Erla Steina spilaði óvænt í gær: Maður mætir þegar Beta hringir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2016 09:00 Erla Steina Arnardóttir. Vísir/Vilhelm Erla Steina Arnardóttir tók óvænt fram skóna í sænsku bikarkeppninni í gær og hjálpaði liði Kristianstad að komast áfram í fjórðu umferð keppninnar. Stærsta fréttin við þessa endurkomu Erlu Steinu var þó að hún stóð í marki Kristianstad í leiknum en lék ekki út á vellinum, á miðjunni eða í miðverðinum, eins og hún var vön á sínum fótboltaferli. „Þau höfðu samband við mig í síðustu viku svo það var lítill tími til umhugsunar. En maður mætir þegar Beta og liði hringir og óskar eftir aðstoð frá manni,“ sagði Erla Steina Arnardóttir í viðtali við Sindra Sverrisson í Morgunblaðinu í dag. Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar lið Kristianstad og var í algjörum markvarðarvandræðum í þessum leik því þrír markverðir liðsins voru frá, tvær vegna meiðsla auk þess að Stina Lykke Petersen var upptekin með danska landsliðinu á æfingamótinu í Kína. Erla Steina hefur ekkert spilað fótbolta í þrjú ár en hún lék með Kristianstad á árunum 2007 til 2011. Hún lék 40 landsleiki fyrir Ísland en sá síðasti kom árið 2009. Elísabet vissi af því að Erla Steina Arnardóttir lék sér oft í marki á æfingum hér á árum áður og þá var líka vitað að Erla er í frábæru formi enda æfir hún krossfit sex til sjö sinnum í viku. Erla Steina Arnardóttir gæti verið til taks í síðustu tveimur leikjum Kristianstad á tímabilinu en þó aðeins sem varamarkvörður enda kemur danski landsliðsmarkvörðurinn Stina Lykke Petersen inn í byrjunarliðið. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Fleiri fréttir Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Sjá meira
Erla Steina Arnardóttir tók óvænt fram skóna í sænsku bikarkeppninni í gær og hjálpaði liði Kristianstad að komast áfram í fjórðu umferð keppninnar. Stærsta fréttin við þessa endurkomu Erlu Steinu var þó að hún stóð í marki Kristianstad í leiknum en lék ekki út á vellinum, á miðjunni eða í miðverðinum, eins og hún var vön á sínum fótboltaferli. „Þau höfðu samband við mig í síðustu viku svo það var lítill tími til umhugsunar. En maður mætir þegar Beta og liði hringir og óskar eftir aðstoð frá manni,“ sagði Erla Steina Arnardóttir í viðtali við Sindra Sverrisson í Morgunblaðinu í dag. Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar lið Kristianstad og var í algjörum markvarðarvandræðum í þessum leik því þrír markverðir liðsins voru frá, tvær vegna meiðsla auk þess að Stina Lykke Petersen var upptekin með danska landsliðinu á æfingamótinu í Kína. Erla Steina hefur ekkert spilað fótbolta í þrjú ár en hún lék með Kristianstad á árunum 2007 til 2011. Hún lék 40 landsleiki fyrir Ísland en sá síðasti kom árið 2009. Elísabet vissi af því að Erla Steina Arnardóttir lék sér oft í marki á æfingum hér á árum áður og þá var líka vitað að Erla er í frábæru formi enda æfir hún krossfit sex til sjö sinnum í viku. Erla Steina Arnardóttir gæti verið til taks í síðustu tveimur leikjum Kristianstad á tímabilinu en þó aðeins sem varamarkvörður enda kemur danski landsliðsmarkvörðurinn Stina Lykke Petersen inn í byrjunarliðið.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Fleiri fréttir Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Sjá meira