Mikið flakk á kjósendum á síðustu metrunum Heimir Már Pétursson skrifar 27. október 2016 19:30 Núverandi stjórnarandstöðuflokkar gætu ekki myndað meirihluta á Alþingi samkvæmt nýjustu könnun Stöðvar 2, Fréttablaðsins og Vísis. Þeir fengju 30 þingmenn en 32 þarf til að mynda lágmarks meirihluta á Alþingi. Meirihluti núverandi stjórnarflokka er einnig fallinn samkvæmt könnuninni. Framsóknarflokkurinn mælist nú með 9,9 prósent fylgi tapar miklu frá síðustu kosningum og færi úr 19 þingmönnum í 8. Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með 27,3 prósent sem er nánast sama fylgið og í kosningunum 2013 og fengi 18 þingmenn. Samfylkingin tapaði miklu fylgi í kosningunum 2013 og tapar enn meiru nú , með 5,7 prósent tapar sex þingmönnum og kæmi aðeins 4 mönnum á þing. Vinstri græn vinna mikið á og mælast nú með 16,4 prósent og fengju 11 þingmenn en eru nú með 7. Björt framtíð er tæpum tveimur prósentustigum undir kjörfylgi sínu og er nú með 6,3 prósent, tapar 2 þingmönnum og fengi fjóra þingmenn. Allt stefnir í sigur hjá Pírötum þótt fylgið hafi dalað frá því það var mest í könnunum. Þeir mælast nú með 18,4 prósent og fengju 12 þingmenn, bættu við sig 9. Viðreisn er með svipað fylgi og í síðustu könnun okkar eða 10,5 prósent og fengi 7 menn á þing.Þingmannafjöldi miðað við nýjustu könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var 25. og 26. október.Hvorki stjórnarflokkarnir né núverandi stjórnarandstöðuflokkar gætu myndað meirihluta Ef þetta yrðu úrslit kosninganna á laugardag myndi samsetning þingflokka breytast mikið á Alþingi. Stjórnarflokkarnir færu sameiginlega úr 38 þingmönnum í 26 og stjórnin þar með fallinn. En stjórnarandstaðan færi úr 25 þingmönnum í 37 þingmenn að þingmönnum Viðreisnar meðtöldum. Þetta þýðir að núverandi stjórnarandstöðuflokkar gætu ekki myndað meirihluta með sína 30 þingmenn og þyrftu því á Viðreisn að halda í fimm flokka stjórn eða eitthvað annað stjórnarmynstur þyrfti til að ná að fara yfir 32 þingmanna meirihluta á Alþingi. Í þessari könnun koma einnig fram fróðlegar upplýsingar um frá hverjum og til hverra fylgið er að fara miðað við síðustu kosningar árið 2013. En úrtakið var óvenju stórt, eða 2.006 manns á kosningaaldri, 1.564 svöruðu, en 642 neituðu að svara og var svarhlutfallið því 70,9 prósent. Á meðfylgjandi myndum má annars vegar sjá niðurstöðu könnunarinnar miðað við fylgi flokkanna í síðustu kosningum og hins vegar hvernig kjósendur flokkanna í kosningunum 2013 ætla að kjósa á laugardaginn. Fletta má í gegnum myndirnar hér að neðan með því að smella á myndina. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn með afgerandi forystu Sjálfstæðisflokkurinn er með tæplega fimm prósentustiga forskot á Pírata í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Þingmaður Samfylkingar segir flokkinn ekki geta tekið þátt í stjórn með óbreytt fylgi. 26. október 2016 00:15 Samfylkingin og Björt framtíð gætu dottið út af þingi 26. október 2016 19:30 Sjálfstæðisflokkurinn stærstur og Samfylkingin minnst samkvæmt nýrri könnun MMR Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti stjórnmálaflokkur landsins samkvæmt nýrri könnun MMR á fylgi flokka sem gerð var dagana 19. til 26. október. 26. október 2016 12:50 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Núverandi stjórnarandstöðuflokkar gætu ekki myndað meirihluta á Alþingi samkvæmt nýjustu könnun Stöðvar 2, Fréttablaðsins og Vísis. Þeir fengju 30 þingmenn en 32 þarf til að mynda lágmarks meirihluta á Alþingi. Meirihluti núverandi stjórnarflokka er einnig fallinn samkvæmt könnuninni. Framsóknarflokkurinn mælist nú með 9,9 prósent fylgi tapar miklu frá síðustu kosningum og færi úr 19 þingmönnum í 8. Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með 27,3 prósent sem er nánast sama fylgið og í kosningunum 2013 og fengi 18 þingmenn. Samfylkingin tapaði miklu fylgi í kosningunum 2013 og tapar enn meiru nú , með 5,7 prósent tapar sex þingmönnum og kæmi aðeins 4 mönnum á þing. Vinstri græn vinna mikið á og mælast nú með 16,4 prósent og fengju 11 þingmenn en eru nú með 7. Björt framtíð er tæpum tveimur prósentustigum undir kjörfylgi sínu og er nú með 6,3 prósent, tapar 2 þingmönnum og fengi fjóra þingmenn. Allt stefnir í sigur hjá Pírötum þótt fylgið hafi dalað frá því það var mest í könnunum. Þeir mælast nú með 18,4 prósent og fengju 12 þingmenn, bættu við sig 9. Viðreisn er með svipað fylgi og í síðustu könnun okkar eða 10,5 prósent og fengi 7 menn á þing.Þingmannafjöldi miðað við nýjustu könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var 25. og 26. október.Hvorki stjórnarflokkarnir né núverandi stjórnarandstöðuflokkar gætu myndað meirihluta Ef þetta yrðu úrslit kosninganna á laugardag myndi samsetning þingflokka breytast mikið á Alþingi. Stjórnarflokkarnir færu sameiginlega úr 38 þingmönnum í 26 og stjórnin þar með fallinn. En stjórnarandstaðan færi úr 25 þingmönnum í 37 þingmenn að þingmönnum Viðreisnar meðtöldum. Þetta þýðir að núverandi stjórnarandstöðuflokkar gætu ekki myndað meirihluta með sína 30 þingmenn og þyrftu því á Viðreisn að halda í fimm flokka stjórn eða eitthvað annað stjórnarmynstur þyrfti til að ná að fara yfir 32 þingmanna meirihluta á Alþingi. Í þessari könnun koma einnig fram fróðlegar upplýsingar um frá hverjum og til hverra fylgið er að fara miðað við síðustu kosningar árið 2013. En úrtakið var óvenju stórt, eða 2.006 manns á kosningaaldri, 1.564 svöruðu, en 642 neituðu að svara og var svarhlutfallið því 70,9 prósent. Á meðfylgjandi myndum má annars vegar sjá niðurstöðu könnunarinnar miðað við fylgi flokkanna í síðustu kosningum og hins vegar hvernig kjósendur flokkanna í kosningunum 2013 ætla að kjósa á laugardaginn. Fletta má í gegnum myndirnar hér að neðan með því að smella á myndina.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn með afgerandi forystu Sjálfstæðisflokkurinn er með tæplega fimm prósentustiga forskot á Pírata í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Þingmaður Samfylkingar segir flokkinn ekki geta tekið þátt í stjórn með óbreytt fylgi. 26. október 2016 00:15 Samfylkingin og Björt framtíð gætu dottið út af þingi 26. október 2016 19:30 Sjálfstæðisflokkurinn stærstur og Samfylkingin minnst samkvæmt nýrri könnun MMR Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti stjórnmálaflokkur landsins samkvæmt nýrri könnun MMR á fylgi flokka sem gerð var dagana 19. til 26. október. 26. október 2016 12:50 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Sjálfstæðismenn með afgerandi forystu Sjálfstæðisflokkurinn er með tæplega fimm prósentustiga forskot á Pírata í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Þingmaður Samfylkingar segir flokkinn ekki geta tekið þátt í stjórn með óbreytt fylgi. 26. október 2016 00:15
Sjálfstæðisflokkurinn stærstur og Samfylkingin minnst samkvæmt nýrri könnun MMR Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti stjórnmálaflokkur landsins samkvæmt nýrri könnun MMR á fylgi flokka sem gerð var dagana 19. til 26. október. 26. október 2016 12:50