Risavaxinn snertiskjár og áhersla á þrívídd Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. október 2016 07:00 Panos Panay, maðurinn á bakvið Surface tölvur Microsoft, kynnir til leiks Surface Studio, nýja tölvu með risavöxnum snertiskjá. Nordicphotos/AFP Microsoft hélt sinn árlega októberviðburð í gær þar sem nýjungar fyrirtækisins voru kynntar til leiks. Þær stærstu eru nýja borðtölvan Surface Studio og ný Surface Book-fartölva sem er talsvert öflugri en fyrirrennari hennar. Surface Studio er fyrsta borðtölva Microsoft og er hún, líkt og iMac-tölvur Apple, heildstæð tölva þar sem vélbúnaðurinn er innbyggður í skjáinn. Skjárinn, og þar með tölvan, er 28 tommur og er hann snertiskjár. Hægt verður að notast við nýtt tæki, Surface Dial, sem er eins konar hnappur sem maður leggur á skjáinn og snýr, til að mynda til að auka aðdrátt eða snúa myndum.Kynningu á skjánum má sjá að neðan.Tölvan er útbúin ýmist Intel i5 eða i7 örgjörva, 4GB Nvidia GeForce skjákorti, allt að 32GB vinnsluminni og 2TB hörðum diski. Fyrir hefðbundna notkun er einnig hægt að tengja mús og lyklaborð við tölvuna. Hún virðist sérsniðin að listamönnum og hönnuðum og kostar ódýrasta gerðin um 350 þúsund krónur í forpöntun. Sú dýrasta kostar um hálfa milljón. Önnur kynslóð fartölvulínu Microsoft, Surface Book, mun kosta á milli 170 og 270 þúsund krónur í forpöntun. Líkt og fyrri kynslóðin er hún útbúin snertiskjá. Innvols tölvunnar er hins vegar sagt mun betra. Rafhlaðan á að endast í sextán klukkustundir og kom fram á viðburðinum í gær að hún væri þrefalt öflugri en þrettán tommu MacBook Pro. Þrívíddaruppfærsla fyrir Windows 10Microsoft kynnti einnig uppfærslur fyrir Windows 10, sérstaklega ætlaðar listamönnum. Þær uppfærslur munu detta inn snemma á næsta ári notendum að kostnaðarlausu. Á meðal nýjunga er ný útgáfa af teikniforritinu Paint sem mun gera notendum kleift að búa til þrívíddarlíkön sem hægt verður að deila á meðal annars Facebook. Til að styðja við nýja útgáfu Paint munu Windows-snjallsímar geta skannað hluti í raunheimum sem svo verður hægt að flytja inn í Paint eða nýja útgáfu glæruforritsins PowerPoint. Einnig munu notendur geta virt þrívíddarlíkönin fyrir sér, kaupi þeir þar til gerð gleraugu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Strætómiðinn dýrari Neytendur Fleiri fréttir Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Microsoft hélt sinn árlega októberviðburð í gær þar sem nýjungar fyrirtækisins voru kynntar til leiks. Þær stærstu eru nýja borðtölvan Surface Studio og ný Surface Book-fartölva sem er talsvert öflugri en fyrirrennari hennar. Surface Studio er fyrsta borðtölva Microsoft og er hún, líkt og iMac-tölvur Apple, heildstæð tölva þar sem vélbúnaðurinn er innbyggður í skjáinn. Skjárinn, og þar með tölvan, er 28 tommur og er hann snertiskjár. Hægt verður að notast við nýtt tæki, Surface Dial, sem er eins konar hnappur sem maður leggur á skjáinn og snýr, til að mynda til að auka aðdrátt eða snúa myndum.Kynningu á skjánum má sjá að neðan.Tölvan er útbúin ýmist Intel i5 eða i7 örgjörva, 4GB Nvidia GeForce skjákorti, allt að 32GB vinnsluminni og 2TB hörðum diski. Fyrir hefðbundna notkun er einnig hægt að tengja mús og lyklaborð við tölvuna. Hún virðist sérsniðin að listamönnum og hönnuðum og kostar ódýrasta gerðin um 350 þúsund krónur í forpöntun. Sú dýrasta kostar um hálfa milljón. Önnur kynslóð fartölvulínu Microsoft, Surface Book, mun kosta á milli 170 og 270 þúsund krónur í forpöntun. Líkt og fyrri kynslóðin er hún útbúin snertiskjá. Innvols tölvunnar er hins vegar sagt mun betra. Rafhlaðan á að endast í sextán klukkustundir og kom fram á viðburðinum í gær að hún væri þrefalt öflugri en þrettán tommu MacBook Pro. Þrívíddaruppfærsla fyrir Windows 10Microsoft kynnti einnig uppfærslur fyrir Windows 10, sérstaklega ætlaðar listamönnum. Þær uppfærslur munu detta inn snemma á næsta ári notendum að kostnaðarlausu. Á meðal nýjunga er ný útgáfa af teikniforritinu Paint sem mun gera notendum kleift að búa til þrívíddarlíkön sem hægt verður að deila á meðal annars Facebook. Til að styðja við nýja útgáfu Paint munu Windows-snjallsímar geta skannað hluti í raunheimum sem svo verður hægt að flytja inn í Paint eða nýja útgáfu glæruforritsins PowerPoint. Einnig munu notendur geta virt þrívíddarlíkönin fyrir sér, kaupi þeir þar til gerð gleraugu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Tækni Mest lesið Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Strætómiðinn dýrari Neytendur Fleiri fréttir Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira