Dögun vill stjórnarsamstarf með Framsókn og Sjálfstæðisflokki Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 25. október 2016 15:20 Dögun fer meðal annars fram á að verðtrygging verði afnumin á fyrstu viku stjórnarsamstarfs. Mynd/Dögun Dögun hefur lýst yfir vilja til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk að loknum kosningum að því gefnu að Dögun fái Fjármálaráðuneyti, Innanríkisráðuneyti og Sjávarútvegsráðuneyti. Þá fara þau einnig fram á að verðtrygging verði afnumin á fyrstu viku stjórnarsamstarfs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Dögun. Meðfylgjandi tilkynningunni er einnig drög að stjórnarsáttmála sem má lesa hér fyrir neðan.Ríkisstjórnin leggur áherslu á:Aðskilnaður ríkis og spillingar.Með myndun ríkisstjórnar Dögunar, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hefst ný sókn í þágu lands og þjóðar. Tekin verða djörf skref við aðskilnað ríkis og spillingar með stórauknum upplýsingarétti borgaranna með gagnsæi í stjórnsýslu og fjármálakerfi með að lánabækur fjármálafyrirtækja með starfsleyfi verða opnar auk eflingar stofnana sem standa vörð um hagsmuni almennings og komið verði í veg fyrir óeðlileg áhrif sérhagsmuna á regluverk samfélagsins.Fjármálakerfið fyrir fólkið og fyrirtækin í landinu.Á fyrstu vikum stjórnarsamstarfs mun ríkisstjórnin leggja fram lagafrumvörp um skipun fjármálkerfisins. Skýr aðskilnaður verður gerður á starfsemi viðskipta og fjárfestingabanka, skýr takmörkun ríkisábyrgðar og lög um hlutafélagabanka / einkabanka endurskoðuð. Lagt verður fram sérstakt lagafrumvarp að þýskri fyrirmynd um starfsemi samfélagsbanka sem kemur í veg fyrir að hægt sé að ræna þeim. Við samþykkt þess frumvarps verður Landsbanki Íslands gerður að samfélagsbanka með breyttri eigendastefnu ríkisins fyrir Landsbanka Íslands.Skattaumhverfi / Skattaundanskot.Skattar einstaklinga og fyrirtækja standa undir nauðsynlegri þjónustu við samfélagið allt og markmið ríkistjórnarinnar er að einfalda skattkerfið, breikka skattstofna, minnka tekjutengingar og hækka persónuafslátt.Á móti leggur ríkisstjórnin sérstaka áherslu á að hamla þunnri eiginfjármögnun fyrtækja með lögum og draga úr skattaundanskotum en til að halda skattaundanskotum innan íslenska hagkerfisins verður Engey gerð að aflandseyju.Sala og meðferð ríkiseignaKomi til sölu ríkiseigna skal það gerast fyrir opnum tjöldum og í gagnsæi á öllum stigum söluferlis til að koma í veg fyrir óheppilegar einkavinavæðingar eða gjafadíla á ríkiseignum til óprúttinna undirhyggjumanna. Kosningar 2016 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Dögun hefur lýst yfir vilja til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk að loknum kosningum að því gefnu að Dögun fái Fjármálaráðuneyti, Innanríkisráðuneyti og Sjávarútvegsráðuneyti. Þá fara þau einnig fram á að verðtrygging verði afnumin á fyrstu viku stjórnarsamstarfs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Dögun. Meðfylgjandi tilkynningunni er einnig drög að stjórnarsáttmála sem má lesa hér fyrir neðan.Ríkisstjórnin leggur áherslu á:Aðskilnaður ríkis og spillingar.Með myndun ríkisstjórnar Dögunar, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hefst ný sókn í þágu lands og þjóðar. Tekin verða djörf skref við aðskilnað ríkis og spillingar með stórauknum upplýsingarétti borgaranna með gagnsæi í stjórnsýslu og fjármálakerfi með að lánabækur fjármálafyrirtækja með starfsleyfi verða opnar auk eflingar stofnana sem standa vörð um hagsmuni almennings og komið verði í veg fyrir óeðlileg áhrif sérhagsmuna á regluverk samfélagsins.Fjármálakerfið fyrir fólkið og fyrirtækin í landinu.Á fyrstu vikum stjórnarsamstarfs mun ríkisstjórnin leggja fram lagafrumvörp um skipun fjármálkerfisins. Skýr aðskilnaður verður gerður á starfsemi viðskipta og fjárfestingabanka, skýr takmörkun ríkisábyrgðar og lög um hlutafélagabanka / einkabanka endurskoðuð. Lagt verður fram sérstakt lagafrumvarp að þýskri fyrirmynd um starfsemi samfélagsbanka sem kemur í veg fyrir að hægt sé að ræna þeim. Við samþykkt þess frumvarps verður Landsbanki Íslands gerður að samfélagsbanka með breyttri eigendastefnu ríkisins fyrir Landsbanka Íslands.Skattaumhverfi / Skattaundanskot.Skattar einstaklinga og fyrirtækja standa undir nauðsynlegri þjónustu við samfélagið allt og markmið ríkistjórnarinnar er að einfalda skattkerfið, breikka skattstofna, minnka tekjutengingar og hækka persónuafslátt.Á móti leggur ríkisstjórnin sérstaka áherslu á að hamla þunnri eiginfjármögnun fyrtækja með lögum og draga úr skattaundanskotum en til að halda skattaundanskotum innan íslenska hagkerfisins verður Engey gerð að aflandseyju.Sala og meðferð ríkiseignaKomi til sölu ríkiseigna skal það gerast fyrir opnum tjöldum og í gagnsæi á öllum stigum söluferlis til að koma í veg fyrir óheppilegar einkavinavæðingar eða gjafadíla á ríkiseignum til óprúttinna undirhyggjumanna.
Kosningar 2016 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira