Dögun fer meðal annars fram á að verðtrygging verði afnumin á fyrstu viku stjórnarsamstarfs. Mynd/Dögun Dögun hefur lýst yfir vilja til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk að loknum kosningum að því gefnu að Dögun fái Fjármálaráðuneyti, Innanríkisráðuneyti og Sjávarútvegsráðuneyti. Þá fara þau einnig fram á að verðtrygging verði afnumin á fyrstu viku stjórnarsamstarfs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Dögun. Meðfylgjandi tilkynningunni er einnig drög að stjórnarsáttmála sem má lesa hér fyrir neðan.Ríkisstjórnin leggur áherslu á:Aðskilnaður ríkis og spillingar.Með myndun ríkisstjórnar Dögunar, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hefst ný sókn í þágu lands og þjóðar. Tekin verða djörf skref við aðskilnað ríkis og spillingar með stórauknum upplýsingarétti borgaranna með gagnsæi í stjórnsýslu og fjármálakerfi með að lánabækur fjármálafyrirtækja með starfsleyfi verða opnar auk eflingar stofnana sem standa vörð um hagsmuni almennings og komið verði í veg fyrir óeðlileg áhrif sérhagsmuna á regluverk samfélagsins.Fjármálakerfið fyrir fólkið og fyrirtækin í landinu.Á fyrstu vikum stjórnarsamstarfs mun ríkisstjórnin leggja fram lagafrumvörp um skipun fjármálkerfisins. Skýr aðskilnaður verður gerður á starfsemi viðskipta og fjárfestingabanka, skýr takmörkun ríkisábyrgðar og lög um hlutafélagabanka / einkabanka endurskoðuð. Lagt verður fram sérstakt lagafrumvarp að þýskri fyrirmynd um starfsemi samfélagsbanka sem kemur í veg fyrir að hægt sé að ræna þeim. Við samþykkt þess frumvarps verður Landsbanki Íslands gerður að samfélagsbanka með breyttri eigendastefnu ríkisins fyrir Landsbanka Íslands.Skattaumhverfi / Skattaundanskot.Skattar einstaklinga og fyrirtækja standa undir nauðsynlegri þjónustu við samfélagið allt og markmið ríkistjórnarinnar er að einfalda skattkerfið, breikka skattstofna, minnka tekjutengingar og hækka persónuafslátt.Á móti leggur ríkisstjórnin sérstaka áherslu á að hamla þunnri eiginfjármögnun fyrtækja með lögum og draga úr skattaundanskotum en til að halda skattaundanskotum innan íslenska hagkerfisins verður Engey gerð að aflandseyju.Sala og meðferð ríkiseignaKomi til sölu ríkiseigna skal það gerast fyrir opnum tjöldum og í gagnsæi á öllum stigum söluferlis til að koma í veg fyrir óheppilegar einkavinavæðingar eða gjafadíla á ríkiseignum til óprúttinna undirhyggjumanna. Kosningar 2016 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Sjá meira
Dögun hefur lýst yfir vilja til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk að loknum kosningum að því gefnu að Dögun fái Fjármálaráðuneyti, Innanríkisráðuneyti og Sjávarútvegsráðuneyti. Þá fara þau einnig fram á að verðtrygging verði afnumin á fyrstu viku stjórnarsamstarfs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Dögun. Meðfylgjandi tilkynningunni er einnig drög að stjórnarsáttmála sem má lesa hér fyrir neðan.Ríkisstjórnin leggur áherslu á:Aðskilnaður ríkis og spillingar.Með myndun ríkisstjórnar Dögunar, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hefst ný sókn í þágu lands og þjóðar. Tekin verða djörf skref við aðskilnað ríkis og spillingar með stórauknum upplýsingarétti borgaranna með gagnsæi í stjórnsýslu og fjármálakerfi með að lánabækur fjármálafyrirtækja með starfsleyfi verða opnar auk eflingar stofnana sem standa vörð um hagsmuni almennings og komið verði í veg fyrir óeðlileg áhrif sérhagsmuna á regluverk samfélagsins.Fjármálakerfið fyrir fólkið og fyrirtækin í landinu.Á fyrstu vikum stjórnarsamstarfs mun ríkisstjórnin leggja fram lagafrumvörp um skipun fjármálkerfisins. Skýr aðskilnaður verður gerður á starfsemi viðskipta og fjárfestingabanka, skýr takmörkun ríkisábyrgðar og lög um hlutafélagabanka / einkabanka endurskoðuð. Lagt verður fram sérstakt lagafrumvarp að þýskri fyrirmynd um starfsemi samfélagsbanka sem kemur í veg fyrir að hægt sé að ræna þeim. Við samþykkt þess frumvarps verður Landsbanki Íslands gerður að samfélagsbanka með breyttri eigendastefnu ríkisins fyrir Landsbanka Íslands.Skattaumhverfi / Skattaundanskot.Skattar einstaklinga og fyrirtækja standa undir nauðsynlegri þjónustu við samfélagið allt og markmið ríkistjórnarinnar er að einfalda skattkerfið, breikka skattstofna, minnka tekjutengingar og hækka persónuafslátt.Á móti leggur ríkisstjórnin sérstaka áherslu á að hamla þunnri eiginfjármögnun fyrtækja með lögum og draga úr skattaundanskotum en til að halda skattaundanskotum innan íslenska hagkerfisins verður Engey gerð að aflandseyju.Sala og meðferð ríkiseignaKomi til sölu ríkiseigna skal það gerast fyrir opnum tjöldum og í gagnsæi á öllum stigum söluferlis til að koma í veg fyrir óheppilegar einkavinavæðingar eða gjafadíla á ríkiseignum til óprúttinna undirhyggjumanna.
Kosningar 2016 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Sjá meira