Suðvesturkjördæmi: Segir stöðugan gjaldmiðil stuðla að betra húsnæðiskerfi Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. október 2016 07:00 Eitt af sex sveitarfélögum í Suðvesturkjördæmi er Hafnarfjörður. Formaður bæjarráðs vill að hugað sé að atvinnulífi og þekkingarstörfum í kjördæminu. Það sé líka brýnt að tryggja samgöngur milli sveitarfélaga. vísir/daníel Suðvesturkjördæmi er fjölmennasta kjördæmið á landinu. Á kjörskrá eru rúmlega 68 þúsund manns. Kjördæmið hefur lengi verið eitt sterkasta vígi Sjálfstæðisflokksins og á flokkurinn núna fimm af þrettán þingmönnum kjördæmisins. Sveitarfélögin í kjördæminu eru Hafnarfjörður, Garðabær, Kópavogur, Seltjarnarnes, Mosfellsbær og Kjósarhreppur. Í fimm af þessum sex sveitarfélögum á Sjálfstæðisflokkurinn aðild að meirihlutastjórn eða meirihlutinn er skipaður Sjálfstæðismönnum eingöngu. Flestir þeir sem Fréttablaðið hefur rætt við í Norðvestur-, Norðaustur- og Suðurkjördæmi segjast vilja sjá atvinnumál og samgöngumál sem helstu áhersluatriði kosningabaráttunnar. Mikil áhersla virðist einnig lögð á það í Suðvesturkjördæmi.Kjósarhreppur er minnsta sveitarfélagið í Suðvesturkjördæmi. Guðný G. Ívarsdóttir sveitarstjóri segir áhersluna í sveitarfélaginu vera á lagningu hitaveitu og verið sé að ljósleiðaravæða í leiðinni. „Svo brenna vegamálin á okkur,“ segir hún. Nú sé verið að vinna við Kjósarskarðsveg, sem íbúar í Kjósinni hafi barist fyrir lengi. „Það er byrjað að leggja á hann bundið slitlag og vonast eftir að það verði klárað. Síðan er það að klára Eyrarfjallsveginn, að setja á hann bundið slitlag,“ segir Guðný. Hún segir það einnig orðið knýjandi að breikka brú þar sem þjóðvegur fer yfir Laxá í Kjós. „Á síðustu árum hefur orðið mikil aukning á ferðamönnum í Kjósinni. Ferðamenn standa á einbreiðri Laxárbrúnni og virða fyrir sé Laxfoss og umhverfið. Brúin, eins og hún er nú, er mikil slysagildra.“ Guðlaug Kristjánsdóttir, fyrrverandi formaður Bandalags háskólamanna, hefur verið bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar og formaður bæjarráðs í Hafnarfirði frá vorinu 2014. Hún nefnir málefni ungs fólks þegar hún er spurð hvaða málefni brenni helst á henni fyrir þessar kosningar. Í fyrsta lagi sé þar vert að hugsa um fæðingarorlofið. „Það þarf að gera það bærilegra og loka bilinu milli fæðingarorlofs og leikskóla,“ segir hún. Ríki og sveitarfélög þurfi að vinna saman að fjármögnun þess. „Húsnæðismálin tala beint við unga fólkið líka og þar þurfum við stöðugan gjaldmiðil og heilbrigðara vaxtaumhverfi af því að það er grunnurinn að öllu í sambandi við húsnæðismál, hvort sem það eru lánin eða byggingarkostnaður eða hvað sem það nú er,“ segir hún. Guðlaug segir líka brýnt að huga að atvinnulífi og þekkingarstörfum í Kraganum. „Það þarf að leggja áherslu á nýsköpun og þróun í atvinnumálum,“ segir hún. Þá nefnir hún samgöngur, enda sé stórhöfuðborgarsvæðið eitt atvinnusvæði. „Það þarf að vinna áfram borgarlínuna þannig að Hafnfirðingar, til dæmis, séu fljótir að komast á milli bæja.“ Greiðari umferð hafi jákvæð áhrif á allt daglegt líf og fjölskyldulíf. „Eina trúverðuga leiðin til þess að létta á samgöngum eru almenningssamgöngurnar. Og við í Hafnarfirði þurfum öruggar vegtengingar við Reykjanesbrautina, eins og hjá Krýsuvíkurveginum.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Sjá meira
Suðvesturkjördæmi er fjölmennasta kjördæmið á landinu. Á kjörskrá eru rúmlega 68 þúsund manns. Kjördæmið hefur lengi verið eitt sterkasta vígi Sjálfstæðisflokksins og á flokkurinn núna fimm af þrettán þingmönnum kjördæmisins. Sveitarfélögin í kjördæminu eru Hafnarfjörður, Garðabær, Kópavogur, Seltjarnarnes, Mosfellsbær og Kjósarhreppur. Í fimm af þessum sex sveitarfélögum á Sjálfstæðisflokkurinn aðild að meirihlutastjórn eða meirihlutinn er skipaður Sjálfstæðismönnum eingöngu. Flestir þeir sem Fréttablaðið hefur rætt við í Norðvestur-, Norðaustur- og Suðurkjördæmi segjast vilja sjá atvinnumál og samgöngumál sem helstu áhersluatriði kosningabaráttunnar. Mikil áhersla virðist einnig lögð á það í Suðvesturkjördæmi.Kjósarhreppur er minnsta sveitarfélagið í Suðvesturkjördæmi. Guðný G. Ívarsdóttir sveitarstjóri segir áhersluna í sveitarfélaginu vera á lagningu hitaveitu og verið sé að ljósleiðaravæða í leiðinni. „Svo brenna vegamálin á okkur,“ segir hún. Nú sé verið að vinna við Kjósarskarðsveg, sem íbúar í Kjósinni hafi barist fyrir lengi. „Það er byrjað að leggja á hann bundið slitlag og vonast eftir að það verði klárað. Síðan er það að klára Eyrarfjallsveginn, að setja á hann bundið slitlag,“ segir Guðný. Hún segir það einnig orðið knýjandi að breikka brú þar sem þjóðvegur fer yfir Laxá í Kjós. „Á síðustu árum hefur orðið mikil aukning á ferðamönnum í Kjósinni. Ferðamenn standa á einbreiðri Laxárbrúnni og virða fyrir sé Laxfoss og umhverfið. Brúin, eins og hún er nú, er mikil slysagildra.“ Guðlaug Kristjánsdóttir, fyrrverandi formaður Bandalags háskólamanna, hefur verið bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar og formaður bæjarráðs í Hafnarfirði frá vorinu 2014. Hún nefnir málefni ungs fólks þegar hún er spurð hvaða málefni brenni helst á henni fyrir þessar kosningar. Í fyrsta lagi sé þar vert að hugsa um fæðingarorlofið. „Það þarf að gera það bærilegra og loka bilinu milli fæðingarorlofs og leikskóla,“ segir hún. Ríki og sveitarfélög þurfi að vinna saman að fjármögnun þess. „Húsnæðismálin tala beint við unga fólkið líka og þar þurfum við stöðugan gjaldmiðil og heilbrigðara vaxtaumhverfi af því að það er grunnurinn að öllu í sambandi við húsnæðismál, hvort sem það eru lánin eða byggingarkostnaður eða hvað sem það nú er,“ segir hún. Guðlaug segir líka brýnt að huga að atvinnulífi og þekkingarstörfum í Kraganum. „Það þarf að leggja áherslu á nýsköpun og þróun í atvinnumálum,“ segir hún. Þá nefnir hún samgöngur, enda sé stórhöfuðborgarsvæðið eitt atvinnusvæði. „Það þarf að vinna áfram borgarlínuna þannig að Hafnfirðingar, til dæmis, séu fljótir að komast á milli bæja.“ Greiðari umferð hafi jákvæð áhrif á allt daglegt líf og fjölskyldulíf. „Eina trúverðuga leiðin til þess að létta á samgöngum eru almenningssamgöngurnar. Og við í Hafnarfirði þurfum öruggar vegtengingar við Reykjanesbrautina, eins og hjá Krýsuvíkurveginum.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Sjá meira