Millie Bobby Brown rokkar forsíðu Interview Ritstjórn skrifar 25. október 2016 16:30 Millie er algjör töffari á forsíðu Interview. Mynd/Skjáskot Frægðarsól ungu leikkonunnar Millie Bobby Brown skín skært þessa dagana. Hún leikur í vinsælli þáttarröð, Stranger Things, og hún prýðir nú sína aðra forsíðu á tískutímariti á einum mánuði. Þetta skiptið er það forsíða Interview. Í forsíðuþættinum er Millie eins og rokkstjarna. Hún klæðist flíkum frá Louis Vuitton, Gucci, Coach og fleiri merkjum. Það er nóg af hárgeli, göddum, leðri og gallajökkum. Besta vinkona Millie, dansarinn Maddie Ziegler, tók viðtalið við hana. Það er greinilegt að þær skemmti sér vel saman þar sem viðtalið er sett upp eins og venjulegt vinkonuspjall. Það er til gamans að geta að Maddie er einnig rísandi stjarna þrátt fyrir ungan aldur. Hún var í raunveruleikaþáttunum Dance Moms sem og hún hefur leikið í nokkrum tónlistarmyndböndum hjá söngkonunni Sia. Mest lesið Kendall neitar að tala um Pepsi auglýsinguna Glamour 78 ára fyrirsæta sem stíliseraði sig sjálf Glamour Bleik lína Lindex styður baráttuna gegn brjóstakrabbameini Glamour Bella Hadid og rauði liturinn Glamour Brie Larson mun leika fyrstu konuna sem bauð sig fram til forseta Glamour Beyonce og Jay-Z fagna níu ára brúðkaupsafmæli Glamour Myndband af óléttri Ciara að dansa slær í gegn Glamour Björk í buxnasetti eftir nemanda hjá Central Saint Martins Glamour Lily-Rose Depp nýtt andlit Chanel Glamour Brotnaði niður á tískuvikunni í New York Glamour
Frægðarsól ungu leikkonunnar Millie Bobby Brown skín skært þessa dagana. Hún leikur í vinsælli þáttarröð, Stranger Things, og hún prýðir nú sína aðra forsíðu á tískutímariti á einum mánuði. Þetta skiptið er það forsíða Interview. Í forsíðuþættinum er Millie eins og rokkstjarna. Hún klæðist flíkum frá Louis Vuitton, Gucci, Coach og fleiri merkjum. Það er nóg af hárgeli, göddum, leðri og gallajökkum. Besta vinkona Millie, dansarinn Maddie Ziegler, tók viðtalið við hana. Það er greinilegt að þær skemmti sér vel saman þar sem viðtalið er sett upp eins og venjulegt vinkonuspjall. Það er til gamans að geta að Maddie er einnig rísandi stjarna þrátt fyrir ungan aldur. Hún var í raunveruleikaþáttunum Dance Moms sem og hún hefur leikið í nokkrum tónlistarmyndböndum hjá söngkonunni Sia.
Mest lesið Kendall neitar að tala um Pepsi auglýsinguna Glamour 78 ára fyrirsæta sem stíliseraði sig sjálf Glamour Bleik lína Lindex styður baráttuna gegn brjóstakrabbameini Glamour Bella Hadid og rauði liturinn Glamour Brie Larson mun leika fyrstu konuna sem bauð sig fram til forseta Glamour Beyonce og Jay-Z fagna níu ára brúðkaupsafmæli Glamour Myndband af óléttri Ciara að dansa slær í gegn Glamour Björk í buxnasetti eftir nemanda hjá Central Saint Martins Glamour Lily-Rose Depp nýtt andlit Chanel Glamour Brotnaði niður á tískuvikunni í New York Glamour